Fleiri fréttir

Kaffidrykkja eykur hættu á fósturláti

Ný rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum sýnir að barnshafandi konur ættu að varast kaffidrykkju meðan á meðgöngunni sendur. Jafnvel hófleg neysla á kaffi yfir meðgöngutímann eykur hættuna á fósturlátum.

Enn eitt gagnahneykslið í Bretlandi

Stjórnvöld í Bretlandi þurfa nú að glíma við enn eitt gagnahneykslið. Í ljós hefur komið að fartölva með upplýsingum um 600.000 starfsmenn breska hersins er horfin.

Musharraf í opinberri heimsókn í Evrópu

Musharraf forseti Pakistan er kominn í átta daga opinbera heimsókn til Evrópu en þetta er fyrsta opinbera heimsókn forsetans frá því að Benazir Bhutto var myrt á síðasta ári.

Hillary aftur á sigurbraut

Hillary Clinton virðist vera komin aftur á sigurbrautina eftir að hafa lent í þriðja sæti í forkosningum demókrata í Iowa í byrjun mánaðarins. Hún sigraði í New Hampshire í þar síðustu viku og svo aftur í Nevada í gær.

Lýsa yfir stuðningi við Páfa

Þúsundir manna söfnuðust saman á Péturstorginu í Róm í dag til að lýsa yfir stuðningi við Benedict Páfa.

Tennur dregnar úr Al Kæda -en ekki nógu margar

Bandaríska herstjórnin í Írak hefur gert upp baráttuna við Al Kæda á síðasta ári. Bandaríkjamenn líta á hryðjuverkasamtökin sem mestu ógn við frið í Írak. Hér á eftir eru helstu punktar úr bandarísku skýrslunni.

Við munum beita kjarnorkuvopnum

Yfirmaður rússneska herráðsins segir að Rússar geri fyrirbyggjandi árás með kjarnorkuvopnum, ef veruleg ógn steðji að föðurlandinu.

Rændi hann Madeleine?

Foreldrar Madeleine McCann hafa sent frá sér teikningu af manni sem gæti verið viðriðnn hvarf telpunnar.

Landstjórn Færeyja hélt velli

Þjóðveldisflokkurinn sigraði í þingkosningunum í Færeyjum í gær en flokkurinn fékk rúmlega 23 prósent fylgi og átta þingsæti.

Úps

Kanadiska utanríkisráðuneytið ætlar að breyta handbók fyrir diplomata sína, þar sem Bandaríkin og Ísrael eru talin meðal ríkja þar sem hætta sé á að fangar séu pyntaðir.

Við erum með höfuð hermanna ykkar

Hizbolla leiðtogi sagði Ísraelum í dag að þeir hefðu í fórum sínum líkamshluta ísraelskra hermanna sem féllu í stríðinu árið 2006.

Mannskæðar friðargöngur

Stjórnarandstaðan í Kenya hefur boðað nýjar mótmælaaðgerðir í næstu viku. Nýlokið er þriggja daga mótmælafundum þar sem 23 létu lífið.

Egyptar sárlega móðgaðir

Egyptar hafa aflýst fundi með hátt settum embættismönnum Evrópusambandsins, eftir að Evrópuþingið gagnrýndi mannréttindamál í landinu. Egypska utanríkisráðuneytið tilkynnti um þetta í

Norðmenn banna síldveiðar við Svalbarða

Norðmenn hafa bannað veiðar á norsk-íslensku síldinni við Svalbarða á yfirstandandi ári. Bannið gildir um öll veiðiskip, jafnt norsk skip sem skip erlendra ríkja.

Islamistar handteknir á Spáni

Lögreglan í Barcelona á Spáni handtók í umfangsmikilli aðgerð í morgun 14 menn grunaða um hryðjuverkastarfsemi.

Tveir Þjóðverjar og hollensk kona grunuð um að vera hryðjuverkamenn

Tveir þýskir karlmenn og hollensk kona hafa verið handtekin í Kenía vegna gruns um að þau séu hryðjuverkamen, þau neita og segjast eingöngu vera blaðamenn. Lögregla handtók þremenningana eftir að grunsamlegar myndir fundust í fórum þeirra af hernarlega mikilvægum skotmörkumí landinu.

18 látnir í mótmælunum í Kenía

Að minnsta kosti 10 létust í mótmælum í Kenía í dag þegar lögregla skaut að fólki til að leysa upp átök ættbálka vegna ósættis með niðurstöður forsetakosninganna 27. desember. Alls hafa 18 látist í þriggja daga mótmælunum sem stjórnarandstöðuleiðtoginn Raila Odinga boðaði til og á að ljúka í dag. Lögreglan segist einungis hafa skotið að þjófum og óeirðaseggjum.

Handtekin vegna gruns um hryðjuverk í Kenía

Tveir Þjóðverjar og hollensk kona sem komu til Kenía sem fréttamenn hafa verið handtekin vegna gruns um að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla segir myndir með uppsetningu grunsamlegs búnaðar hafa fundist í fórum þeirra. Eftir komuna til landsins hafi þau hagað sér grunsamlega.

Vélin missti afl í aðflugi að Heathrow

Flugstjóri British Airways vélarinnar sem brotlenti á Heathrow flugvelli í gær hafði aðeins 30 sekúndur til að bjarga farþegum sínum og áhöfn. Í aðflugi að flugbrautinni uppgötvaði Peter Burkill flugstjóri að Boeing 777 þotan hafði misst afl þegar hann var í 500 feta hæð.

Ómögulegt að vinna sigur á Srí Lanka með hernaði

Fyrrverandi upplýsingafulltrúi vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka segir ómögulegt fyrir stríðandi fylkingar í landinu að vinna sigur með hernaði. Hann er svartsýnn á þróun í landinu fyrir almenna borgara.

Indverjar aftra yfirvöldum að hefta fuglaflensufaraldur

Heilbrigðisyfirvöld á Indlandi hvetja íbúa þorpa þar sem hið banvæna afbrigði fuglaflensu H5N1 kom upp í vikunni, að hætta að henda dauðum fuglum í vötn og tjarnir. Vanþekking þorpsbúa aftrar yfirvöldum frá því að hefta útbreiðslu flensunnar.

200 látnir í kuldakasti í Afghanistan

Tvö hundruð manns hafa látist í miklu kuldakasti í Afghanistan síðustu daga. Flestir hinna látnu eru fjárhirðar, en konur og börn hafa einnig látist af völdum kuldanna. Fólk virðist ekki vera viðbúið þessum kulda, en ekki hefur fallið jafnmikill snjór í sumum hlutum landsins í 20 ár. Rauði krossinn segir fólk hafa búist við snjókomu í einungis tvo daga.

Segja flugstjóra Boeing þotunnar hetju

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hrósaði flugstjóra farþegaþotunnar sem brotlenti á Heathrow flugvelli í gær fyrir fagmennsku. Brown var einmitt staddur á Heathrow og tafðist flug hans til Kína vegna atviksins. Willie Walsh yfirmaður British Airways flugfélagsins sem á þotuna segir flugstjórann og áhöfn hans hetju.

Stálu 430 þúsund dósum af neftóbaki

Risastórt neftóbaksrán var framið í Gautaborg í Svíþjóð í fyrrinótt þegar 430.000 dósum af neftóbaki var stolið úr kæligeymslu við höfnina í borginni.

Ekkert samkomulag um varnarmál á Norðurlöndum

Yfirmaðurinn Juhani Kaskeala, staðhæfir að rök vanti í umræðu um varnarmál á Norðurlöndum. Kaskeala bendir á að ekkert norrænt samkomulag sé til um varnarmál og því séu norrænu ríkin ekki skuldbundin til að senda herlið til að aðstoða hvert annað.

Gordon Brown í sinni fyrstu heimsókn til Kína

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands er nú í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Kína. Brown mun ræða við kínverska ráðamenn um aukin viðskipti milli landanna og umhverfismál

Dirfast ekki að ráðast á Íran

Forseti Íran, Mamhoud Ahmedinejad, sagði í dag að Ísralar munu ekki dirfast að ráðast á Íran. Þetta voru viðbrögð forsetans við tilraunum Ísraela eldflaugavopnakerfi sínu í dag. Ísraelar segja að tilraunirnar séu viðbröðg við þeirri ógn sem stendur af Íran.

Brotlending á Heathrow flugvelli

Engan sakaði þegar Boeing 777 farþegaflugvél British Airways flugfélagsins nauðlenti á Heathrow flugvelli í London á öðrum tímanum í dag. Allir farþegar vélarinnar sem var að koma frá Peking í Kína komust út um neyðarrennur. Breska lögreglan segir atvikið ekki af tengt hryðjuverkum. Mikil mildi þykir að vélin lenti ekki á hraðbraut sem hún flaug yfir örskömmu áður en hún skall í jörðina nokkur hundruð metrum frá flugbrautarendanum. Samkvæmt sjónvarvottum rann vélin svo á hliðinni áfram þar til hún stöðvaði.

Bretar loka menningarskrifstofu í Rússlandi

Bretar hafa lokað menningarskrifstofu sinni í Sánkti Pétursborg í Rússlandi tímabundið. Það gera þeir vegna þess að Rússar hafa ákveðið að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til breskra diplómata sem starfa þar og á menningarskrifstofunni í Yekaterinburg í Úrafjöllum. Þetta gerðu þeir í mótmælaskyni við upphaflega ákvörðun Breta um að hundsa kröfur Rússa um að þeim yrði lokað.

Hafa tvo liðsmenn Sea Shephard í haldi

Áströlsk stjórnvöld ætla að senda strandgæsluskip að japönsku hvalveiðiskipi í Suður Íshafinu, til að sækja þangað tvo liðsmenn Sea Shephard samtakanna sem áhöfn skipsins hefur í haldi.

Lögregla skýtur sjö til bana í Kenía

Raila Odinga leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenía segir að lögregla hafi skotið sjö manns til bana í mótmælum í dag og meira en eitt þúsund hefðu látist frá úrslitum forsetakosninganna 27. desember. Þetta er annar dagur þriggja daga mótmæla. Í gær létust að minnsta kosti fjórir.

O.J. Simpson laus úr fangelsi á ný

O.J. Simpson er laus úr fangelsi á ný eftir að hafa verið stungið í steininn á föstudag fyrir að brjóta skilmála vegna þjófnaðarmáls gegn honum. Honum var sleppt einungis nokkrum klukkustundum eftir að dómari sakaði hann um „hroka og fáfræði“ og fyrir að rjúfa skilmála um fangelsisvist í málinu.

Fundu leyndarmálið bakvið fullkomna leggi Kylie Minogue

Vísindamenn telja sig hafa fundið leyndarmálið á bakvið fullkomna fótleggi söngkonunnar Kylie Minogue. Rannsókn leiddi í ljós að kona sem væri 160 sm á hæð þyrfti lögulega 76 sm leggi til að ná fullkomnun.

Norski olíusjóðurinn er fyrirmynd alþjóðlegra fjárfesta

”Siðareglur norska olíusjóðsins hafa haft mikil áhrif á fjárfesta víða um heim þegar kemur að fjárfestingum í fyrirtækjum. Við vitum að margir fjárfestar í Evrópu, Bandaríkjunum og í Kanada, taka sjóðinn til fyrirmyndar”. Þetta kom fram á ráðstefnu norska fjármálaráðuneytisins sem haldin var í Osló í gær, undir yfirskriftinni Fjárfest í framtíðinni.

Sjá næstu 50 fréttir