Fleiri fréttir

Afrit af yfirheyrslum kviðdóms yfir Nixon gerðar opinberar

Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna hefur gert opinbert afrit af yfirheyrslu sérstaks kviðdóms yfir Richard Nixon þáverandi forseta Bandaríkjanna nokkru áður en hann hrökklaðist frá völdum vegna Watergate hneykslisins árið 1974.

Yfir þriðjungur Norðmanna vill segja sig úr EES

Þrjátíu og átta prósent Norðmanna vilja að Norðmenn segi sig úr Evrópska efnahagssvæðinu, en það er bandalag Norðmanna, Íslendinga og Lichtenstein um viðskiptasamninga við Evrópusambandið, og varðar einkum tollamál landanna þriggja við Bandalagið.

Segist ekkert hafa vitað

James Murdoch, einn helsti stjórnandi fjölmiðlaveldis föður síns, Ruperts Murdoch, ítrekaði í gær við yfirheyrslur hjá breskri þingnefnd að hann hefði ekkert vitað um glæpsamlegt atferli starfsfólks á fjölmiðlum fyrirtækisins.

Papademos leiðir Grikki

„Ég er ekki stjórnmálamaður en ég hef varið megninu af starfsævi minni í að hrinda í framkvæmd efnahagsstefnu stjórnvalda bæði í Grikklandi og Evrópu,“ sagði Lúkas Papademos, sem í dag tekur við embætti forsætisráðherra Grikklands af Georg Papandreú.

Íbúar gagnrýna stjórnvöld

Meðal þeirra húsa sem hrundu í jarðskjálfta í austanverðu Tyrklandi í gær voru tvö hótel sem skemmdust verulega í enn harðari jarðskjálfta á sömu slóðum fyrir rúmlega hálfum mánuði.

Skoða bann að fyrirmynd Íslands

Ríkisstjórn Noregs vill að aðstæður á nektardansstöðum í landinu verði rannsakaðar. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýrri aðgerðaráætlun í jafnréttismálum sem kynnt var í gær.

Svipti sig lífi eftir að enginn hlustaði

18 ára menntaskólanemi svipti sig lífi eftir að hafa birt 144 skilaboð á samskiptasíðunni Twitter. Í skilaboðunum lýsti Ashley Billasano meintri misnoktun og hvernig hún hafði talað fyrir daufum eyrum þegar hún bað um hjálp frá yfirvöldum.

Höfðu afskipti af fjöldamorðingja þegar hann var fjögurra ára

Lögregla og barnavernd í Noregi höfðu fyrst afskipti af Anders Behring Breivik, fjöldamorðingjanum í Útey, þegar hann var fjögurra ára gamall og aftur þegar hann var fimmtán ára gamall. Þetta kom fram í yfirheyrslum yfir honum hjá lögreglu, eftir því sem norska Dagbladet greinir frá. Litlar upplýsingar eru um atvikið þegar hann var fjögurra ára aðrar en þær að barnavernd vildi að hann yrði tekinn af heimili sínu. Málið týndist í kerfinu og hann var aldrei tekinn af heimilinu.

Skuldum vafinn kvennabósi

Conrad Murray var á mánudag fundinn sekur um að hafa valdið dauða poppgoðsins Michaels Jackson með gáleysi sínu af kviðdómi dómstólsins í Los Angeles. Hann á yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi. Murray er ekki allur sem hann er séður þótt fæstir efist um læknishæfileika hans.

Jarðskjálfti leggur hótel í rúst í Tyrklandi

Björgunarsveitir leita nú að tugum manna sem grafnir eru undir húsrústum eftir öflugann jarðskjálfta í austurhluta Tyrklands í gærkvöldi. Að minnsta kosti sjö manns fórust í skjálftanum sem mældist 5,6 á Richter.

Ekkert bólar á nýrri stjórn í Grikklandi

Enn bólar ekkert á nýrri þjóðstjórn í Grikklandi og raunar hefur einn af minni stjórnmálaflokkum landsins þegar gengið á dyr í samningaviðræðunum sem nú standa yfir.

Tíminn til að hemja hlýnun að renna út

„Við erum að stefna í ranga átt varðandi loftslagsbreytingar,“ segir Fatih Birol, aðalhagfræðingur Alþjóðlegu orkustofnunarinnar. Hann segist ekki bjartsýnn á að leiðtogar ríkja heims verði tilbúnir til að færa þær fórnir, sem þarf til að breyta um stefnu.

Erfið myndun þjóðstjórnar

Viðræður um myndun þjóðstjórnar í Grikklandi standa enn yfir. Um miðjan dag í gær gengu fulltrúar litla hægriflokksins Laos á dyr og var þá gert hlé á viðræðunum, sem hafa staðið yfir frá því á sunnudag. Þeim verður þó haldið áfram í dag.

14 ára stúlku haldið í eitt ár sem kynlífsþræl

Grunur leikur á að 14 ára stúlku hafi verið haldið sem kynlífsþræl í íbúð í Gautaborg í eitt ár. Stúlkan, sem lögreglan frelsaði fyrir um viku, segist hafa búið við hótanir, ofbeldi eða nauðganir á hverjum degi. Þrír karlar og ein kona eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þau neita öll sök.

NASA birtir myndir af smástirni

Smástirnið 2005 YU55 skaust framhjá jörðinni á rúmlega 48.000 kílómetra hraða í gær. YU55 var í einungis 324.600 kílómetra fjarlægð frá jörðinni - smástirnið var þannig nær jörðinni en tunglið.

Pedro og Buddy aðskildir

Forboðnar ástir finnast ekki einungis hjá mannfólkinu. Gæslumenn í dýragarðinum í Toronto uppgötvuðu fyrir nokkru að tvær karlkyns mörgæsir, þeir Pedro og Buddy, hefðu fellt hugi saman og ruglað reitum.

FIFA lúffar fyrir Englendingum og leyfir valmúann

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur dregið í land og ákveðið að leyfa Enska landsliðinu að bera valmúamerki á keppnistreyjum sínum í landsleik á móti Spáni um næstu helgi. Valmúamerkið nota Bretar í ákveðinn tíma á hverju ári til þess að minnast fallinna hermanna.

Stúdentar mótmæla í Lundúnum

Þúsundir stúdenta mótmæltu í Lundúnum í dag. Mótmælendurnir gengu í gegnum miðbæ Lundúna og í átt að Dómkirkju Páls Postula, en þar hafa mótmæli gegn auðvaldi og fjármálakerfinu farið fram síðustu vikur.

Segir ekki koma til greina að hætta við kjarnorkuáætlunina

Forseti Írans Mahmoud Ahmadinejad segir að ekki komi til greina að hnika um millimeter frá kjarnorkuáætlun landsins en Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna fullyrðir í nýrri skýrslu að íranar hafi framkvæmt leynilegar kjarnorkutilraunir.

Tíu þúsund dómínó-kubbar féllu

Það er ekki á hverjum degi sem þúsundir dómínó kubbar falla en á safni einu í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum á dögunum horfðu fjöldi gesta á tíu þúsund kubba falla á hliðina. Það voru bræðurnir Steve og Mike Perrucci sem eyddu yfir 15 klukkutímum í að raða kubbunum samviskulega upp. Þeir eru kallaði Dómínó-bræðurnir enda hafa þeir sérhæft sig í kubbunum síðustu ár. Í myndskeiðinu hér að ofan er hægt að sjá kubbana tíu þúsund hrynja. Ansi mögnuð sjón!

Heavy D látinn

Bandaríska rappstjarnan Heavy D lést í gær, 44 ára að aldri. Hann hné niður fyrir utan heimili sitt í Los Angeles og lést á spítala skömmu síðar.

Gat ekki klæðst en vann samt úti

Kona í Västerås í Svíþjóð, sem sagðist hvorki geta matast sjálf né klætt sig, fékk á sex ára tímabili greiddar fimm milljónir sænskra króna, jafngildi tæpra 90 milljóna íslenskra króna, í umönnunarbætur. Á þessu sama tímabili starfaði konan sem gengilbeina á veitingastað.

News of the World njósnaði um Vilhjálm Bretaprins

Mappa með sönnunargögnum úr njósnamálinu sem rekið er gegn útgefendum slúðurblaðsins News of the World sýna að Vilhjálmur Bretaprins var meðal þeirra einstaklinga sem blaðið njósnaði um.

Ný eyja að koma upp úr hafinu við Kanaríeyjar

Ný eyja er að koma upp úr hafinu undan ströndum Kanaríeyja. Neðanjarðareldgos hefur staðið yfir síðan í vor suður af eyjunni El Hierro og strókar úr gosinu ná nú upp undir yfirborð sjávarins.

Þúsundir hafa fallið í Sýrlandi

Átökin í Sýrlandi síðustu átta mánuði hafa kostað að minnsta kosti 3.500 manns lífið, samkvæmt nýjum tölum frá mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.

Ósátt við afskipti ríkisvalds

Sveitarstjórnarfólk í Danmörku frábýður sér ofríki þjóðþingsins í Kristjánsborg. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem Jótlandspósturinn fjallar um.

Á erfitt verk fyrir höndum

Lúkas Papademos verður að öllum líkindum forsætisráðherra nýju bráðabirgðastjórnarinnar í Grikklandi, sem næstu vikurnar þarf að koma í framkvæmd óvinsælum aðhaldsaðgerðum í tengslum við björgunarpakka ESB. Skipun stjórnarinnar er hins vegar ekki lokið, þar sem erfiðlega hefur gengið að manna ráðherrastöðurnar. Papademos er fyrrverandi aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Evrópusambandsins og var áður seðlabankastjóri Grikklands.

Cain mun ekki hætta við framboð

Forsetaframbjóðandinn Herman Cain segist ekki ætla að hætta við framboð sitt eftir að nokkrar konur stigu fram og lýstu óviðeigandi hegðun hans.

Berlusconi mun hverfa úr embætti

Forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, hefur tilkynnt að hann ætli að segja af sér um leið og efnahagsumbætur verða samþykktar á þinginu.

Sjá næstu 50 fréttir