Sakaður um aðgerðaleysi vegna kynferðisbrota presta Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2022 15:31 Benedikt páfi, sem áður hét Joseph Ratzinger. AP/Sven Hoppe Benedikt páfi er sakaður um að hafa sýnt af sér aðgerðaleysi í tengslum við misnotkun á fjögurra barna í biskupsdæmi hans í München op Freising frá 1977 til 1982. Þetta er meðal niðurstaðna í rannsókn þýsks lögmannafyrirtækis sem kirkjan réði til að rannsaka ásakanir um kynferðisbrot innan kirkjunnar frá 1956 til 2019. Í skýrslunni segir að innan kirkjunnar hafi verið brotið á minnst 497 fórnarlömbum og þar af mestu á drengjum. Höfundum skýrslunnar þykir líklegt að brotið hafi verið á fleiri börnum en það hafi ekki verið tilkynnt. Í fjórum tilvikum sem snúa að Benedikt á hann að hafa sýnt fórnarlömbum engan áhuga og ekkert gert vegna misnotkunar áðurnefndra barna. Höfundar skýrslunnar segja Benedikt, sem er nú 94 ára gamall, neita allri sök og neita að hafa vitað af misnotkuninni. Martin Pusch, einn lögmannanna sem gerði skýrsluna, segir að miðað við þau gögn sem liggi fyrir sé erfitt að trúa því að Benedikt hafi ekki vitað af þessum málum, samkvæmt frétt Reuters. Í einu af þessum tilvikum á Benedikt, sem þá hét Joseph Ratzinger, að hafa vitað af því að prestur sem hafði verið færður í starfi og til biskupsdæmis Benedikts hafi verið sakaður um að brjóta á drengjum. Hann leyfði prestinum þó að halda starfi sínu. Samkvæmt annarri skýrslu sem birt var árið 2018 urðu minnst 3.677 börn fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu kaþólskra presta í Þýskalandi frá 1946 til 2014. Benedikt varð árið 2013 fyrstu páfa í meira en sex hundruð ár til að stíga úr embætti og vísaði hann þá til þreytu. Hann hefur búið í Vatíkaninu síðan þá. Í yfirlýsingu frá Páfagarði segir að farið verði náið yfir skýrsluna. Í kjölfar þess muni forsvarsmenn Vatíkansins tjá sig. AP fréttaveitan segir Benedikt eiga stóran þátt í því að kaþólska kirkjan hafi byrjað að horfast í augu við það að margir prestar væru að brjóta á börnum og það að þeim væri ekki refsað, heldur væru biskupar að flytja þá þess í stað milli sókna. Þegar hann tók við stofnun Vatíkansins sem kallast Congregation for the Doctrine of the Faith, tók hann það að sér að rannsaka ásakanir gegn prestum. Páfagarður Þýskaland Trúmál Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna í rannsókn þýsks lögmannafyrirtækis sem kirkjan réði til að rannsaka ásakanir um kynferðisbrot innan kirkjunnar frá 1956 til 2019. Í skýrslunni segir að innan kirkjunnar hafi verið brotið á minnst 497 fórnarlömbum og þar af mestu á drengjum. Höfundum skýrslunnar þykir líklegt að brotið hafi verið á fleiri börnum en það hafi ekki verið tilkynnt. Í fjórum tilvikum sem snúa að Benedikt á hann að hafa sýnt fórnarlömbum engan áhuga og ekkert gert vegna misnotkunar áðurnefndra barna. Höfundar skýrslunnar segja Benedikt, sem er nú 94 ára gamall, neita allri sök og neita að hafa vitað af misnotkuninni. Martin Pusch, einn lögmannanna sem gerði skýrsluna, segir að miðað við þau gögn sem liggi fyrir sé erfitt að trúa því að Benedikt hafi ekki vitað af þessum málum, samkvæmt frétt Reuters. Í einu af þessum tilvikum á Benedikt, sem þá hét Joseph Ratzinger, að hafa vitað af því að prestur sem hafði verið færður í starfi og til biskupsdæmis Benedikts hafi verið sakaður um að brjóta á drengjum. Hann leyfði prestinum þó að halda starfi sínu. Samkvæmt annarri skýrslu sem birt var árið 2018 urðu minnst 3.677 börn fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu kaþólskra presta í Þýskalandi frá 1946 til 2014. Benedikt varð árið 2013 fyrstu páfa í meira en sex hundruð ár til að stíga úr embætti og vísaði hann þá til þreytu. Hann hefur búið í Vatíkaninu síðan þá. Í yfirlýsingu frá Páfagarði segir að farið verði náið yfir skýrsluna. Í kjölfar þess muni forsvarsmenn Vatíkansins tjá sig. AP fréttaveitan segir Benedikt eiga stóran þátt í því að kaþólska kirkjan hafi byrjað að horfast í augu við það að margir prestar væru að brjóta á börnum og það að þeim væri ekki refsað, heldur væru biskupar að flytja þá þess í stað milli sókna. Þegar hann tók við stofnun Vatíkansins sem kallast Congregation for the Doctrine of the Faith, tók hann það að sér að rannsaka ásakanir gegn prestum.
Páfagarður Þýskaland Trúmál Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira