Erlent

Milljón Bretar á sjúkrahús vegna drykkju

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tæplega milljón breskir ofdrykkjumenn voru lagðir inn á sjúkrahús árið 2008 vegna ýmissa kvilla sem tengdust drykkjunni. Slíkum tilfellum hefur fjölgað um helming síðan árið 2004 ef marka má svar við fyrirspurn sem lögð var fram á breska þinginu nýlega. Þetta táknar að af hverjum 100.000 íbúum Bretlands þurfi tæplega sextán hundruð á aðstoð fagfólks að halda vegna drykkjuvandamála. Talsmaður frjálslyndra demókrata á breska þinginu segir að ekkert nema stórtæk breyting á drykkjuvenjum Breta dugi til að snúa þessari þróun við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×