Fleiri fréttir

Palestínumenn líta ekki við tilboði Ísraela

Palestínumenn hafa hafnað tilboði Ísraelsmanna um að láta tímabundið af framkvæmdum í landnemabyggðum á Vesturbakkanum. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraela sagðist vera reiðubúinn að láta af framkvæmdunum í ákveðinn tíma, ef leiðtogar Palestínu myndu viðurkenna tilvist Ísraels sem ríkis.

Lögregluþjónn fer í fangelsi

Grískur lögregluþjónn var í gær sakfelldur fyrir að hafa myrt fimmtán ára ungling með skotvopni í miðborg Aþenu síðla árs 2008. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi.

Grunur um mistök hermanna

Rannsókn verður gerð á því hvort bandarískir hermenn hafi valdið dauða breskrar konu, Lindu Norgrove, þegar þeir hugðust bjarga henni frá mannræningjum í Afganistan í síðustu viku.

Rándýrt málverk eftir Michelangelo uppgötvað

Talið er að búið sé að uppgötva eitt af merkilegustu málverkum listamannsins Michelangelos. Það er talið vera 190 milljóna sterlingspunda virði og einn merkasti listafundur aldarinnar, segir sérfræðingur í samtali við breska blaðið Daily Telegraph. Verðmæti listaverksins gæti jafngilt 33 milljörðum íslenskra króna.

Stofnfrumumeðferð hafin í Bandaríkjunum.

Fyrsta opinbera tilraunin til þess að nýta stofnfrumur við meðferð sjúklinga er hafin í Bandaríkjunum. Matvæla- og lyfjaeftirlitið gaf læknum í Atlanta heimild til þess að hefja notkun slikra fruma í meðferð við mænuskaða. Stofnfrumur geta komið í stað ýmissa fruma sem starfa í líkamanum, þar á meðal taugafruma.

Ísraelar bjóða áframhaldandi frystingu

Ísraelar hafa boðist til þess að framlengja frystingu á landnemabyggðum á Vesturbakkanum ef heimastjórn palestínumanna fellst á að viðurkenna Ísrael sem þjóðríki gyðinga.

Konur kaupa viljandi of lítil föt

Yfir helmingur 4000 breskra kvenna sem talað var við vegna nýlegrar könnunar viðurkenndi að hafa keypt á sig of lítil föt. Hugsunin er: „Þegar ég er búin að missa fimm kíló smellpassa þessar buksur á mig."

Hver var í alvöru fyrstur til tungslsins?

Það eru til allskonar samsæriskenningar um fyrstu ferð manna til tunglsins. Sú róttækasta gengur útá að það hafi verið svindl frá upphafi til enda. Menn hafi ekki komist til tunglsins ennþá.

Fjórða Salander bókin er tilbúin

Bróðir sænska rithöfundarins Stiegs Larsson hefur staðfest að til sé handrit að fjórðu bókinni um þau Lisbet Salander og Mikael Blomkvist.

Staðfestir viðræður við talibana

Hamid Karzai forseti Afganistans hefur staðfest að ríkisstjórn hans eigi í samningaviðræðum við talibana. Bandaríska dagblaðið Washington Post skýrði frá þessu í síðustu viku.

Kínverjar refsa Norðmönnum

Kínverjar hafa aflýst fundi með sjávarútvegsráðherra Noregs sem átti að halda á miðvikudag. Lisbeth Berg-Hansen ráðherra er nú í Sjanghæ til þess að heimsækja norska skálann á heimssýningunni sem þar stendur yfir.

Drottningin nefnir nýtt skip

Elísabet Englandsdrottning mun síðar í dag í Southampton nefna nýtt skemmtiferðaskip Cunard skipafélagsins, en skipið er nefnt í höfuðið á drottningunni. Skipið er 92 þúsund tonn og er næst stærsta skip sem félagið hefur látið smíða, og það þriðja sem skýrt er í höfuðið á drottningunni. 16 þilför eru á skipinu og er það smíðað í svokölluðum Art deco stíl sem var allsráðandi á þriðja áratug síðustu aldar.

Nasistabúningur kom frambjóðanda í bobba

Repúblikani sem er í framboði til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings er í bobba eftir að myndir birtust af honum í Nasistabúningi. Rich Lott er í framboði í Ohio en líkur á því að hann nái kjöri í nóvember eru taldar hafa minnkað stórlega eftir að myndirnar birtust.

Stíflan gæti brostið á hverri stundu

Sérfræðingar á vegum Evrópusambandsins keppast nú við að koma í veg fyrir annað eðjuflóð í Ungverjalandi. Sjö hafa þegar látist í Ungverjalandi eftir að úrgangslón við álverksmiðju í landinu brast og rauð eitureðjan flæddi um nærliggjandi sveitir.

Út undir bert loft í vikunni

Fyrstu námumennirnir af þeim 33 sem hafa verið lokaðir niðri í námugöngum síðan í ágúst eiga nú von á því að komast út undir bert loft á miðvikudaginn. Um helgina tókst að bora ný göng niður til þeirra en verið er að styrkja þau að innan með málmröri svo þau falli ekki saman.

Öllum farþegum bjargað

Eystrasaltsferjan Lisco Gloria stóð í ljósum logum úti af ströndum Þýskalands um helgina eftir að sprenging varð um borð. Flytja þurfti 236 manns frá borði.

Nýtt leðjuflóð óhjákvæmilegt

Óhjákvæmilegt er að stífla úrgangslóns við súrálverksmiðju í Ungverjalandi bresti með nýju flóði rauðrar eiturleðju, að því er haft er eftir Zoltan Illes, umhverfisráðherra Ungverjalands.

Gleðiganga í skugga blóðugra átaka

Serbneska lögreglan lenti í hörðum átökum við óeirðaseggi í Belgrad sem ætluðu að stöðva Gleðigöngu samkynhneigðra þar í borg.

Fyrsta myndin af feðgum í Norður-Kóreu

Norður-Kóreska sjónvarpið sýndi í gær í fyrsta skiptið myndir af leiðtoga landsins Kim Jong-Il ásamt syni hans Kim Jong-un en sá er talinn líklegur eftirmaður föður síns í starfi.

John Lennon minnst um allan heim

Hundruðir manna komu saman í Strawberry Fields í Central Park í New York í gær til þess að minnast sjötugs afmæli Bítilsins John Lennon samkvæmt frétt New York Post.

Öryggisverðir umkringja fangelsi Liu Xiaobo

Öryggisverðir umkringja fangelsið í Jin Zhou í Kína, þar sem friðarverðlaunahafa Nobels, Liu Xiaobo, er haldið föngnum. Ólíklegt er talið að hann viti að honum hafi verið veitt þessi virðulegustu friðarverðlaun í heimi.

Duglegir að lesa auglýsingapésa

Átta af hverjum dönskum heimilum leyfa að auglýsinga­póstur sé borinn til sín og á 99 prósent þeirra er pósturinn lesinn, samkvæmt könnun fyrir dönsku Neytendasamtökin.

Hættir sem þjóðaröryggisráðgjafi Obama

James Jones lætur störfum sem þjóðaröryggisráðgjafi Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, eftir helgi. Tom Donilon, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Obama, tekur við starfinu.

Kínverjar ósáttir vegna friðarverðlauna Nóbels

Kínverjar eru allt annað en sáttir við þá ákvörðun Nóbelsverðlaunanefndarinnar að veita andófsmanninum Liu Xiaobo friðarverðlaun nefndarinnar í ár. Sendiherra Norðmanna var kallaður á teppið í Peking skömmu eftir að greint var frá því að Xiaobo fengi verðlaunin í þetta sinn. Þá var lokað fyrir útsendingar vestrænna fjölmiðla um tíma í dag vegna verðlaunaveitingarinnar.

Tvö lík til viðbótar fundust

Alls létust sjö þegar leðja lak úr súrálsverksmiðju í Ungverjalandi í byrjun vikunnar. Tvö lík fundust í dag. Leðjan sem lak úr súrálsverksmiðjunni í Ungverjalandi er nú komin út í Dóná. Menn greinir á um hversu miklum skaða hún geti valdið.

Obama hvetur Kínverja til að sleppa Liu Xiaobo

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hvatti kínversk stjórnvöld í dag til þess að láta Liu Xiaobo, friðarverðlaunahafa Nóbels, lausan úr fangelsi. Xiaobo var dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir að hvetja til pólitískra umbóta og aukins tjáningar- og trúfrelsis.

Endurtaka siglingu Titanic

Það er næstum því uppselt í siglingu farþegaskipsins Balmoral sem á að sigla í kjölfar Titanic árið 2012 til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá slysninu mikla.

Liu Xiaobo fær friðarverðlaun Nóbels

Kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Þetta var tilkynnt í Osló í morgun. Liu situr nú í fangelsi í heimalandi sínu fyrir að hvetja til pólitískra umbóta og aukins tjáningar- og trúfrelsis.

Bygging sjúkrahúss í Árósum orðin að hneyksli

Mikið hneyksli er komið upp í tengslum við metnaðarfulla byggingu hátæknisjúkrahúss í Árósum. Byggingarverktakinn er gjaldþrota og munu danskir skattborgarar þurfa að borga 250 milljónir danskra króna eða um 5 milljarða króna sökum þess.

Ný ríkisstjórn mynduð í Hollandi, Wilders með

Beatrix Hollandsdrottning hefur beðið leiðtoga frjálslynda flokksins að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Stjórnin mun njóta stuðnings flokks Geert Wilders þar sem hún hefur ekki meirihluta á þingi Hollands.

Samkomulag talið í sjónmáli

Ísrael, AP Palestínumenn hafa fallist á tillögu Bandaríkjanna um að Ísraelar framlengi framkvæmdabann á landtökubyggðum um tvo mánuði, gegn því að þessir tveir mánuðir verði notaðir til þess að komast að samkomulagi um legu landamæra Ísraels og væntanlegs Palestínuríkis.

Eiturleðjan komin út í Dóná

Ungverjaland, AP Rauða eiturleðjan sem slapp úr úrgangslóni við súrálverksmiðju í Ungverjalandi hefur borist út í Dóná. Vonast er til að leðjan þynnist nægilega út í vatnsmiklu fljótinu svo skaðinn verði ekki mikill.

Mannvinur dregur sig í hlé

Desmond Tutu erkibiskup í Suður-Afríku tilkynnti í dag að hann hefði dregið sig í hlé frá opinberu lífi. Hann á 79 ára afmæli í dag.

Sjá næstu 50 fréttir