Erlent

Jafnaðarmenn unnu stórsigur í grænlensku kosningunum

Jafnaðarmannaflokkurinn Siumut vann stórsigur í grænlensku þingkosningum sem haldnar voru í gærdag. Siumut fékk tæplega 43% og jók fylgi sitt um 16% frá kosningunum árið 2009.

Að sama skapi hefur stjórnarflokkurinn undir forystu Kuupik Kleist beðið afhroð í kosningum en þeir fengu rúmlega 34% atkvæða og töpuðu því 9% frá síðustu kosningum.

Auðlindamál voru aðalbaráttumálið í kosningunum en Siumut vill fara mun varlegar í þeim málum en stjórnarflokkurinn. Hefur Siumut m.a. hafnað skattaívilnunum til þeirra sem sótt hafa um leyfi til málmvinnslu á Grænlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×