Erlent

Schwarzenegger fylgjandi umræðu

Arnold Schwarzenegger
Arnold Schwarzenegger

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, segir að tími sé kominn til umræðu um það hvort sala kannabisefna skuli gerð lögleg í ríkinu.

Schwarzenegger lét þessi orð falla í bænum Davis í gær, á fundi um varnir gegn skógareldum. Hann tók fram að persónulega styddi hann ekki lögleiðingu marijúana og varaði við því að löggjafinn tæki ákvarðanir sem skiluðu fé í ríkiskassann en gætu haft skaðleg áhrif á samfélagið. Benti hann á að reynslan væri ekki góð af lögleiðingu kannabis í þeim löndum þar sem það hefur verið reynt.

Þingmaður á ríkisþingi Kaliforníu hefur sagt að með því að lögleiða sölu marijúana til fólks yfir 21 árs aldri og setja 50 dala skatt á hverja únsu myndi það skila meiru en einum milljarði dala í ríkiskassann á ári.

Kalifornía varð árið 1996 fyrsta ríki Bandaríkjanna til að lögleiða notkun marijúana í lækningaskyni. Slík lög eru nú í gildi í meira en tíu öðrum ríkjum. - aa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×