Erlent

Hugulsamur þjófur

Óli Tynes skrifar
Þjófurinn afritaði öll skjöl í tölvunni.
Þjófurinn afritaði öll skjöl í tölvunni.

Prófessor við háskólann í Umeå í Svíþjóð varð fyrir miklu áfalli þegar skjalatösku hans var stolið. Hann orðaði það þannig að í töskunni hefði verið allt hans vit. Þar var tölvan hans með mikilvægum gögnum, allskonar pappírar og veski með ökuskírteini og öllum hans kortum.

Viku síðar fékk hann skjalatöskuna sína aftur. Með öllu sem hafði verið í henni, nema fartölvunni. En í töskunni var einnig umslag með minniskubbum. Á þá hafði þjófurinn samviskusamlega afritað öll þau gögn sem í tölvunni voru.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×