Fleiri fréttir

Mikil hræðsla þegar lestarvagn fylltist af flóðvatni

Mikil hræðsla greip um sig í neðanjarðarlestarkerfi Zhengzhou, höfuðborg Henan-héraðs, í gær þegar vatn tók að flæða stjórnlaust inn í vagna í kjölfar gríðarmikilla flóða af völdum gífurlegrar rigningar undanfarna daga.

Gíslatökunni lokið eftir tíu tíma og afhendingu tuttugu pítsa

Lögregla hefur handtekið gíslatökumennina tvo sem héldu tveimur fangavörðum í gíslingu í fangelsinu Hällbyanstalten í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. Það tók tíu tíma að leysa pattstöðuna sem fól meðal annars í sér að fangar í sömu álmu fengu tuttugu pítsur.

Sólmyrkvi séður úr geimnum

Sólmyrkvar hafa lengi heillað okkur mannfólkið. Allt frá því við héldum til í hellum og gera má ráð fyrir að þeir hafi hrætt fólk, til dagsins í dag þegar fólk leggur mikið á sig til að sjá sólmyrkva vel.

Mesta rigning Kína í þúsund ár

Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga.

Ó­lík­legt að fleiri finnist á lífi eftir flóðin

Björgunarsveitir í Þýskalandi telja ólíklegt að þær finni fleiri á lífi í rústum bæjanna sem urðu fyrir barðinu á flóðunum í Þýskalandi. Minnst 170 fórust í hamförunum í síðustu viku, sem eru þær verstu sem riðið hafa yfir landið í meira en hálfa öld. Hundruða er enn saknað.

Rio Tinto kostar rannsókn á áhrifum Panguna námunnar í Bougainville

Þrjátíu og tveimur árum eftir að Rio Tinto flúði eyjuna Bougainville hefur námufyrirtækið lofað að kosta rannsókn, á vegum sjálfstæðra eftirlitsaðila, á umhverfisáhrifum Panguna námunnar. Landeigendur segja það mikilvægt skref til að snú aftur áratuga mengun og umhverfisspjöllum.

Útgöngubann sett á aftur í Ástralíu

Delta afbrigði kórónuveirunnar virðist nú á mikilli siglingu í Ástralíu og nú er svo komið að þrjú fjölmennustu ríki landsins hafa hert sóttvarnalögin á ný.

Allt á floti í miðhluta Kína

Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti.

Fingralauss fjallagarps saknað

Umfangsmikil leit að suður-kóreska fjallagarpinum Kim Hong-bin er í bígerð. Hans er saknað eftir að hann komst upp á topp hins 8.407 metra háa Broad Peak á landamærum Pakistans og Kína.

Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega

Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum.

Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum

Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði.

Miklir skógareldar í Síberíu

Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni en þrjátíu og átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, níu í sóttkví.

Bein útsending: Bezos og áhöfn skotið út í geim

Auðjöfurinn Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ætlar að láta skjóta sér út í geim í dag. Það á að gera um borð í New Shepard geimflaug fyrirtækisins Blue Origin, sem Bezos stofnaði og á að flytja ferðamenn út í geim.

Þrettán ára drengur myrtur í skólanum

Sextán ára gamall drengur í Singapúr hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt samnemanda sinn eftir að þrettán ára gamall drengur fannst látinn á baðherbergi í skólanum í gær.

Dauðsföll á Indlandi séu fleiri en opinberar tölur sýna

Ný rannsókn bendir til þess að dauðsföll af völdum Covid 19 á Indlandi hafi verið gróflega vanáætluð. Í rannsókninni, sem gerð er af bandarísku stofnuninni Center for Global Development er því haldið fram að umframdauðsföll á Indlandi frá upphafi faraldurs og fram í miðjan júní á þessu ári séu fjórar milljónir.

Twitter lokar á þing­konu fyrir fals­fréttir um Co­vid

Twitter hefur lokað tímabundið á bandarísku þingkonuna Marjorie Taylor Green fyrir að hafa tíst „villandi“ upplýsingum um kórónuveiruna. Aðeins verður hægt að skoða Twitter-aðgang hennar í 12 klukkustundir og hvorki verður hægt að svara eða endurtísta tístunum hennar.

Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir á­rásina á þing­húsið

Karl­­maður frá Flórída­­fylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldunga­­deildar Banda­­ríkja­þings þegar stað­­festa átti niður­­­stöður for­­seta­­kosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við á­­rásina á þing­húsið.

Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum

Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sextán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um þróun mála í faraldrinum

Vill sleppa við dóm því skömmin sé nægileg refsing

Maður sem ruddi sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings með fána Donalds Trump, verður mögulega sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið þann 6. janúar.

Grunaður morðingi svipti sig lífi í norsku fangelsi

Þrítugur karlmaður lést á sjúkrahúsi í Osló á föstudag. Hann var fluttur á sjúkrahús síðasta mánudag eftir að hafa reynt að taka eigið líf í fangelsi. Hann hafði verið ákærður fyrir morðið á Marianne Hansen í Hallerud þann 8. júní síðastliðinn.

Sjálfsfróunarummæli falla ekki í kramið í Suður-Kóreu

Erfiðlega gengur að halda fyrsta fund núverandi leiðtoga Japans og Suður-Kóreu. Til stóð að Moon Jae In, forseti Suður-Kóreu, ferðaðist til Japans í vikunni en sú ferð er í óvissu vegna ummæla japansks erindreka.

Auka olíuframleiðslu til að lækka verð

OPEC-ríkin og bandamenn þeirra undir forystu Rússlands hafa ákveðið að auka framleiðslu hráolíu um tvær milljónir tunna á dag fyrir árslok. Þetta er gert til að mæta aukinni eftirspurn þegar áhrif Covid-19 á hagkerfi heimsins dvína.

Sóttvarnarreglum hefur verið aflétt á Englandi

Flestum sóttvarnarreglum á Englandi hefur nú verið aflétt. Engar fjöldatakmarkanir eru við lýði lengur, næturklúbbar opnuðu aftur á miðnætti og reglur á veitingastöðum og börum hafa verið afnumdar.

Teiknari Múhameðs­myndanna er látinn

Danski skopmyndateiknarinn Kurt Westergaard, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa teiknað skopmyndaseríu af Múhameð spámanni og vekja þannig mikla reiði hjá fjölda múslima víða um heim, er látinn. Hann var 86 ára.

Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví.

Meirihluti falsfrétta um Covid-19 komi frá tólf einstaklingum

Mikill meirihluti falsfrétta og hræðsluáróðurs um bólusetningar á samfélagsmiðlum vestanhafs er runninn undan rifjum einungis tólf einstaklinga. Þetta segir í nýrri skýrslu Center for Countering Digital Hate, samtaka sem berjast gegn stafrænu hatri.

Látnum vegna flóðanna fjölgar enn

Minnst 170 hafa farist í flóðunum í Þýskalandi og Belgíu. Hundruða er enn saknað eða ekki hægt að koma í öruggt skjól enda hafa flóðin rústað vegum og brúm á svæðunum sem eru verst farin. 

Rússnesk kosning í Sýrlandi

Bashar al-Assad sór embættiseið sem forseti Sýrlands í fjórða sinn í dag. Hann hlaut 95 prósent atkvæða. Erlend stjórnvöld efast um gildi kosninganna. 

Tón­list bönnuð á My­konos vegna Co­vid

Yfirvöld í Grikklandi tilkynntu í dag nýjar takmarkanir vagna kórónuveirufaraldursins. Takmarkanirnar eiga við grísku ferðamannaeyjuna Mykonos en þær fela í sér meðal annars bann við tónlist á veitingastöðum og krám.

Af­léttingar á Bret­landi eiga ekki við ferða­langa frá Frakk­landi

Frá og með næsta mánudegi munu fullbólusettir ferðamenn sem eru á leiðinni til Englands og Wales frá Frakklandi þurfa að fara í tíu daga sóttkví við komuna til landsins. Þetta gildir ekki um ferðalanga frá öðrum ríkjum en stjórnvöld hræðast að Beta-afbrigði veirunnar sé ónæmt fyrir bóluefninu.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.