Fleiri fréttir

Talíbanar banna langferðir kvenna

Talíbanar hafa bannað afgönskum konum, sem ætla að ferðast langar vegalengdir, að ferðast einar. Rútu- og lestarstjórar mega því ekki hleypa konum inn nema þær séu í fylgd karlkyns ættingja sinna.

Ísraelar kanna virkni fjórða skammts bóluefnisins

Hópur fólks fékk í morgun fjórða skammt bóluefnisins gegn kórónuveirunni á ísralesku sjúkrahúsi í morgun. Yfirvöld íhuga nú að heimila fjórðu sprautuna fyrir fólk í áhættuhópum til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.

Stefna á afléttingar þrátt fyrir fyrsta dauðsfallið vegna ómíkron

Áströlsk stjórnvöld stefna á afléttingar sóttvarnaaðgerða þrátt fyrir að fyrsta dauðsfallið af völdum nýs ómíkron-afbrigðis hafi verið staðfest. Fleiri hafa þá aldrei greinst smitaðir af veirunni á einum degi í landinu en fáir eru þó inniliggjandi á spítala vegna veirunnar.

Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf

Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar.

Kórónuveiran setur strik í reikning ferðalanga

Samgöngur um allan heim hafa gengið erfiðlega nú um hátíðarnar þar sem kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn. Fjöldi er á faraldsfæti til að heimsækja vini og ættingja en af þeim hafa margir þurft að eyða jólahelginn á flugvöllum víðsvegar um heim.

Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn

Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland.

Sá stærsti og besti lagður af stað

James Webb geimsjónaukanum var skotið af stað í langt ferðalag í vel heppnuðu geimskoti frá frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana í gær. Sjónaukinn, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur er nú á leið í langt ferðalag þar sem honum verður komið fyrir á sporbraut um sólina í um einni og hálfri milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu.

Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar

Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra.

Desmond Tutu er látinn

Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku.

Loka bað­ströndum eftir ban­væna há­karla­á­rás

Yfirvöld í Kaliforníu hafa gripið til þess ráðs að loka baðströndum í San Luis Obispo sýslu eftir að 31 eins árs gamall brimbrettakappi lést af sárum sínum eftir hákarlaárás í gær, á aðfangadag jóla.

Frans páfi biður fyrir enda­lokum far­aldurs

Frans páfi fagnaði komu jólanna í gærkvöldi fyrir framan um tvö þúsund manns í Péturskirkju í Vatíkaninu. Í predikun sinni gerði páfinn lítillæti Krists að umtalsefni sínu og hvatti fólk til að minnast þess að frelsari kristinna manna hefði komið í heiminn fátækur.

Eldgosinu á La Palma lokið

Yfirvöld á spænsku eyjunni La Palma hafa lýst því yfir að eldgosinu sem hófst á eyjunni í september sé lokið, eftir tíu daga án gosvirkni.

TikTok vin­­sælasta vef­­síða ársins

Sam­fé­lags­miðillinn og mynd­banda­veitan TikTok tók ný­verið fram úr leitar­vélinni Goog­le og er orðin vin­sælasta vef­síða ársins. Miðillinn hefur náð gríðar­legum vin­sældum á stuttum tíma.

Þau kvöddu á árinu 2021

Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda.

Dýra­garði lokað eftir að úlfar sluppu út

Dýragarði í Suður-Frakklandi hefur verið lokað tímabundið eftir að níu úlfum tókst að sleppa út fyrir girðingu í garðinum. Garðurinn var opinn þegar atvikið átti sér stað en engan sakaði.

Bein útsending: Áratuga ferli að ljúka á mikilvægu geimskoti

James Webb-geimsjónaukanum var loks skotið á loft í dag eftir margra ára þróun og smíði og fjölmargar tafir. Sjónaukinn er sá háþróaðasti sem hefur nokkru sinni verið framleiddur og er meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins.

Banda­ríkja­her þróar nýtt bólu­efni

Bandaríkjaher hefur unnið að þróun nýs bóluefnis gegn kórónuveirunni sem á að virka vel gegn öllum mögulegum afbrigðum veirunnar. Gert er ráð fyrir því að bóluefnið verði kynnt opinberlega á næstu vikum.

Fimm ára og eldri skyldaðir í bólu­setningu

Bólusetningarskyldu hefur verið komið á í Ekvador í Suður-Ameríku. Allir, fimm ára og eldri, skulu fara í bólusetningu en stjórnvöld tóku ákvörðunina í ljósi fjölgun smita af völdum kórónuveirunnar.

Pútín ítrekar kröfur gagnvart Austur-Evrópu

Forseti Úkraínu vonar að endurnýjað vopnahlé frá því fyrr á þessu ári nái að draga úr spennu í samskiptunum við Rússa sem hafa verið á suðumarki undanfarin misseri. Pútín Rússlandsforseti ítrekaði kröfur sínar um afvopnum NATO ríkja í austri á árlegum marþonfundi með fréttamönnum í dag.

Fjöldi nýsmitaðra nær nýjum hæðum vestanhafs

Sjö daga nýgengni smita í Bandaríkjunum mælist nú 168.981 sem er meira en það var í sumar þegar faraldur delta-afbrigðis kórónuveirunnar náði hámarki. Þá fór nýgengið hæst í rúmlega 165 þúsund nýsmitaða.

„Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, krafðist þess aftur í dag að vesturveldin svokölluðu veittu Rússum tryggingar gagnvart því að Atlantshafsbandalagið neitaði ríkjum Austur-Evrópu um aðild að bandalaginu og vísaði aðildarríkjum af svæðinu á dyr.

Mældu ó­vart ferðir þorsks og skarfs með sömu merkingunni

Rafeindamælitæki frá íslenska hátæknifyrirtækinu Stjörnu-Odda, sem komið var fyrir í þorski í Eystrasalti til að mæla hegðun hans, mældi nýlega óvart einnig hegðun skarfs. Var því hegðun tveggja dýrategunda mæld með sama mælinum.

211 smitaðir og þrettán milljónir í útgöngubann

Ráðamenn í Kína hafa settum þrettán milljón íbúa borgarinnar Xi’an í útgöngubann vegna útbreiðslu kóronuveirunnar þar. 63 greindust smitaðir af Covid-19 í borginni í gær og hafa alls 211 greinst smitaðir á undafarinni viku.

Þingkona varð fyrir vopnuðu ráni

Mary Gay Scanlon, bandarísk þingkona, varð fyrir vopnuðu ráni í Fíladelfíu í gærkvöldið. Tveir menn vopnaðir skammbyssu veittust að henni þar sem hún var að yfirgefa fund með embættismönnum og rændu bíl hennar.

Rannsóknir benda til þess að ómíkron valdi minni veikindum

Rannsóknir í Suður-Afríku og Bretlandi virðast benda til þess að ómíkron-afbirgði kórónuveirunnar sé vægara en delta. Talið er að afbrigið nýja valdi 30 til 70 prósent færri innlögnum á sjúkrahús en önnur afbrigði.

Pfizer fær grænt ljós á lyf gegn Co­vid

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú veitt leyfi fyrir notkun lyfsins Paxlovid við kórónuveirunni. Lyfið er framleitt af fyrirtækinu Pfizer, sem áberandi hefur verið í framleiðslu á bóluefnum gegn Covid-19.

Takmarka skammtastærðina til að bregðast við kartöfluskorti

Neytendur í Japan munu aðeins geta keypt lítinn skammt af frönskum kartöflum á McDonald's í næstu viku vegna kartöfluskorts. Skortinn má meðal annars rekja til flóða í Kanada og áhrifa kórónuveirufaraldursins á aðfangakeðju heimsins.

Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans

Kínverskir njósnarar hafa orðið sér út um útsendara í innsta hring lífvarða forseta Taívans og meðal forsvarsmanna herafla eyríkisins. Gagnnjósnarar Taívans eiga í erfiðri baráttu gegn umfangsmikilli njósnaherferð Kínverja sem ætlað er að veita upplýsingar um varnir eyjunnar og grafa undan leiðtogum hennar.

Sjá næstu 50 fréttir