Fleiri fréttir

Støre: Viðbrögð Kínverja vonbrigði

Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, segist hafa tilkynnt kínverskum stjórnvöldum að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð þeirra við því að Nóbelsnefndin norska hafi veitt Liu Xiaobo friðarverðlaun. Norska dagblaðið Aftenposten greinir frá því að Støre hafi sérstaklega varað Thorbjørn Jagland, formann nefndarinnar, við því að veita Liu Xiaobo friðarverðlaunin.

Landnemabyggðir rísa á ný

Ísraelsk yfirvöld hafa bundið enda á óformlegt bann við byggingu landnemabyggða í austurhluta Jerúsalem. Framkvæmdir á svæðinu höfðu legið niðri undanfarna mánuði en þær eru horn í síðu Palestínumanna, sem hefur fundist þrengt að sér í palestínska hluta borgarinnar.

Íbúar snúa heim eftir eðjuflóð

Íbúar ungverska bæjarins Kolontar eru á leið heim aftur eftir að eðjuflóð skall á bænum í síðustu viku. Stífla við úrgangslón álverksmiðju í nágrenninu brast og rauð eitureðja flæddi um nærliggjandi sveitir.

Morðkennsla fyrir Al Kaida á Vesturlöndum

Í veftímariti Al Kaida hryðjuverkasamtakanna sem ritað er á ensku er meðal annars að finna leiðbeiningar fyrir „rétt þenkjandi“ múslima á Vesturlöndum um hvernig best sé að drepa þá samborgara sína sem ekki játa rétta trú.

Smokkafargan á Samveldisleikum

Það var óvenjumikið brölt og vandræði í kringum Samveldisleikana þetta árið. Í Samveldisleikunum taka þátt fyrrverandi nýlendur og yfirráðasvæði Breska heimsveldisins sem fengu sjálfstæði hvert af öðru upp úr síðari heimsstyrjöldinni.

Hugulsamur þjófur

Prófessor við háskólann í Umeå í Svíþjóð varð fyrir miklu áfalli þegar skjalatösku hans var stolið. Hann orðaði það þannig að í töskunni hefði verið allt hans vit.

Rannsókn: Hávaði dregur úr bragðskyni fólks

Ný rannsókn hefur svipt hulunni af því afhverju matur um borð í flugvélum þykir oft bragð- og líflaus. Margir þekktir kokkar hafa glímt árum saman við þetta vandamál.

Christian Danaprins er fimm ára í dag

Christian prins í Danmörku fagnar fimm ára afmæli sínu í dag en hann er annar í röðinni að erfa dönsku krúnuna á eftir föður sínum Friðriki krónprins.

Mikið öngþveit ríkir á Kastrup flugvelli í dag

Mikið öngþveit ríkir nú á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn. Gífurlegur fjöldi Dana hefur ákveðið að taka sér frí erlendis næstu daga en vikulangt haustfrí í skólum landsins er að hefjast.

Ástandið í Afganistan fer versnandi

Ný skýrsla um ástand mála í Afganistan málar dökka mynd af ástandinu þar. Uppreisnarmönnum í liði Talibana fjölgar stöðugt og nú eru þeir orðnir umsvifamiklir í héruðum þar sem þeir hafa ekki verið áberandi áður.

Þvagprufa notuð til að greina krabbamein

Ný bresk rannsókn gefur fyrirheit um að með einföldu þvagprófi sé hægt að greina hverjir séu líklegir til að fá krabbamein í blöðruhálskirtli. BBC greindi frá þessu í gær.

Forsetinn lofar breytingum

Sebastian Pinera, forseti Síle, segir að aldrei framar muni stjórn landsins heimila það að fólk vinni við jafn ómannúðlegar aðstæður og námumennirnir 33 sem bjarga þurfti út úr lokuðum námugöngum eftir tveggja mánaða innilokun.

Chile, þetta er Ameríka, HJÁLP

Björgun námumannanna í Chile hefur vakið gleði og aðdáun um allan heim. Bæði eru mennirnir rómaðir fyrir þrautseigju sína og hugrekki og eins stjórnvöld fyrir dugnað í björgunaraðgerðunum.

Fágætt eintak af 1984 í Ástralíu

Fágætt eintak af fyrstu prentun á bókinni 1984 eftir George Orwell fannst á botninum á pappakassa fullum af bókum sem gefinn var góðgerðarsamtökum í Ástralíu.

Dálítið 2007

Við fyrstu sýn mætti halda að arkitektinn að þessu húsi væri krakki sem hefði verið að teikna trjáhús. Það getur svosem vel verið að það sé líka rétt.

Dansandi flugfreyjur -myndband

Flugfélagið Cebu Pacific á Filipseyjum býður upp á þá nýjung í flugvélum sínum að flugfreyjur og flugþjónar stíga dans meðan farið er yfir öryggisatriði.

Norsk skipafélög vilja vopnaða verði um borð

Æ fleiri norsk skipafélög vilja fá vopnaða verði um borð í skip sín til þess að verjast árásum sjóræningja. Mörg norsk skip hafa orðið fyrir árásum á Adenflóa undan ströndum Sómalíu.

Flugstjórinn lést við stýrið

Flugstjóri breiðþotu frá arabiska flugfélaginu Qatar Airways lést skömmu eftir flugtak frá Filipseyjum í gær. Vélin var á leið heim til Qatars.

Allir námumennirnir lausir úr prísund sinni

Fagnað var um gjörvallt Chile þegar síðasti námumaðurinn var hífður upp úr prísundinni þar sem 33 verkamenn hafa mátt dúsa síðustu 69 daga. Síðastur upp, rétt fyrir klukkan eitt í nótt, var verkstjórinn Luis Urzua, 54 ára og tók forseti Chile Sebastian Pinera á móti honum.

Björgunarafrek í eyðimörkinni

Björgun 33 námuverkamanna í Síle hefur gengið eins og í sögu. Fyrsti maðurinn var hífður upp aðfaranótt þriðjudags og í gærkvöld var meirihluti þeirra laus úr prísundinni. Þeir síðustu verða væntanlega komnir upp á yfirborð jarðar fyrir hádegi í dag.

Ný lög leyfa burtrekstur Rómafólks

Ný og harðari innflytjendalöggjöf var samþykkt af neðri deild franska þingsins á þriðjudag, en í því felast mörg umdeild ákvæði sem gera stjórnvöldum meðal annars kleift að reka Rómafólk, eða sígauna, úr landi.

Verndun hvala góð fyrir fiska

Úrgangur úr hvölum þjónar þeim tilgangi að bera næringarefni úr hafsdjúpum og upp á yfirborðið, og er því afar mikilvægur hringrás lífsins í höfunum. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum.

Öldungar hvetja til málfrelsis í Kína

Hópur aldraðra félaga í Kommúnistaflokki Kína krefst þess að hömlum verði létt af tjáningarfrelsi í landinu. Í bréfi sem þeir hafa ritað til þjóðþingsins segja öldungarnir að ritskoðun sú sem nú tíðkist í Kína sé bæði skömm og hneisa.

Sólgleraugu slá í gegn í björgunaraðgerðum

Björgunarðagerðirnar í Chile eru orðnar grundvallarþáttur í markaðssetningu á Oakley sólgleraugum, segir danska blaðið Jyllands Posten. Það var eftir því tekið þegar að Florencio Avalos, fyrsti námuverkamaðurinn sem bjargaðist úr prísundinni, kom upp úr námunni í nótt, að hann var með rándýr sólgleraugu frá Oakley.

23 menn komnir upp úr námunni

Nú eru 23 af þeim 33 námuverkamönnum, sem voru fastir í námu í Chile, komnir upp á yfirborðið, eftir því sem bresku fjölmiðlarnir Telegraph og BBC segja.

Engar myndatökur hér

Eiginkona Liu Xiaobos var sett í stofufangelsi á heimili þeirra í Peking eftir að honum voru veitt friðarverðlaun Nóbels. Þar er Liu Xia haldið í einangrun frá umheiminum.

Frumstæðir líkflutningar

Skæðasta vopn talibana gegn hermönnum NATO í Afganistan eru heimatilbúnar sprengjur sem þeir koma fyrir í vegköntum.

Læknar og hjúkkur með líknardrápi

Hópur lækna og hjúkrunarkvenna í Bretlandi hefur stofnað ný samtök sem berjast fyrir því að lögleiða líknardráp. Þau kalla sig Heilbrigðisstarfsfólk fyrir breytingum og eru fyrsti hópurinn úr þeirri stétt sem fer gegn gildandi lögum.

Sautján komnir upp

Fölskvalaus gleði ríkir nú í Chile þar sem hverjum námumanninum af öðrum er bjargað úr iðrum jarðar. Grátandi ættingjar taka á móti þeim og jafnvel harðbitnir fréttamenn fella tár.

Undarlegur kvennalisti

Breskir feministar eru slegnir yfir lista yfir 100 áhrifamestu konur landsins. Það voru ritstjórar 20 stærstu tímarita Bretlands sem völdu konur á listann.

Suu Kyi hunsar kosningar í Búrma

Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, segist ekki ætla að taka þátt í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fer í landinu í tuttugu ár. Suu Kyi hefur verið í stofufangelsi síðustu ár en hefur barist ötullega fyrir lýðræðislegum umbótum í landinu sem stjórnað er af herforingjum.

Námumennirnir koma upp einn af öðrum

Námumennirnir 33 frá Chile sem hafa verið fastir í iðrum jarðar á rúmlega 600 metra dýpi í rúma tvo mánuði eru farnir að koma upp á yfirborðið einn af öðrum.

Björgunaraðgerðir hafnar í Chile

Björgunaraðgerðir hófust í Chile í gærkvöldi þar sem ferja átti námuverkamennina 33 sem hafa verið innilokaðir neðanjarðar í 69 daga, upp á yfirborðið. Heimsbyggðin hefur fylgst náið með framvindunni og voru til dæmis um tvö þúsund fjölmiðlamenn á vettvangi í gær.

Leggur til milljarða sparnað í ríkisrekstri

Sir Phillip Green, eigandi Topshop verslunarkeðjunnar, telur að breska ríkið geti skorið niður um 20 milljarða sterlingspunda á ári án þess að segja upp einum einasta opinbera starfsmanni. Green skilaði í gær af sér skýrslu til

Þúsundir mótmæltu í París

Tugþúsundir mótmælenda örkuðu um götur Parísar í dag til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum franskra stjórnvalda á eftirlaunakerfinu þar í landi.

Björgunarhylkið tilbúið í Chile

Hylkið sem verður notað til að bjarga námumönnunum í Chile hefur nú verið sett upp og prófað. Vonast er til að fyrsti maðurinn náist upp á yfirborðið í kvöld.

Lítill frændi Keikós kom í heiminn

Seaworld sædýrasafninu í Flórída bættist nýr íbúi um síðustu helgi. Háhyrningskýrin Katina eignaðist þá kálf sem ekki hefur enn verið gefið nafn. Kálfurinn er rúmir tveir metrar og um 160 kíló. Hann er sextándi kálfurinn sem fæðist í Seaworld. Katina sem er 34 ára gömul hefur eignast sjö kálfa.

Að gera vont verra

Tuttugu og sex ára gamall maður er eftirlýstur í Washingtonríki eftir að hann stakk af úr lögreglubíl sem var að flytja hann í fangelsi. Eric Mitchell Lair var handjárnaður fyrir aftan bak.

Bunkar af brúðhjónum

Sunnudagurinn 10.10.10 var vinsæll hjá kærustupörum um allan heim til að festa ráð sitt. Nær allar kirkjur Íslands voru undirlagðar og það átti einnig við erlendis.

Sjá næstu 50 fréttir