Erlent

Sólgleraugu slá í gegn í björgunaraðgerðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Florencio Avalos steig fyrstur upp úr námunni. Með gleraugun sín að sjálfsögðu. Mynd/ AFP.
Florencio Avalos steig fyrstur upp úr námunni. Með gleraugun sín að sjálfsögðu. Mynd/ AFP.
Björgunarðagerðirnar í Chile eru orðnar grundvallarþáttur í markaðssetningu á Oakley sólgleraugum, segir danska blaðið Jyllands Posten. Það var eftir því tekið þegar að Florencio Avalos, fyrsti námuverkamaðurinn sem bjargaðist úr prísundinni, kom upp úr námunni í nótt, að hann var með rándýr sólgleraugu frá Oakley.

Tilgangurinn með sólgelraugunum er að verja námuverkamennina, sem hafa verið í myrkri vikum saman, frá sólarljósi. Sólgleraugun voru gjöf frá Oakley og voru send niður í námuna rétt áður en björgunaraðgerðir hófust.

Síðan þá hefur hver námuverkamaðurinn á fætur öðrum verið hífður upp úr námunni og hver með sín gleraugu. Þúsundir mynda hafa birst af þeim á vefsíðum víðsvegar um heiminn og hjá Oakley gleraugnafyrirtækinu una menn glaðir við sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×