Erlent

Konur í svissneska varðliðið?

500 ára hefð Svissneskir varðliðar við guðsþjónustu í Páfagarði. fréttablaðið/ap
500 ára hefð Svissneskir varðliðar við guðsþjónustu í Páfagarði. fréttablaðið/ap

Páfagarður, AP Nýr yfirmaður svissneska varðliðsins í Páfagarði, Daniel Anrig, segist opinn fyrir þeim möguleika að raðir liðsins verði opnaðar fyrir konum. Enginn fyrirrennara hans hefur verið reiðubúinn að taka slíkt í mál.

Hundrað og tíu manns þjóna að jafnaði í svissneska varðliðinu, sem annast hefur öryggi páfa í 500 ár. 32 nýliðar sóru eið sinn í gær.

Að óbreyttu koma þeir einir til greina sem eru kaþólskir, svissneskir karlmenn á aldrinum 19 ára til þrítugs, sem hafa lokið herþjónustu í svissneska hernum, eru með óflekkað mannorð og tilbúnir til að skuldbinda sig til þjónustu í að minnsta kosti tvö ár. - aa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×