Erlent

Bretar verða að vinna til sjötugs

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Vonandi munu Bretar enn geta skellt sér í sumarfrí annað veifið en eldri kynslóðin þar fer að líkindum ekki á eftirlaun eins snemma og ætlunin var.
Vonandi munu Bretar enn geta skellt sér í sumarfrí annað veifið en eldri kynslóðin þar fer að líkindum ekki á eftirlaun eins snemma og ætlunin var.

Þeir Bretar sem nú eru komnir á efri ár munu ekki geta hætt þátttöku á vinnumarkaði fyrr en um sjötugt, fimm árum síðar en almennt tíðkast þar í landi, ætli breska stjórnin að eiga einhverja möguleika á því að ná stjórn á fjármálum ríkisins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Félags- og hagfræðistofnunar Bretlands sem segir enn fremur að það takmark, að koma skuldum landsins niður í 40 prósent vergrar þjóðarframleiðslu á ný, náist ekki fyrr en í fyrsta lagi árið 2023. Samhliða þessu segir stofnunin skattahækkanir vera óumflýjanlegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×