Fleiri fréttir

Telja að um 90.000 heilbrigðisstarfsmenn hafi veikst í faraldrinum

Að minnsta kosti 90.000 heilbrigðistarfsmenn hafa smitast af Covid-19-sjúkdómnum í kórónuveirufaraldrinum um allan heim. Fjöldinn gæti þó verið allt að tvöfalt meiri, að mati Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN). Víða hefur heilbrigðisstarfsfólk skort hlífðarbúnað.

Skutu nýrri eldflaug og nýju geimfari á loft

Kínverjar skutu nýrri kynslóð eldflauga á loft í fyrsta sinni í gær. Þessi eldflaug á að bera menn og nýja geimstöð á braut um jörðu, sem og geimför til mars.

Ekkert bendi til veikinda hjá Kim Jong-un

Suður-kóreska leyniþjónustan segir engar vísbendingar vera um að leiðtogi Norður-Kóreu sé alvarlega veikur, eða þá að hann hafi gengist undir hjartaaðgerð.

Órökstuddar fullyrðingar um að veiran sé manngerð

Kínverjar segja ummæli Bandaríkjastjórnar um að kórónuveiran hafi verið sköpuð á tilraunastofu í Wuhan-borg út í hött. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir ekkert benda til þess að sú sé raunin.

Milljarðar gætu búið við þrúgandi hita fyrir 2070

Allt að þrír milljarðar jarðarbúa gætu búið á stöðum þar sem hiti verður nær óbærilegur vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna fyrir árið 2070. Meðalhiti þar sem stór hluti mannkyns býr gæti þá verið yfir 29 gráðum.

WHO hvetur ríki heims til að rannsaka gömul sýni

Christian Lindmeier, talsmaður stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í Genf í gær að það hefði ekki komið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á óvart að eitt af tuttugu og fjögur sýnum sem voru tekin úr lungabólgusjúklingum í Frakklandi í desember hefði reynst jákvætt fyrir Covid-19.

Telja að tilslakanir geti tvöfaldað fjölda látinna

Sérfræðingar í Bandaríkjunum telja að tilslakanir sumra ríkja í Bandaríkjunum og þau áhrif sem það muni hafa á útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi muni leiða til þess að fjöldi látinna geti tvöfaldast frá fyrri spám.

Aðgerðum aflétt víðs vegar um heiminn í dag

Fleiri ríki en Ísland slökuðu á aðgerðum sínum gegn kórónuveirunni í dag. Jafnt á Þýskalandi sem á Indlandi voru verslanir, veitingastaðir og ýmislegt annað opnað á ný.

Loforð um að ljúga aldrei entist ekki lengi

Fyrsti opinberi blaðamannafundur upplýsingafulltrúa Hvíta hússins í 417 daga byrjaði á því að Kayleigh McEnany, sem er ný í starfi, hét því að ljúga ekki að blaðamönnum.

Trump rekur eftir­lits­mann sem gagn­rýndi stöðu heil­brigðis­kerfisins

Donald Trump Bandaríkjaforseti, ákvað í gær að færa einn hæst setta starfsmann heilbrigðisráðuneytisins til í starfi. Starfsmaðurinn reitti Trump til reiði í síðasta mánuði þegar hann birti skýrslu sem dró fram veikleika heilbrigðiskerfisins gagnvart kórónuveirufaraldrinum í ljós.

Kim mættur aftur til starfa

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mætti í gær á opnunarathöfn áburðarverksmiðju í útjaðri Pyongyang en hann hafði ekki sést opinberlega í tuttugu daga og héldu margir að Kim væri alvarlega veikur eða jafnvel fallinn frá vegna fjarveru sinnar.

Kanada bannar hríðskotavopn eftir versta fjöldamorð í sögu landsins

Sala á hríðskotarifflum verður bönnuð í Kanada í kjölfar mannskæðustu skotárásar í sögu landsins fyrir tveimur vikum. Justin Trudeau, forsætisráðherra, kynnti bannið í dag og sagði vopn að þessu tagi aðeins hönnuð til að drepa eins margt fólk og hægt er á sem skemmstum tíma.

Sjá næstu 50 fréttir