Fleiri fréttir

Lög­regla hefur rann­sókn á sótt­varna­brotum Sol­bergs

Lögregla í Noregi hefur hafið rannsókn á sóttvarnabrotum norska forsætisráðherrans Ernu Solberg. Greint var frá því í gær að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar.

„Mamma“ Samia fyrsta konan á forsetastóli í Tansaníu

Samia Suluhu Hassan varð í dag fyrsta konan til þess að gegna embætti forseta Tansaníu þegar hún sór embættiseið. Hassan var varaforseti Johns Magufuli sem er sagður hafa látist úr hjartaáfalli í vikunni. Hún nýtur virðingar á meðal landsmanna sem kalla hana „Mömmu“ Samiu.

Erna Sol­berg braut sótt­varna­reglur í ferð með fjölskyldunni

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, braut sóttvarnareglur í febrúar þegar hún borðaði kvöldverð með þrettán öðrum. Þetta kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins NRK en brotið átti sér stað á meðan Solberg var í fríi í skíðabænum Geilo þar sem hún hélt upp á sextugsafmæli sitt. Þar var hún stödd ásamt fjölskyldu, tveimur systrum sínum og fjölskyldum þeirra.

Stígur fram og sakar Armie Hammer um nauðgun

24 ára gömul kona, sem gengur undir nafninu Effie, hefur stigið fram og sakað leikarann Armie Hammer um andlegt og kynferðislegt ofbeldi í fjögurra ára sambandi þeirra. Samband þeirra stóð yfir með hléum á sama tíma og hann var giftur fyrrverandi eiginkonu sinni Elizabeth Chambers.

Óttast þriðju bylgjuna og skella í lás

Útgöngubann verður sett á í frönsku höfuðborginni París í ljósi þess að kórónuveirusmitum fer fjölgandi. Síðasta sólarhringinn greindust 35 þúsund í Frakklandi og verður gripið til sambærilegra aðgerða á fimmtán svæðum til viðbótar.

The Sun réði einka­spæjara til að fá upp­lýsingar um Meg­han

Breska götublaðið The Sun borgaði bandaríska einkaspæjaranum Daniel Hanks fyrir að sækja upplýsingar um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, á fyrstu stigum sambands hennar við Harry Bretaprins. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið í kvöld.

Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf.

Covid-kreppa Trump

Á meðan margir milljarðamæringar hafa hagnast gríðarlega síðustu misseri hefur öðrum ekki farnast jafn vel í heimsfaraldrinum sem nú gengur yfir.

Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu

Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu.

Botnvörpuveiðar taldar losa jafnmikið og flugsamgöngur

Allt að milljarður tonna af koltvísýringi losnar út í höf jarðar vegna botnvörpuveiða á ári, meira en losnar frá samgöngum út í loftið. Þetta er á meðal bráðabirgðaniðurstaðna nýrrar rannsóknar á hvernig þjóðir geta barist gegn loftslagsbreytingum og hruni vistkerfa hafsins.

Spánn fjórða Evrópu­ríkið til að lög­leiða dánar­að­stoð

Spænska þingið samþykkti í dag að heimila dánaraðstoð og líknardráp hjá sjúklingum sem glímt hafa við ólæknandi sjúkdóma til að gefa þeim möguleika á að binda enda á þjáningar sínar. Spánn verður þar með sjöunda ríki heims til að lögleiða dánaraðstoð og það fjórða í Evrópu.

Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana

Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs.

Pashinyan boðar til kosninga

Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, boðaði í morgun til þingkosninga í landinu sem eiga að fara fram 20. júní. Mikil spenna og óvissa hefur verið í armenskum stjórnmálum síðustu mánuði eftir hin vopnuðu átök Armena og Asera um Nagorno-Karabakh.

WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca

Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan.

Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“

Maður sem skaut átta til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árásum á þrjár mismunandi nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum í vikunni hefur verið ákærður fyrir átta morð. Hinn 21 árs gamli árásarmaður segist ekki vera rasisti.

Rússar kalla sendiherra sinn heim vegna ummæla Biden um Pútín

Stjórnvöld í Kreml hafa kalla rússneska sendiherrann í Bandaríkjunum heim til skrafs og ráðagerða vegna ummæla Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Vladímír Pútín, rússneski starfsbróðir hans, sé „morðingi“ sem muni súpa seyðið af því að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í haust.

Sóttvarnaaðgerðir ráðist ekki af veðri og vindum

Stjórnvöld ættu ekki að nota árstíðarskipti og hlýnandi veðurfar sem ástæðu til að slaka á sóttvarnaaðgerðum sem eiga að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Sérfræðingar segja að smitvarnir yfirvalda hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu veirunnar en veður eða loftgæði.

Forseti Tansaníu látinn 61 árs að aldri

John Magufuli, forseti Tansaníu, lést í gær 61 árs að aldri. Varaforseti landsins greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í dag og sagði Magufuli hafa dáið á spítala í Dar es Salaam, stærstu borg landsins, eftir glímu við bráð hjartavandamál.

James Levine látinn

James Levine, fyrrverandi tónlistarstjóri Metropolitan-óperunnar í New York, er látinn 77 ára að aldri. Hann lést þann 9. mars síðastliðinn en New York Times greinir frá.

ESB íhugar að banna útflutning á bóluefni til Bretlands

Evrópusambandið hótaði því að banna útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni til Bretlands til að tryggja sem flesta skammta fyrir sína eigin þegna. Sambandið er ósátt við hversu fáir skammtar af bóluefni AstraZeneca sem samið var um hafa verið afhentir til þessa.

Banna föngun fugla í límgildrur

Evrópudómstóllinn hefur ákveðið að banna alfarið föngun fugla með því að bera lím á trjágreinar, jafnvel þótt um sé að ræða gamla veiðihefð. Stjórnvöld í Frakklandi bönnuðu aðferðina í fyrra en ákvörðuninni var harðlega mótmælt af veiðimönnum.

Kveikja á hreyflum nýrrar eldflaugar annað kvöld

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) stefnir á að gera enn eina tilraunina með hreyfla eldflaugarinnar Space Launch System sem hönnuð hefur verið til að senda menn til tunglsins og til Mars. Þróunarvinnan hefur þó dregist verulega og kostað mun meira en til stóð.

McConnell varar við „sviðinni jörð“ í öldungadeildinni

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, varaði Demókrata í gær við því að Repúblikanar myndu skilja eftir sig sviðna jörð ef reglan um aukin meirihluta verði felld niður. Joe Biden, forseti, segist styðja að breyta reglunni til fyrra horfs.

58 látnir eftir árás víga­manna í Níger

Tugir óbreyttra borgara eru látnir eftir árás hóps vígamanna í Níger síðdegis á mánudag. Talsmaður nígerskra stjórnvalda segir að vígamennirnir hafi verið á bifhjólum og ráðist á fólkið þar sem það var á leið heim af markaði í Banibangou, nærri landamærunum að Malí.

Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump

Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta.

Hollendingar að kjör­borðinu í skugga heims­far­aldurs

Kjörstöðum í Hollandi verður lokað í kvöld, en þingkosningar hafa staðið yfir í landinu síðan á mánudag. Forsætisráðherra landsins til tíu ára, hinn 54 ára Mark Rutte, sækist þar eftir því að framlengja stjórnartíð sína.

Prestar í uppreisn gegn Páfagarði

Samtök kaþólskra presta sem hafa lengi verið þyrnir í síðu vatíkansins, hafa lýst því yfir að meðlimir þeirra muni blessa samvist samkynja para, þvert á skipun forsvarsmanna kirkjunnar sem opinberuð var í gær.

Vígamenn sagðir hafa afhöfðað ung börn

Hjálparsamtökin Save the Children segja vígamenn hafa afhöfðað börn í norðurhluta Mósambík. Það hafi þeir gert við allt að ellefu ára gömul börn.

Filippus útskrifaður og kominn aftur til Windsor

Filippus prins, hertogi af Edinborg, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er kominn aftur í Windsor kastalann með Elísabetu Bretadrottningu. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir mánuði síðan, þann 16. febrúar, þar sem honum leið ekki vel.

Systir Kim segir Biden að valda ekki vandræðum

Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn hans tóninn í morgun. Hún sagði Biden að forðast það að valda usla, ef hann vildi sofa vel næstu fjögur árin.

Sjá næstu 50 fréttir