Erlent

Aldurhnigin á öfugum helmingi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þetta er ekki sú danska heldur kynsystir hennar sem ekur um eins og herforingi í Pennsylvania í Bandaríkjunum.
Þetta er ekki sú danska heldur kynsystir hennar sem ekur um eins og herforingi í Pennsylvania í Bandaríkjunum.

Danskur vörubílstjóri kom að öllum líkindum í veg fyrir stórslys í nótt þegar hann stöðvaði konu á áttræðisaldri, sem ók öfugu megin á þjóðvegi nálægt Hjørring á Norður-Jótlandi. Bílstjórinn gerði sér lítið fyrir þegar hann sá bíl konunnar nálgast og lagði vörubíl sínum þvert yfir veginn svo sú gamla gat ekki annað en numið staðar við hindrunina. Lögregla kom fljótlega á vettvang og sagðist frúin engan veginn átta sig á því hvernig hún hefði endað á öfugum vegarhelmingi. Hún á yfir höfði sér að verða svipt ökuleyfi, líklega til æviloka, úr því sem komið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×