Fleiri fréttir

Klóna hunda og ketti í hundraðatali í Texas

Mörg hundruð manns hafa tekið á það ráð að láta klóna gæludýrin sín líkt og Dorrit Moussai­eff, fyrrverandi forsetafrú. Lauren Aston, hjá ViaGEn Pets, segir eftirspurn eftir klónun gæludýra vera að aukast.

Ör­laga­rík ljós­mynd úr flug­stjórnar­klefanum

Flugmaður kínverska flugfélagsins Air Guilin hefur verið settur í lífstíðarflugbann eftir að mynd af konu, sem tekin var í flugstjórnarklefa flugvélar undir hans stjórn, fór í mikla dreifingu á kínverskum samfélagsmiðlum.

Tyrkir gómuðu systur Baghdadi

Yfirvöld í Tyrklandi segja að hermenn hafi handsamað eldri systur Abu Bakr al-Baghdadi, látins leiðtoga Íslamska ríkisins

Gagnrýna „söguleg mistök“ Evrópusambandsins

Bandaríkjastjórn er ósátt við þá afstöðu Evrópusambandsins að opna ekki aðildarviðræður við Norður-Makedóníu og Albaníu. Búist var við því að aðildarviðræður yrðu opnaðar en leiðtogaráð ESB tók afstöðu gegn því á fundi sínum í október.

Kim sagður vilja funda aftur með Trump

Svo virðist sem einræðisherra Norður-Kóreu vilji funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember. Þetta sagði starfsfólk leyniþjónustu Suður-Kóreu við þarlenda þingnefnd í dag.

Enn tapar Trump fyrir dómi varðandi skattskýrslur

Áfrýjunardómstóll úrskurðaði saksóknurum sem krefjast skattskýrslna Trump Bandaríkjaforseta í vil. Fastlega er búist við því að forsetinn áfrýi alla leið til Hæstaréttar Bandaríkjanna.

Suður­kóreska þyrlu­flakið fundið

Björgunarsveitir hafa fundið flak sjúkraþyrlu sem hrapaði skömmu eftir flugtak við austurströnd Suður-Kóreu á föstudag. Landhelgisgæslan hefur tvær þyrlur sömu tegundar á leigu en þær hafa áður verið kyrrsettar vegna mannskæðra slysa.

Boris biðst afsökunar á Brexit frestun

Boris Johnsson, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins hefur beðist afsökunar á því að Bretum hafi ekki tekist að ganga úr Evrópusambandinu fyrir síðustu mánaðamót eins og stefnt hafði verið að.

Baulað á Bandaríkjaforseta á bardagakvöldi

Donald Trump Bandaríkjaforseti hlaut misgóðar viðtökur í Madison Square Garden-höllinni í New York í gærkvöldi þar sem hann var mættur til þess að fylgjast með UFC 244 bardagakvöldinu.

Kim Kielsen gekkst undir hjartaaðgerð

Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, gekkst undir hjartaaðgerð á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn á föstudag. Grænlenska forsætisráðuneytið segir aðgerðina hafa heppnast vel.

Ekkert lát á mótmælum í Hong Kong

Ekkert lát er á mótmælaöldunni í Hong Kong. Aðgerðarsinnar réðust í nótt að húnæði ríkissjónvarpsins í borginni og ollu þar miklum skemmdum.

Minnst 13 féllu þegar bílsprengja sprakk í Sýrlandi

Þrettán fórust þegar bílsprengja sprakk í borginni Tal Abyad í norðurhluta Sýrlands í dag. Þetta staðfestir varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Allir þeir sem létust voru almennir borgarar og talið er að tuttugu aðrir hafi særst.

Átök á Gaza hafin að nýju

Ísraelskar herflugvélar hófu árás á svæði þar sem hópar herskárra Palestínumanna héldu til á Gaza snemma á sunnudagsmorgunn.

Segir O‘Rour­ke hafa „hætt eins og hundur“

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O'Rourke hafi "hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O'Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta.

Sjá næstu 50 fréttir