Erlent

Námumennirnir koma upp einn af öðrum

Mario Espina, var annar í röðinni.
Mario Espina, var annar í röðinni.

Námumennirnir 33 frá Chile sem hafa verið fastir í iðrum jarðar á rúmlega 600 metra dýpi í rúma tvo mánuði eru farnir að koma upp á yfirborðið einn af öðrum.

Fimm hefur verið bjargað nú þegar en björgunaraðgerðir hófust í nótt. Hífa þarf mennina einn af öðrum innan í sérsmíðuðu hylki upp þrönga holu sem boruð var niður til þeirra. Aðgerðin hófst á því að einn björgunarmaður var sendur niður til mannanna og um klukkan þrjú að íslenskum tíma kom sá fyrsti, Florencio Avalos, upp með hylkinu.

Björgunarmenn telja að þeir ættu að geta náð einum námamanni upp á hverjum klukkutíma, þannig að allt í allt gæti aðgerðin tekið á annan sólarhring.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×