Erlent

Flutti til Bandaríkjanna og fékk ríkisborgararétt 101 ári síðar

Gamla konan alsæl með plaggið sem staðfestir að hún sé bandarískur ríkisborgari.
Gamla konan alsæl með plaggið sem staðfestir að hún sé bandarískur ríkisborgari.

Eulalia Garcia Maturey fór yfir hið fræga Rio Grande fljót sem aðskilur Mexíkó og Texas, í fangi móður sinnar árið 1909. Hún var þá sex mánaða gömul.

Eulalia var því löngu komin til landsins þegar bandaríska ríkisstjórnin hóf að stemma stigu við straumi innflytjenda, aðallega frá Mexíkó, árið 1941. Eulalia bjó í Brownsville í Texas alla sína tíð og hafði ávallt dvalarleyfi í landinu.

Hún hafði þó aldrei sótt um að gerast bandarískur ríkisborgari fyrr en nú, 101 ári eftir að hún kom til landsins. Hún sótti því um með hjálp frænku sinnar og tók skriflegt próf um bandaríkin og sögu þeirra, sem þarf að ná til þess að eiga möguleika á ríkisborgararéttinum.

Hún stóðst prófið með sóma, enda búið lengur í landinu en flestir innfæddir. Aðspurð sagði Eulalia að fyrsta verk hennar sem bandarískur ríkisborgari verði að kjósa í þingkosningunum í nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×