Erlent

Kínverjar byggja lengstu brú heims

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Tölvugerð mynd af nýju brúnni eins og hún mun líta út.
Tölvugerð mynd af nýju brúnni eins og hún mun líta út.

Kínverjar hafa hafist handa við að smíða brú sem verður sú lengsta í heimi og teygir sig milli Hong Kong og Macau, alls 50 kílómetra vegalengd, þar af 35 kílómetrar yfir hafi. Hluti af þessu mikla samgöngumannvirki verða 5,5 kílómetra löng neðansjávargöng en til samanburðar má geta þess að Hvalfjarðargöngin eru tæplega 5,8 kílómetri.

Brúin á að þola vindhraða yfir 50 metrum á sekúndu og fer umferð um hana eftir sex akreinum. Kínverjar hafa einnig gefið það út að endingartími brúarinnar eigi að vera minnst 120 ár.

Ekki er nema eitt og hálft ár síðan Kínverjar opnuðu 36 kílómetra langa brú yfir Hangzhou-flóann en það er sú lengsta í heimi sem er öll yfir sjó.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×