Fleiri fréttir

Íran krefst verndar gegn Bandaríkjunum

Forseti Írans hefur tilkynnt að ríkið ætli tímabundið að hætta að framfylgja kjarnorkusamningnum vegna þvingana Bandaríkjamanna. Íranar vilja vernd gegn þvingununum annars ætli þeir að framleiða auðgað úran.

Af­glæpa­væða of­skynjunar­sveppi

Stjórnvöld í Denver borg í Bandaríkjunum hafa ákveðið að afglæpavæða ofskynjunarsveppi en borgarbúar samþykktu ályktun þess efnis í nótt með afar tæpum meirihluta í atkvæðagreiðslu.

Skammaði Breta fyrir mögulegt samstarf við Huawei

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skammaði Breta, einhverja helstu bandamenn Bandaríkjanna, þegar hann flutti ræðu í London í dag, vegna mögulegrar samvinnu þeirra við Kína og tæknirisann Huawei.

Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“

"Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári.

Asia Bibi komin til Kanada

Asia Bibi, kristin kona frá Pakistan sem hafði verið dæmd til dauða þar í landi fyrir guðlast er farin frá landinu.

Skaut táning sem var að leika sér með loftbyssur með vinum sínum

Fjölskylda fjórtán ára drengs sem skotinn var af lögregluþjóni í Oklahoma í mars, undirbýr nú lögsókn gegn lögreglunni vegna árásarinnar. Lögsóknin byggir á myndbandi úr vestismyndavél lögregluþjóna sem kallaðir voru til vegna unglinga sem voru að leika sér með loftbyssur í yfirgefnu húsi.

Unglingur tók fjóra gísla í Suður-Frakklandi

Vopnaður unglingur með tengsl við Gulvesta hreyfinguna í Frakklandi hefur leyst úr haldi fjóra gísla sem hann tók í verslun í Blagnac í Suður-Frakklandi á fimmta tímanum í dag.

Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest

Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi.

Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi

Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi.

Kosið í Danmörku 5. júní

Forsætisráðherrann tilkynnti um kjördag í ræðu á danska þinginu í dag. Skoðanakannanir benda til þess að miðhægristjórn hans gæti fallið.

Bjarga þarf skordýrum svo bjarga megi mannkyninu

Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann.

Sjá næstu 50 fréttir