Fleiri fréttir Loksins fékk draumurinn vængi Fyrsta flug nýju Boeing 787 Dreamliner þotunnar í gær tókst með ágætum vel. Ýmsar tafir ollu því að það var tveimur árum á eftir áætlun. 16.12.2009 10:17 ABBA tekur sæti í Frægðarhöllinni Sænsku poppsveitinni ABBA mun hlotnast sæti í Frægðarhöll rokksins, eða Rock and Roll Hall of Fame, á næsta ári. Valnefnd frægðarhallarinnar tilkynnti þetta í gær. 16.12.2009 08:18 Fyrrum mafíuforingi handtekinn fyrir ölvun Mafíósinn Henry Hill, sem Ray Liotta gerði ódauðlegan í kvikmyndinni Goodfellas, var handtekinn fyrir ölvun í St Louis í Kaliforníu á sunnudaginn. 16.12.2009 07:55 Tugþúsundir flýja heimili vegna eldsumbrota Um það bil 50.000 Filippseyingar flýja nú heimili sín vegna jarðhræringa sem taldar eru boða gos úr kröftugasta eldfjalli eyjanna. 16.12.2009 07:53 Tveir Bretar féllu í Afganistan Tveir breskir hermenn létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás talíbana í Helmand-héraðinu í Afganistan í gær. Sprengjumennirnir komu akandi á bifhjóli upp að herflokki á eftirlitsferð og sprengdu sig í loft upp. 16.12.2009 07:33 Kínverjar byggja lengstu brú heims Kínverjar hafa hafist handa við að smíða brú sem verður sú lengsta í heimi og teygir sig milli Hong Kong og Macau, alls 50 kílómetra vegalengd, þar af 35 kílómetrar yfir hafi. 16.12.2009 07:31 Skaut rakettu að bæjarstarfsmanni Maður var handtekinn í bænum Nørresundby á Norður-Jótlandi eftir að hann skaut stórri rakettu að bæjarstarfsmanni sem hafði nýlokið við að saga niður tré við götuna. Sá, sem rakettunni skaut, var staddur á svölum íbúðar sinnar og var að sögn lögreglu ósáttur við að bæjaryfirvöld hygðust fjarlægja tréð. 16.12.2009 07:30 Frá Guantanamo til Illinois Margir þeirra fanga, sem enn eru í haldi í fangabúðum Bandaríkjahers í Guantanamo á Kúbu, verða fluttir í hámarksöryggisfangelsi í Illinois. 16.12.2009 07:28 Milljón Bretar á sjúkrahús vegna drykkju Tæplega milljón breskir ofdrykkjumenn voru lagðir inn á sjúkrahús árið 2008 vegna ýmissa kvilla sem tengdust drykkjunni. Slíkum tilfellum hefur fjölgað um helming síðan árið 2004 ef marka má svar við fyrirspurn sem lögð var fram á breska þinginu nýlega. 16.12.2009 07:25 Svínaflensan með mildari faröldrum Svínaflensan alræmda virðist ætla að verða einn mildasti heimsfaraldur sem sögur fara af. Um þetta eru breskir og bandarískir vísindamenn sammála. 16.12.2009 04:15 Enginn heimsendir enn Öreindahraðall evrópsku kjarnarannsóknastofnunarinnar CERN í Sviss hefur framkallað meira en 50 þúsund árekstra öreinda á hærra orkustigi en nokkru sinni hefur þekkst frá því hann var tekinn í notkun á ný í síðasta mánuði. 16.12.2009 02:00 Olli jarðskjálfta með djúpborun Jarðfræðingurinn Markus Häring sætir nú málaferlum í Sviss fyrir að hafa valdið nokkrum jarðskjálftum með tilraunum sínum með djúpboranir árið 2006. 16.12.2009 01:00 Notar kókoshnetur til skjóls Ástralskir vísindamenn hafa fundið kolkrabbategund í Indónesíu sem safnar kókoshnetuskeljum og notar þær til að skýla sér. Þetta er líklega í fyrsta sinn sem hryggleysingi sést nota verkfæri. 16.12.2009 00:45 Uppruni risaeðlanna í Suður-Ameríku Nýjar rannsóknir á risaeðlusteingervingum, sem fundust í Nýju-Mexíkó, hafa aukið til muna skilning vísindamanna á uppruna og þróun þessara stóru lífvera. 16.12.2009 00:45 Nokkrir sendir til Illinoisríkis Lítið notað ríkisfangelsi í sveitahéruðum Illinois verður notað til að hýsa nokkra fanga sem Bandaríkjaher hefur haldið árum saman án dóms og laga í Guantanamo-búðunum á Kúbu. 16.12.2009 00:45 Hraunfljótið ógnar íbúum Mayon er virkasta eldfjallið á Filippseyjum. Fyrir fjórum árum þurftu þrjátíu þúsund manns að flýja að heiman þegar eldgos hófst í fjallinu. Annað eldgos árið 1993 kostaði 79 manns lífið. 16.12.2009 00:30 Fasteignajöfur lætur til sín taka á uppboði Auðmaður ryksugar upp eignir í stærsta nauðungaruppboði sögunnar segir í fyrirsögn vefútgáfu Berlingske Tidende í Danmörku í gær. 16.12.2009 00:15 Árásarvopn selst eins og heitar lummur Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu hefur sent stuðningsmönnum sínum orðsendingu þar sem hann þakkar þeim fyrir hlýhug eftir árásina sem hann varð fyrir í Milanó um síðustu helgi. 15.12.2009 15:41 British Airways vill lögbann á verkfall British Airways hefur farið framá að lögbann verði sett á tólf daga verkfall sem flugfreyjur þess hafa boðað frá 22 desember til annars janúar. 15.12.2009 15:19 Tugþúsundir flýja eldfjall á Filipseyjum Yfirvöld á Filipseyjum byrjuðu í dag að flytja um fimmtíu þúsund manns í Albay héraði þar sem eldfjallið Mayon er talið um það bil að gjósa. Það er um 500 kílómetra sunnan við höfuðborgina Manila. 15.12.2009 14:35 Ráðstefnugestir úti í kuldanum Þáttakendur á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn eru ekki allir hrifnir af skipulagi hennar. 15.12.2009 12:03 Fjölskyldan er númer eitt sagði Tiger þá Sky fréttastofan breska hefur ákveðið að flýta birtingu viðtals við kylfinginn Tiger Woods þar sem hann segir að fjölskyldan sé númer eitt hjá honum og golfið í öðru sæti. 15.12.2009 11:08 Þúsundir fluttir vegna sprengihættu Þúsundir manna hafa verið fluttir frá heimilum sínum í Columbus í, Ohio í Bandaríkjunum vegna gasleka sem óttast er að geti valdið gífurlegri sprengingu. 15.12.2009 09:46 Kyoto verður áfram leiðarljós í Kaupmannahöfn Þróunarlöndin hafa snúið aftur að samningaborðinu í Kaupmannahöfn en fulltrúar þeirra gengu út af loftslagsráðstefnunni í gær. 15.12.2009 09:24 „Flögudíler“ rekinn úr skóla Tólf ára gömlum dreng hefur verið vikið tímabundið úr skóla í Liverpool fyrir að selja skólafélögum sínum kartöfluflögur. Breska blaðið Liverpool Echo greinir frá þessu en strákurinn seldi flögupokann með fimmtíu pensa álagningu. 15.12.2009 08:30 Fimm létust í sprengingu í Kabúl Fimm eru látnir hið minnsta og tugir særðir eftir að maður sprengdi sjálfan sig í loft upp í Kabúl höfuðborg Afganistan í morgun. Á meðal þeirra sem létust voru lífverðir fyrrverandi varaforseta landsins Ahmed Zhia Massoud. Sprengingin varð rétt áður en forseti landsins Hamid Karzai átti að halda opnunarræðuna á þriggja daga ráðstefnu sem ætlað er að fjalla um spillingu í landinu. 15.12.2009 08:19 Forskot íhaldsmanna minnkar Ný könnun sýnir að forskot breska Íhaldsflokksins á Verkamannaflokkinn hefur ekki verið minna í heilt ár. Breska blaðið Guardian lét fyrirtækið ICM gera könnunina og kemur í ljós að forskot íhaldsmanna er aðeins níu prósent, en minni munur hefur ekki mælst í könnunum frá því í desember 2008. Blaðið telur ljóst að þetta auki líkurnar á því að Gordon Brown forsætisráðhera Breta boði til kosninga fyrr en seinna. 15.12.2009 08:17 Árásarmaður Berlusconis fyrir rétt í dag Maðurinn sem henti styttu af dómkirkjunni í Mílanó í andlitið á Silvio Berlusconi forseta Ítalíu verður dreginn fyrir rétt síðar í dag. Massimo Tartaglio er ákærður fyrir að valda opinberum embættismanni skaða og gæti hann átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi. Atvikið vakti mikla athygli en Berlusconi blóðgaðist nokkuð þegar styttan kom fljúgandi auk þess sem tvær tennur brotnuðu. Hann verður frá vinnu um tíma vegna þessa. 15.12.2009 08:08 Verkfall yfirvofandi hjá British Airways Flugliðar hjá British Airways hafa samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall fyrir jól náist ekki samkomulag í vinnudeilu þeirra við fyrirtækið. Tekist er á um niðurskurðaráætlanir sem gera ráð fyrir fækkun flugmanna og breytingum á launasamningum. 15.12.2009 08:05 Hitabeltisstormurinn Mick fór yfir Fiji Þrír eru látnir í það minnsta á eyjunni Viti Levu, sem er stærsta eyja Fiji eyjaklasans í Kyrrahafinu, eftir að hitabeltisstormurinn Mick fór þar um. Rafmagnslaust er á eyjunum og þurftu þúsundir eyjaskegga að flýja heimili sín og í sérstök stormskýli. Miklir vatnavextir fylgdu veðrinu en Mick er fyristi stormur sumarsins sem er nýgengið í garð á þessum slóðum. Mick stefnir nú hraðbyri að eyjunni Tonga þar sem menn búa sig undir hið versta. 15.12.2009 08:01 Sprengt í Bagdad Nokkrar bílsprengjur sprungu með stuttu millibili í Bagdad, höfuðborg Íraks í nótt. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og tugir slasaðir en sprengjurnar sprungu allar fyrir utan hið vígvarða Græna svæði. Ofbeldisverk hafa aukist í borginni upp á síðkastið og í síðustu viku létust 127 í svipaðri árás þar sem margar sprengjur sprungu með skömmu millibili og í október féllu 155 manns, einnig í röð sprengjuárása. 15.12.2009 07:59 Átök í Kristjaníu Til nokkura átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í Kaupmannahöfn í nótt þar sem Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur nú sem hæst. Mest voru lætin í Kristjaníu og beitti lögreglan táragasi gegn fólki og sveimuðu þyrlur yfir hverfinu sem í gegnum tíðina hefur oft verið vettvangur átaka á milli lögreglu og íbúa þess. 15.12.2009 07:02 Frelsi fagnað í einangrun Tugir þúsunda komu saman í Gasaborg í gær til að fagna 22 ára afmæli Hamas-samtakanna og sýna að samtökin njóti enn víðtæks stuðnings á Gasasvæðinu, þrátt fyrir að Ísrael haldi svæðinu í nánast algerri einangrun með viðvarandi fátækt. 15.12.2009 05:15 Milljarðamæringur í slaginn Milljarðarmæringurinn Sebastian Pineira fékk 44 prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninga í Síle á sunnudaginn. Hann þykir eiga góða möguleika á sigri í seinni umferðinni í janúar. 15.12.2009 04:00 Segir Obama blekkja araba Ayman Al Zawahri, sem enn er talinn vera næstæðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Al Kaída, segir Barack Obama Bandaríkjaforseta reyna að slá ryki í augu araba með yfirlýsingum um að hann ætli að reyna að koma friðarviðræðum af stað fyrir botni Miðjarðarhafs. 15.12.2009 00:30 Skipulögðu sjálfsvígsárás Ellefu manns voru sakfelldir á Spáni fyrir að hafa skipulagt sjálfsvígsárásir, sem hefðu orðið þær fyrstu í landinu. 15.12.2009 00:30 Jafnvægisuggi laskaðist aftur Annar jafnvægisuggi Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs laskaðist þegar hann rakst utan í bryggju í Vestmannaeyjum á mánudagskvöld. Gleymst hafði að taka uggann inn áður en skipið sigldi að. 15.12.2009 00:15 Hávaðarifrildi í Höfn Það er líklega óhætt að segja að allt hafi verið upp í loft í Kaupmannahöfn í dag. Átök milli lögreglu og mótmælenda ágerast eftir því sem líður á ráðstefnuna og fleiri þjóðarleiðtogar koma til Danmerkur. 14.12.2009 16:23 Draumurinn loks að rætast Stefnt er að því að Boeing 787 Dreamliner fari í sitt fyrsta reynsluflug á morgun. Það er um tveimur árum á eftir áætlun því stöðugar seinkanir hafa orðið á þróunarvinnu og smíði. 14.12.2009 15:51 Kínverskir andófsmenn á geðveikrahæli Andófsmenn í Kína sem krefjast mannréttinda eru lokaðir inni á geðveikrahælum í stórum stíl, að sögn fréttaritara Sky fréttastofunnar í Kína. 14.12.2009 15:38 Dýrkeyptur afmælisfagnaður Bandarísk kona sem drakk sig meðvitundarlausa þegar hún var að halda upp á tvítugsafmæli sitt hefur höfðað mál gegn sjúkrahúsi í Pennsylvaníu vegna þess að hún missti báða fætur í vímunni. 14.12.2009 14:18 Skyrpandi diplomat sendur heim Ungur kanadiskur diplomat hefur verið sendur heim frá Tanzaníu eftir að hafa hrækt á lögreglumann og blaðamann þar í landi. 14.12.2009 13:42 Þróunarlöndin gengu á dyr í Kaupmannahöfn Samninganefnd þróunarlandanna hefur gengið út af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Ástæðan er hreinn vítahringur. 14.12.2009 12:42 Engin merki um falsanir í stolnum tölvupóstum Fréttamenn Associated press skoðuðu 1.073 tölvupósta sem stolið var af vefþjóni East Anglia háskólans en hann hefur verið í fremstu röð stofnana sem lagt hafa til gögn í loftslagsumræðunni. 14.12.2009 12:02 Berlusconi nefbrotinn og marinn Silvio Berlusconi forsæltisráðherra Ítalíu er nefbrotinn og það brotnuðu úr honum tennur eftir að maður fleygði þungri myndastyttu í andlit hans á pólitískum fundi í Milanó í gærkvöldi. 14.12.2009 10:17 Sjá næstu 50 fréttir
Loksins fékk draumurinn vængi Fyrsta flug nýju Boeing 787 Dreamliner þotunnar í gær tókst með ágætum vel. Ýmsar tafir ollu því að það var tveimur árum á eftir áætlun. 16.12.2009 10:17
ABBA tekur sæti í Frægðarhöllinni Sænsku poppsveitinni ABBA mun hlotnast sæti í Frægðarhöll rokksins, eða Rock and Roll Hall of Fame, á næsta ári. Valnefnd frægðarhallarinnar tilkynnti þetta í gær. 16.12.2009 08:18
Fyrrum mafíuforingi handtekinn fyrir ölvun Mafíósinn Henry Hill, sem Ray Liotta gerði ódauðlegan í kvikmyndinni Goodfellas, var handtekinn fyrir ölvun í St Louis í Kaliforníu á sunnudaginn. 16.12.2009 07:55
Tugþúsundir flýja heimili vegna eldsumbrota Um það bil 50.000 Filippseyingar flýja nú heimili sín vegna jarðhræringa sem taldar eru boða gos úr kröftugasta eldfjalli eyjanna. 16.12.2009 07:53
Tveir Bretar féllu í Afganistan Tveir breskir hermenn létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás talíbana í Helmand-héraðinu í Afganistan í gær. Sprengjumennirnir komu akandi á bifhjóli upp að herflokki á eftirlitsferð og sprengdu sig í loft upp. 16.12.2009 07:33
Kínverjar byggja lengstu brú heims Kínverjar hafa hafist handa við að smíða brú sem verður sú lengsta í heimi og teygir sig milli Hong Kong og Macau, alls 50 kílómetra vegalengd, þar af 35 kílómetrar yfir hafi. 16.12.2009 07:31
Skaut rakettu að bæjarstarfsmanni Maður var handtekinn í bænum Nørresundby á Norður-Jótlandi eftir að hann skaut stórri rakettu að bæjarstarfsmanni sem hafði nýlokið við að saga niður tré við götuna. Sá, sem rakettunni skaut, var staddur á svölum íbúðar sinnar og var að sögn lögreglu ósáttur við að bæjaryfirvöld hygðust fjarlægja tréð. 16.12.2009 07:30
Frá Guantanamo til Illinois Margir þeirra fanga, sem enn eru í haldi í fangabúðum Bandaríkjahers í Guantanamo á Kúbu, verða fluttir í hámarksöryggisfangelsi í Illinois. 16.12.2009 07:28
Milljón Bretar á sjúkrahús vegna drykkju Tæplega milljón breskir ofdrykkjumenn voru lagðir inn á sjúkrahús árið 2008 vegna ýmissa kvilla sem tengdust drykkjunni. Slíkum tilfellum hefur fjölgað um helming síðan árið 2004 ef marka má svar við fyrirspurn sem lögð var fram á breska þinginu nýlega. 16.12.2009 07:25
Svínaflensan með mildari faröldrum Svínaflensan alræmda virðist ætla að verða einn mildasti heimsfaraldur sem sögur fara af. Um þetta eru breskir og bandarískir vísindamenn sammála. 16.12.2009 04:15
Enginn heimsendir enn Öreindahraðall evrópsku kjarnarannsóknastofnunarinnar CERN í Sviss hefur framkallað meira en 50 þúsund árekstra öreinda á hærra orkustigi en nokkru sinni hefur þekkst frá því hann var tekinn í notkun á ný í síðasta mánuði. 16.12.2009 02:00
Olli jarðskjálfta með djúpborun Jarðfræðingurinn Markus Häring sætir nú málaferlum í Sviss fyrir að hafa valdið nokkrum jarðskjálftum með tilraunum sínum með djúpboranir árið 2006. 16.12.2009 01:00
Notar kókoshnetur til skjóls Ástralskir vísindamenn hafa fundið kolkrabbategund í Indónesíu sem safnar kókoshnetuskeljum og notar þær til að skýla sér. Þetta er líklega í fyrsta sinn sem hryggleysingi sést nota verkfæri. 16.12.2009 00:45
Uppruni risaeðlanna í Suður-Ameríku Nýjar rannsóknir á risaeðlusteingervingum, sem fundust í Nýju-Mexíkó, hafa aukið til muna skilning vísindamanna á uppruna og þróun þessara stóru lífvera. 16.12.2009 00:45
Nokkrir sendir til Illinoisríkis Lítið notað ríkisfangelsi í sveitahéruðum Illinois verður notað til að hýsa nokkra fanga sem Bandaríkjaher hefur haldið árum saman án dóms og laga í Guantanamo-búðunum á Kúbu. 16.12.2009 00:45
Hraunfljótið ógnar íbúum Mayon er virkasta eldfjallið á Filippseyjum. Fyrir fjórum árum þurftu þrjátíu þúsund manns að flýja að heiman þegar eldgos hófst í fjallinu. Annað eldgos árið 1993 kostaði 79 manns lífið. 16.12.2009 00:30
Fasteignajöfur lætur til sín taka á uppboði Auðmaður ryksugar upp eignir í stærsta nauðungaruppboði sögunnar segir í fyrirsögn vefútgáfu Berlingske Tidende í Danmörku í gær. 16.12.2009 00:15
Árásarvopn selst eins og heitar lummur Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu hefur sent stuðningsmönnum sínum orðsendingu þar sem hann þakkar þeim fyrir hlýhug eftir árásina sem hann varð fyrir í Milanó um síðustu helgi. 15.12.2009 15:41
British Airways vill lögbann á verkfall British Airways hefur farið framá að lögbann verði sett á tólf daga verkfall sem flugfreyjur þess hafa boðað frá 22 desember til annars janúar. 15.12.2009 15:19
Tugþúsundir flýja eldfjall á Filipseyjum Yfirvöld á Filipseyjum byrjuðu í dag að flytja um fimmtíu þúsund manns í Albay héraði þar sem eldfjallið Mayon er talið um það bil að gjósa. Það er um 500 kílómetra sunnan við höfuðborgina Manila. 15.12.2009 14:35
Ráðstefnugestir úti í kuldanum Þáttakendur á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn eru ekki allir hrifnir af skipulagi hennar. 15.12.2009 12:03
Fjölskyldan er númer eitt sagði Tiger þá Sky fréttastofan breska hefur ákveðið að flýta birtingu viðtals við kylfinginn Tiger Woods þar sem hann segir að fjölskyldan sé númer eitt hjá honum og golfið í öðru sæti. 15.12.2009 11:08
Þúsundir fluttir vegna sprengihættu Þúsundir manna hafa verið fluttir frá heimilum sínum í Columbus í, Ohio í Bandaríkjunum vegna gasleka sem óttast er að geti valdið gífurlegri sprengingu. 15.12.2009 09:46
Kyoto verður áfram leiðarljós í Kaupmannahöfn Þróunarlöndin hafa snúið aftur að samningaborðinu í Kaupmannahöfn en fulltrúar þeirra gengu út af loftslagsráðstefnunni í gær. 15.12.2009 09:24
„Flögudíler“ rekinn úr skóla Tólf ára gömlum dreng hefur verið vikið tímabundið úr skóla í Liverpool fyrir að selja skólafélögum sínum kartöfluflögur. Breska blaðið Liverpool Echo greinir frá þessu en strákurinn seldi flögupokann með fimmtíu pensa álagningu. 15.12.2009 08:30
Fimm létust í sprengingu í Kabúl Fimm eru látnir hið minnsta og tugir særðir eftir að maður sprengdi sjálfan sig í loft upp í Kabúl höfuðborg Afganistan í morgun. Á meðal þeirra sem létust voru lífverðir fyrrverandi varaforseta landsins Ahmed Zhia Massoud. Sprengingin varð rétt áður en forseti landsins Hamid Karzai átti að halda opnunarræðuna á þriggja daga ráðstefnu sem ætlað er að fjalla um spillingu í landinu. 15.12.2009 08:19
Forskot íhaldsmanna minnkar Ný könnun sýnir að forskot breska Íhaldsflokksins á Verkamannaflokkinn hefur ekki verið minna í heilt ár. Breska blaðið Guardian lét fyrirtækið ICM gera könnunina og kemur í ljós að forskot íhaldsmanna er aðeins níu prósent, en minni munur hefur ekki mælst í könnunum frá því í desember 2008. Blaðið telur ljóst að þetta auki líkurnar á því að Gordon Brown forsætisráðhera Breta boði til kosninga fyrr en seinna. 15.12.2009 08:17
Árásarmaður Berlusconis fyrir rétt í dag Maðurinn sem henti styttu af dómkirkjunni í Mílanó í andlitið á Silvio Berlusconi forseta Ítalíu verður dreginn fyrir rétt síðar í dag. Massimo Tartaglio er ákærður fyrir að valda opinberum embættismanni skaða og gæti hann átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi. Atvikið vakti mikla athygli en Berlusconi blóðgaðist nokkuð þegar styttan kom fljúgandi auk þess sem tvær tennur brotnuðu. Hann verður frá vinnu um tíma vegna þessa. 15.12.2009 08:08
Verkfall yfirvofandi hjá British Airways Flugliðar hjá British Airways hafa samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall fyrir jól náist ekki samkomulag í vinnudeilu þeirra við fyrirtækið. Tekist er á um niðurskurðaráætlanir sem gera ráð fyrir fækkun flugmanna og breytingum á launasamningum. 15.12.2009 08:05
Hitabeltisstormurinn Mick fór yfir Fiji Þrír eru látnir í það minnsta á eyjunni Viti Levu, sem er stærsta eyja Fiji eyjaklasans í Kyrrahafinu, eftir að hitabeltisstormurinn Mick fór þar um. Rafmagnslaust er á eyjunum og þurftu þúsundir eyjaskegga að flýja heimili sín og í sérstök stormskýli. Miklir vatnavextir fylgdu veðrinu en Mick er fyristi stormur sumarsins sem er nýgengið í garð á þessum slóðum. Mick stefnir nú hraðbyri að eyjunni Tonga þar sem menn búa sig undir hið versta. 15.12.2009 08:01
Sprengt í Bagdad Nokkrar bílsprengjur sprungu með stuttu millibili í Bagdad, höfuðborg Íraks í nótt. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og tugir slasaðir en sprengjurnar sprungu allar fyrir utan hið vígvarða Græna svæði. Ofbeldisverk hafa aukist í borginni upp á síðkastið og í síðustu viku létust 127 í svipaðri árás þar sem margar sprengjur sprungu með skömmu millibili og í október féllu 155 manns, einnig í röð sprengjuárása. 15.12.2009 07:59
Átök í Kristjaníu Til nokkura átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í Kaupmannahöfn í nótt þar sem Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur nú sem hæst. Mest voru lætin í Kristjaníu og beitti lögreglan táragasi gegn fólki og sveimuðu þyrlur yfir hverfinu sem í gegnum tíðina hefur oft verið vettvangur átaka á milli lögreglu og íbúa þess. 15.12.2009 07:02
Frelsi fagnað í einangrun Tugir þúsunda komu saman í Gasaborg í gær til að fagna 22 ára afmæli Hamas-samtakanna og sýna að samtökin njóti enn víðtæks stuðnings á Gasasvæðinu, þrátt fyrir að Ísrael haldi svæðinu í nánast algerri einangrun með viðvarandi fátækt. 15.12.2009 05:15
Milljarðamæringur í slaginn Milljarðarmæringurinn Sebastian Pineira fékk 44 prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninga í Síle á sunnudaginn. Hann þykir eiga góða möguleika á sigri í seinni umferðinni í janúar. 15.12.2009 04:00
Segir Obama blekkja araba Ayman Al Zawahri, sem enn er talinn vera næstæðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Al Kaída, segir Barack Obama Bandaríkjaforseta reyna að slá ryki í augu araba með yfirlýsingum um að hann ætli að reyna að koma friðarviðræðum af stað fyrir botni Miðjarðarhafs. 15.12.2009 00:30
Skipulögðu sjálfsvígsárás Ellefu manns voru sakfelldir á Spáni fyrir að hafa skipulagt sjálfsvígsárásir, sem hefðu orðið þær fyrstu í landinu. 15.12.2009 00:30
Jafnvægisuggi laskaðist aftur Annar jafnvægisuggi Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs laskaðist þegar hann rakst utan í bryggju í Vestmannaeyjum á mánudagskvöld. Gleymst hafði að taka uggann inn áður en skipið sigldi að. 15.12.2009 00:15
Hávaðarifrildi í Höfn Það er líklega óhætt að segja að allt hafi verið upp í loft í Kaupmannahöfn í dag. Átök milli lögreglu og mótmælenda ágerast eftir því sem líður á ráðstefnuna og fleiri þjóðarleiðtogar koma til Danmerkur. 14.12.2009 16:23
Draumurinn loks að rætast Stefnt er að því að Boeing 787 Dreamliner fari í sitt fyrsta reynsluflug á morgun. Það er um tveimur árum á eftir áætlun því stöðugar seinkanir hafa orðið á þróunarvinnu og smíði. 14.12.2009 15:51
Kínverskir andófsmenn á geðveikrahæli Andófsmenn í Kína sem krefjast mannréttinda eru lokaðir inni á geðveikrahælum í stórum stíl, að sögn fréttaritara Sky fréttastofunnar í Kína. 14.12.2009 15:38
Dýrkeyptur afmælisfagnaður Bandarísk kona sem drakk sig meðvitundarlausa þegar hún var að halda upp á tvítugsafmæli sitt hefur höfðað mál gegn sjúkrahúsi í Pennsylvaníu vegna þess að hún missti báða fætur í vímunni. 14.12.2009 14:18
Skyrpandi diplomat sendur heim Ungur kanadiskur diplomat hefur verið sendur heim frá Tanzaníu eftir að hafa hrækt á lögreglumann og blaðamann þar í landi. 14.12.2009 13:42
Þróunarlöndin gengu á dyr í Kaupmannahöfn Samninganefnd þróunarlandanna hefur gengið út af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Ástæðan er hreinn vítahringur. 14.12.2009 12:42
Engin merki um falsanir í stolnum tölvupóstum Fréttamenn Associated press skoðuðu 1.073 tölvupósta sem stolið var af vefþjóni East Anglia háskólans en hann hefur verið í fremstu röð stofnana sem lagt hafa til gögn í loftslagsumræðunni. 14.12.2009 12:02
Berlusconi nefbrotinn og marinn Silvio Berlusconi forsæltisráðherra Ítalíu er nefbrotinn og það brotnuðu úr honum tennur eftir að maður fleygði þungri myndastyttu í andlit hans á pólitískum fundi í Milanó í gærkvöldi. 14.12.2009 10:17