Erlent

Flugstjórinn lést við stýrið

Óli Tynes skrifar

Flugstjóri breiðþotu frá arabiska flugfélaginu Qatar Airways lést skömmu eftir flugtak frá Filipseyjum í gær. Vélin var á leið heim til Qatars. Aðstoðarflugmaðurinn tók við stjórn vélarinnar og lenti henni í Malasíu. Þar var lík flugstjórans tekið frá borði og skipt um áhöfn áður en haldið var áfram.

Bresk flugmálayfirvöld segja að á síðasta ári hafi það þrjátíu og tvisvar sinnum komið fyrir að aðstoðarflugmenn þurftu að taka við stjórninni vegna veikinda flugstjóra. Ástæðurnar voru ýmsar, svosem matareitrun, magaverkir og yfirlið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×