Fleiri fréttir

Varar við því að borgarastyrjöld kunni að hefjast á ný

Á þeim átta árum sem liðin eru frá því að Suður-Súdan var veitt sjálfstæði frá Súdan hefur borgarastyrjöld lengst af geisað í landinu. Átök hafa geisað síðan árið 2013 en í lok október 2018 var samið um vopnahlé.

Gagnrýnin kom Trump á óvart

Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart.

Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum

Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja.

Stjórnarandstaðan í Sviss sækir í sig veðrið

Útlit er fyrir það að grænu stjórnmálaflokkarnir á Svissneska þinginu, Græni flokkurinn (GPS) og Frjálslyndi græni flokkurinn (GLP) hafi bætt við sig mestu fylgi í svissneski þingkosningum sem fram fóru í dag.

Banda­rískar her­sveitir fara frá Sýr­landi til vestur­hluta Írak

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju.

Afvopnaði nemanda og gaf honum faðmlag

Þann 17. maí á þessu ári gekk hinn átján ára gamli Angel Granados-Diaz inn í kennslustofu í Parkrose framhaldsskólanum vopnaður haglabyssu.

Fundur G7 verður ekki haldinn á golf­klúbbi Trump

Donald Trump er hættur við að halda næsta fund leiðtoga G7 ríkjanna í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu hans. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þar.

19 klukkustundir og 16 mínútur í loftinu

Ástralska flugfélagið Qantas lét reyna á lengsta farþegaflug heims í nótt þegar það flaug með 49 farþega um borð frá New York í Bandaríkjunum til Sydney í Ástralíu.

Johnson sendi bréf með beiðni um frestun

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sendi í kvöld bréf til Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann óskaði eftir frestun á útgöngu Breta.

Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag

Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á.

Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans

Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti.

Þúsundir tóku víkingaklappið í mótmælum í Beirút

Undanfarnar daga hafa tugir þúsunda íbúa Líbanon mótmælt á götum borga landsins. Um er að ræða einhver umfangsmestu mótmæli landsins í nokkur ár og er verið að mótmæla spillingu, efnahagsástandi landsins og miklu atvinnuleysi, svo eitthvað sé nefnt.

Þinghóparnir gætu tvístrast

Stund sannleikans rennur upp í dag fyrir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um hvort hann nær að koma útgöngusamningnum í gegnum breska þingið. Þrír hópar, sem skipta mestu máli, liggja nú yfir samningnum og gera upp hug sinn.

Trump segir Banda­ríkin stjórna olíunni í Mið-Austur­löndum

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu.

Allsherjarverkfall í Katalóníu

Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda.

Mjótt á munum á breska þinginu

Breska þingið greiðir atkvæði um nýjan útgöngusamning á morgun. Minnihlutastjórn Íhaldsflokksins reyndi í dag að afla samkomulaginu stuðnings.

Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu

Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.