Erlent

Dansandi flugfreyjur -myndband

Óli Tynes skrifar
Flugvélar Cebu eru ekki síður líflegar en flugliðarnir.
Flugvélar Cebu eru ekki síður líflegar en flugliðarnir.

Flugfélagið Cebu Pacific á Filipseyjum býður upp á þá nýjung í flugvélum sínum að flugfreyjur og flugþjónar stíga dans meðan farið er yfir öryggisatriði. Dansinn er stiginn við söng Lady Gaga. Talsmaður flugfélagsins segir að þetta mælist vel fyrir og sé í raun gott fyrir flugöryggi.

Meirihluti farþega hlusti ekkert á hefðbundnar tilkynningar um sætisólar, tölvunotkun og þessháttar. Dans og söngur fari hinsvegar ekki framhjá neinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×