Erlent

Búið að ráða í besta starf í heimi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ben Southall, vinstra megin, ásamt Ástralanum James Hill en þeir komust í 16 manna úrslitin í samkeppninni um besta starf í heimi.
Ben Southall, vinstra megin, ásamt Ástralanum James Hill en þeir komust í 16 manna úrslitin í samkeppninni um besta starf í heimi. MYND/Reuters

Þrjátíu og fjögurra ára gamall Breti varð hlutskarpastur í kapphlaupinu um „besta starf í heimi", eins og það var auglýst, en þar er um að ræða starf umsjónarmanns á ástralskri paradísareyju. Ben Southall, en það er hinn væntanlegi umsjónarmaður, var valinn úr hópi tæplega 35.000 umsækjenda frá nærri 200 löndum og er að vonum nokkuð ánægður með nýja starfið sem felur aðallega í sér að vera á staðnum. Umsjónarmaðurinn má þó einnig sækja póstinn og hreinsa sundlaugina ef hann nennir. Southall tekur við lyklunum 1. júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×