Fleiri fréttir

Gyðingamorðingja leitað

Lögreglan í Bandaríkjunum leitar nú logandi ljósi að brjálæðingnum Stephen Morgan en hann skaut og myrti Johannu Justin-Jinich sem var nemi í Háskólan Wesley í Middletown í Bandaríkjunum. Stephen skaut hana á bókakaffihúsi en áður hafði hann sent henni óhugnalega tölvupósta.

Vilja ekki að Dalai Lama verði heiðursborgari í París

Kínversk stjórnvöld hafa varað þau frönsku við að gera Dalai Lama að heiðursborgara í París. Þau segja að það myndi vekja mikla reiði hjá kínversku þjóðinni. Dalai Lama kemur í heimsókn til Íslands í sumar.

Plataði fjölmiðla með færslu á Wikipedia

Írskur námsmaður falsaði tilvitnun í franskt tónskáld á vefsíðunni Wikipedia til þess að sýna framá að það geti verið varasamt að treysta upplýsingum á netinu. Fjölmargir virtir fjölmiðlar notuðu tilvitnunina.

Framleiðandi hraðamyndavéla nappaður á 160

Framkvæmdastjóri breska fyrirtækisins Serco var sviptur ökuleyfi í sex mánuði eftir að hafa verið gripinn á rúmlega 160 kílómetra hraða á Volvo-bifreið sinni í Suffolk.

Stærsta fölsunarmál innflytjendapappíra í sögu Bretlands

Þrír Indverjar eru nú fyrir rétti í Bretlandi, ákærðir fyrir að falsa hundruð umsókna um vegabréfsáritanir og selja ólöglegum innflytjendum. Er hér um að ræða umfangsmesta fölsunarmál slíkra pappíra í sögu Bretlands.

Elsti hundur heims 21 árs í gær

Elsti hundur heims fagnaði 21 árs afmæli sínu í gær en þar er um að ræða tíkina Chanel sem býr í New York. Chanel, sem er af svokölluðu dachshund-kyni, er þegar á síðum Heimsmetabókar Guinness fyrir háan aldur sinn en hundar lifa sjaldnast lengur en í 15 ár.

Maður á sjötugsaldri grunaður um morð

Sextíu og fjögurra ára gamall maður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa orðið tæplega fimmtugri unnustu sinni að bana í Óðinsvéum í Danmörku. Dætur konunnar komu að henni látinni á heimili hennar á þriðjudag og taldi lögregla við frumrannsókn að hún hefði verið kyrkt.

Kanadamenn sofa illa í kreppunni

Um þriðjungur Kanadabúa er farinn að þjást af svefnleysi og öðrum streitutengdum einkennum vegna efnahagsástandsins þar í landi. Þetta leiddi nýleg könnun ráðgjafafyrirtækis í ljós.

Skógareldar geisa í Kaliforníu

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Santa Barbara í Kaliforníu eftir að skógareldar kviknuðu þar í gær og eyðilögðu að minnsta kosti sex heimili. Að auki voru um 2.000 íbúðarhús í útjaðri bæjarins rýmd til öryggis.

Norður-Kóreumenn undirbúa tilraunasprengingu

Norður-Kóreumenn virðast nú vera að búa sig undir að sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni enda höfðu þeir hótað því eftir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi tilraunaeldflaugarskot þeirra í byrjun apríl og greip til hertra refsiaðgerða gegn landinu.

Vill betri tengsl við Vesturlönd

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, segist vilja góð samskipti við Vesturlönd þrátt fyrir alvarlegan ágreining í tengslum við heræfingar á vegum NATO, sem hófust í Georgíu í gær.

Verður kynnt innan sex vikna

Bandaríkjastjórn vinnur nú að því, í samvinnu við alþjóðlega samningafulltrúa, að leggja drög að nýrri nálgun að friðarsamningum við Ísrael.

Schwarzenegger fylgjandi umræðu

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, segir að tími sé kominn til umræðu um það hvort sala kannabisefna skuli gerð lögleg í ríkinu.

Samþykkti ESB-sáttmála

Efri deild tékkneska þingsins samþykkti í gær Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins, sem er samningur um víðtækar endurbætur á sambandinu.

Konur í svissneska varðliðið?

Páfagarður, AP Nýr yfirmaður svissneska varðliðsins í Páfagarði, Daniel Anrig, segist opinn fyrir þeim möguleika að raðir liðsins verði opnaðar fyrir konum. Enginn fyrirrennara hans hefur verið reiðubúinn að taka slíkt í mál.

Jacob Zuma bar sigur úr býtum

Jacob Zuma, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, var í gær kjörinn forseti landsins af þjóðþinginu, sem samkvæmt stjórnarskrá velur forseta. Afríska þjóðarráðið vann stórsigur í þingkosningum í síðasta mánuði.

Hengdu drengina upp á króka

Svíþjóð Hjón á fimmtugsaldri í Dölunum í Svíþjóð hafa verið ákærð fyrir ofbeldi gegn þremur drengjum sem þau voru með í fóstur á árunum 2004-2007.

Evran verður allsráðandi

Finnar telja stöðugt vaxtastig, upptöku evru og ferðafrelsi til helstu kosta aðildar landsins að Evrópusambandinu fyrir fjórtán árum. Þetta kemur fram í könnun Samtaka aðila á vinnumarkaði þar í landi í nýliðnum mánuði.

Bandaríkjamenn biðjast afsökunar

Blóðug loftárás Bandaríkjahers á almenna borgara í Afganistan varpaði skugga á fund Baracks Obama Bandaríkjaforseta með forsetum Afganistans og Pakistans, sem heimsóttu hann í Hvíta húsið í gær. Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur ítrekað gagnrýnt Bandaríkjaher fyrir árásir sem þessa og gerði atburðina á mánudag að meginefni viðræðna þeirra.

Dóttir Söru Palin predikar skírlíf

Bristol Palin, nítján ára gömul dóttir Söru Palin sem bauð sig fram sem varaforsetaefni Bandaríkjanna fyrir Repúblikana, er nú farinn að boða skírlíf. Dóttir ríkissstjórans í Alaska, eignaðist barn á síðasta ári en það þótti heldur vandræðalegt fyrir Söru Palin, enda í miðju framboði þegar fregnirnar urðu opinberar, enda Repúblikanar heldur íhaldsamari en Demókratarnir.

Hommahatari í mál við Breta vegna bannlista

Bandaríski útvarpsmaðurinn Michael Savage er einn af þeim sextán sem bresk yfirvöld hafa bannað að koma til landsins vegna skoðanna sinna og gjörða. Michael er útvarpsmaður og ötull andstæðingur samkynhneygðar. Á listanum eru nöfn mið-austurlenskra hryðjuverkamanna og morðingja - og svo nafnið hans Michaels.

Deilt um indónesíska hobbitann

Vísindamenn deila hart um indónesíska hobbitann en fótur hans fannst og hafa vísindamenn grandskoðað hann undanfarið.

Ísraelar gagnrýna Bandaríkjamenn

Ísraelska utanríkisráðuneytið hefur gagnrýnt Bandaríkjamenn fyrir að hvetja landið til þess að gerast aðili að sáttmálanum við bann um dreifingu kjarnorkuvopna.

Pakistanskar hersveitir réðust í dag gegn talibönum

Pakistanskar hersveitir réðust í dag gegn talibönum í Swat héraði og beittu bæði stórskotaliði og orrustuþyrlum. Tilraunir stjórnvalda til að friðþægja talibana með því að láta þeim eftir land, virðast hafa mistekist.

Búið að ráða í besta starf í heimi

Þrjátíu og fjögurra ára gamall Breti varð hlutskarpastur í kapphlaupinu um „besta starf í heimi", eins og það var auglýst, en þar er um að ræða starf umsjónarmanns á ástralskri paradísareyju.

Mini fimmtugur

Það var 8. maí 1959 sem fyrsta Austin Mini-bifreiðin rúllaði af færibandinu í verksmiðju í Cowley í Oxfordskíri. Þetta var tveimur árum eftir að hönnuðurinn Alec Issigonis skellti teikningum af bílnum á borðið hjá British Motor Corporation í Birmingham og hæstráðandi þar, sir Leonard Lord, sagði einfaldlega: „Smíðið kvikindið!" eða „Build the bloody thing!"

Aldurhnigin á öfugum helmingi

Danskur vörubílstjóri kom að öllum líkindum í veg fyrir stórslys í nótt þegar hann stöðvaði konu á áttræðisaldri, sem ók öfugu megin á þjóðvegi nálægt Hjørring á Norður-Jótlandi.

Fasteignaverð hrynur í Bandaríkjunum

Næstum því þrjú af hverjum tíu heimilum í Bandaríkjunum eru komin í þá stöðu að fasteignalán eru orðin hærri en sem nemur verðmæti fasteignarinnar.

Bretar verða að vinna til sjötugs

Þeir Bretar sem nú eru komnir á efri ár munu ekki geta hætt þátttöku á vinnumarkaði fyrr en um sjötugt, fimm árum síðar en almennt tíðkast þar í landi, ætli breska stjórnin að eiga einhverja möguleika á því að ná stjórn á fjármálum ríkisins.

Karl Bretaprins kominn á MySpace

Karl Bretaprins opnar síðu á vefnum MySpace í dag og verður þar með fyrsti fulltrúi hinnar eldri kynslóðar konungsfjölskyldunnar sem tekur tæknina í þjónustu sína á þennan hátt.

Óttast inflúensutímabilið á suðurhveli jarðar

Eitt þúsund áttatíu og fimm manns í 21 landi hafa nú veikst af völdum svínaflensunnar og óttast sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að tilfellunum fjölgi þegar inflúensutímabilið hefst á suðurhveli jarðar síðar í þessum mánuði.

Vilja banna Vítisenglana í Danmörku

Danski þjóðarflokkurinn vill banna vélhjólasamtökin Vítisengla og alla þeirra starfsemi í Danmörku. Eins vill flokkurinn að ýmis skipulögð glæpasamtök innflytjenda verði bönnuð og vísar þar til greinar í dönsku stjórnarskránni þar sem heimilað er að banna með dómi hvers kyns félagasamtök sem starfa eða koma sjónarmiðum sínum á framfæri með ofbeldi eða hvers kyns sambærilegri hegðun sem brýtur í bága við frelsi annarra og réttindi.

Ók Ferrari inn um glugga á veitingastað

Tveir vegfarendur við Times Square í New York slösuðust, þó ekki alvarlega, þegar óhapp varð við tökur á nýrri kvikmynd sem leikarinn Nicholas Cage fer með aðalhlutverkið í.

Bandarískur prófessor horfinn í Japan

Lögregla og björgunarsveitir í Japan leita nú logandi ljósi að rúmlega fertugum bandarískum háskólaprófessor sem ekkert hefur spurst til síðan 27. apríl en þá hvarf hann þar sem hann var í gönguferð um eldfjallaeyju úti fyrir ströndum Japans.

Stríðshetja fær háþróaða gervifætur frá Össuri

Bandarískur hermaður, Lt. Col. Greg Gadson, fékk á dögunum gervifætur sem varla eiga sína líka í heiminum. Um er að ræða háþróaða rafdrifna fætur sem stoðtækjafyrirtækið Össur hannaði og framleiddi. Gadson missti báða fæturna þegar sprengja sprakk nálægt honum í Írak fyrir tveimur árum.

Ætlar að gera Fiat næst stærsta

Í miðri kreppu vill stjórnandi Fiat gera fyrirtækið að næst stærsta bílaframleiðanda heims. Hann hefur áður ráðist í miklar framkvæmdir í niðursveiflu og þá á Íslandi.

Framtíð Boston Globe óljós

Ekki er útilokað að dagblaðið Boston Globe hætti að koma út frá og með deginum í dag vegna fjárhagsvandræða.

Sjá næstu 50 fréttir