Erlent

Meirihluti námumannanna í Síle útskrifaðir af sjúkrahúsi í dag

Þrír af námamönnunum í Síle sem bjargað var í fyrradag hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og fengu að fara heim í gærkvöldi. Talið er að meirihlutinn af þeim 30 sem enn eru á sjúkrahúsi fái að fara heim í dag.

Í frétt á BBC er haft eftir læknum að þremenningarnir séu ótrúlega vel á sig komir. Þeir þurfi aðeins að passa sig á því að nota sólgleraugu utandyra fyrst kastið.

Í fyrstu var talið að mennirnir yrðu á sjúkrahúsinu í að minnsta kosti tvo daga. Sumir hafa hinsvegar notað sjúkrahúsvistina til að lagfæra ýmsa kvilla þar á meðal að láta gera við mikið skemmdar tennur. Einhverjir munu dveljast áfram á sjúkrahúsinu vegna veikinda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×