Fleiri fréttir

Aðeins eitt fríblað fyrir Dani

Útgáfu danska fríblaðsins 24timer verður hætt í þessum mánuði. Eftir það verður aðeins eitt fríblað eftir á markaðnum, Metroxpress.

Frakkar boða vopnasendingar

Frakkar lýstu því yfir í gær að bæði þeir og Bretar vilji útvega sýrlenskum uppreisnarmönnum vopn, jafnvel þótt Evrópusambandið sé á móti því.

Fjöldamorðingjanum banað

Lögregluyfirvöld í New York fylki í Bandaríkjunum skutu 64 ára gamlan mann til bana í morgunsárið vestanhafs. Maðurinn banaði fjórum og særði tvo í tveimur aðskildum skotárásum í bæjunum Mohawk og Hermiker í fylkinu í gær.

Risasjónaukinn formlega vígður

Risasjónaukinn ALMA var formlega vígður á athöfn á afskekktum stað í Andesfjöllum í Chile í gær. Sjónaukinn, sem er samstarfsverkefni Evrópu, Norður-Ameríku og Austur-Asíu, er nú þegar kominn í notkun.

Jafnaðarmenn aftur til valda

Grænlenski jafnaðarmannaflokkurinn Siumut vann stórsigur í kosningum á þriðjudag. Aleqa Hammond verður nýr formaður landstjórnarinnar, fyrst kvenna.

Segir kosningarnar skrípaleik

Christina Fernandez, forseti Argentínu, segir þjóðaratkvæðagreiðsluna á Falklandseyjum vera skrípaleik, sem sviðsettur var í þágu Breta.

Enn hægt að kaupa risagos

Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, ætlar sér að áfrýja úrskurði dómara frá því á mánudag.

Frans I er nýr páfi

Argentínski kardínálinn Jorge Mario Bergoglio hefur verið kjörinn páfi.

Nýr páfi valinn

Svo virðist sem nýr páfi hafi verið valinn, en hvítan reyk leggur frá reykháfi Sixtínsku kapellunnar í Vatíkaninu.

Jörðin gleypti kylfing

Mark Mihal, 43 ára kylfingur, er á batavegi eftir að hafa fallið ofan í tæplega sex metra djúpa holu þegar jörðin féll undan fótum hans á golfvelli í Missouri fylki í Bandaríkjunum á föstudaginn.

Svartur reykur í Vatíkaninu

Reykurinn sem barst frá Sixtínsku kapellunni í Vatíkaninu eftir hádegi í dag var svartur. Líkt og í gærkvöldi og í morgun. Þegar reykurinn er svartur hafa kardínálarnir ekki komið sér saman um það hver verður næsti páfi. Þegar þeir hafa gert það kemur hvítur reykur frá skorsteininum.

Lét tveggja ára son sinn reykja marijúana

Rachelle Braaten, tuttugu og fjögurra ára gömul móðir í Washington í Bandaríkjunum, hefur verið ákærð fyrir að láta tæplega tveggja ára son sinn reykja marijúana.

Svartur reykur í annað sinn

Kardinálarnir hundrað og fimmtán komu aftur saman í Sixtínsku kapellunni í morgun til þess að greiða atkvæði um eftirmann Benedikts XVI páfa.

Þúsundir dauðra svína í drykkjarvatni Shanghai

Nær 6.000 dauð svín hafa fundist í Huangpu ánni sem rennur framhjá borginni Shanghai í Kína á undanförnum dögum. Ekki liggur ljóst fyrir hvaðan þessi svín kom né afhverju þau hafa drepist.

Kaþólska kirkjan í Los Angeles greiðir bætur vegna barnaníðs

Embætti erkibiskups kaþólsku kirkjunnar í Los Angeles í Bandaríkjunum ætlar að greiða nær 10 miljónir dollara, eða hátt í 1,3 milljarða kr., í skaðabætur til fjögurra manna sem prestur í kirkjunni misnotaði kynferðislega fyrir tæpum 30 árum síðan.

Vill eftirlit með klámvæðingu

Evrópuþingið samþykkti í gær ályktun um að útrýma staðalímyndum kynjanna í aðildarríkjum ESB. Ályktunin hefur verið gagnrýnd fyrir að fela í sér tilraun til að banna allt klám á internetinu.

Bíræfins tölvuglæpamanns leitað um allan heim

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur nú í þrjú ár leitað Svía sem hefur verið á flótta. Maðurinn, sem heitir Daníel Sundin, hefði átt að mæta fyrir dómara í Chicago í maí 2010 en hann er grunaður um 24 tölvubrot. Hann mætti hins vegar aldrei fyrir réttinn og þess vegna lýsti FBI eftir manninum um allan heim. Þrátt fyrir það hefur hvorki tangur né tetur fundist af honum.

Evrópuþingið hafnar klámbanni

Klám verður ekki bannað innan Evrópusambandsins þó reglur sem sporna við kynjuðum staðalímyndum hafi verið samþykktar.

Svartur reykur úr Sixtínsku kapellunni

Kardínálar í Vatíkaninu náðu ekki niðurstöðu í kjöri um nýjan páfa þegar það hófst í dag. Svartur reykur kom upp úr strompi Sixtínsku kapellunnar sem bendir til þess að niðurstaða sé ekki komin í málið. Kardínálarnir 115 munu kjósa fjórum sinnum á dag þar til 2/3 hluti þeirra er sammála um hver getur tekið við. Fráfarandi páfi er Benedikt sextándi en hann er fyrsti páfinn sem lætur af embætti í sexhundruð ár.

Heimurinn fylgist með reykháfnum

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá reykháfi Sixtínsku kapellunnar í Vatíkaninu, en þar hafa hundrað og fimmtán kardínálar komið saman til þess að velja eftirmanns Benedikts XVI á páfastól.

Miklar vetrarhörkur í Evrópu

Starfsemi á flugvellinum í Frankfurt, þriðja stærsta flugvelli í Evrópu, hefur verið skert í dag vegna mikillar snjókomu víðsvegar í norðvesturhluta Evrópu. Einungis ein af þremur flugbrautum eru opnar. Hundruðum flugferða hefur verið aflýst.

Hraðakstur olli dauða sex ungmenna

Annað tveggja ungmenna sem komust lífs af í bílslysi í Ohio í Bandaríkjunum segja bílstjórann hafa ekið á of miklum hraða. Slysið átti sér stað við bæinn Warren um 80 kílómetra suðaustur af Cleveland á sunnudaginn.

Kjörfundur hefst í Páfagarði

Kjörfundur hefst í Páfagarði í dag. Þar munu hundrað og fimmtán kardínálar, frá fjörutíu og átta löndum, koma saman í Sixtínsku kapellunni og hefja páfakjör með formlegum hætti.

Stór jarðskjálfti skók Los Angeles

Mikill ótti greip um sig meðal íbúa í Los Angeles þegar stór jarðskjálfti upp á 4,7 stig skók borgina í gærkvöldi. Hinsvegar er ekki vitað til að neinn hafi slasast í þessum skjálfta og eignartjón var óverulegt.

Sjá næstu 50 fréttir