Fleiri fréttir

Færa Palestínumönnum neyðarhjálp

"Neyðin er sífellt að versna hérna", segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, sem nú er staddur nærri Hebron á Vesturbakka Jórdanar. Hann fór sjálfur til Palestínu með neyðarhjálp til bágstaddra, eftir endurtekna misbresti á því að fjárhagsaðstoð berist réttum viðtakendum í Palestínu.

Bresku Bítlarnir loksins komnir á frímerki

Bítlarnir eru loksins komnir á frímerki. Merkin verða gefin út hjá Roayl Mail, bresku póstþjónustunni, eftir áramótin. Frímerkin eru sex talsins og skarta myndum af jafnmörgum bítlaplötum. Formlegur útgáfudagur er 9. janúar.

Skökk Sidney

Tóbí Gutt var fullur tilhlökkunar þegar lagði upp frá Þýskalandi til þess að heimsækja kærustuna sína, sem býr í stórborginni Sydney, í Ástralíu. Hann hafði fundið ótrúlega hagstætt fargjald, á netinu. Það er sumar í Ástralíu á þessum árstíma og hann var því klæddur í stuttermabol og stuttbuxur.

Ber ekki saman um aftöku Saddams

Embættismönnum ber ekki saman um hvenær Saddam Hussein verður tekinn af lífi. Íraska varnarmálaráðuneytið segir að dómnum verði ekki framfylgt næsta mánuðinn en af orðum íraska forsætisráðherrans, gæti það jafnvel orðið á morgun.

Milljónir í pílagrímsgöngu

Áætlað er að um þrjár milljónir múslima séu komnar til Mekka í Sádi-Arabíu í árlega pílagrímsathöfn. Miklar öryggisráðstafanir eru á svæðinu þar sem á fjórða hundrað manna tróðust undir við síðustu athöfn. Áætlað er að Sádi-Arabar hafi eytt meira en 70 milljörðum íslenskra króna í að tryggja öryggi pílagríma.

Verður sjónvarpað frá aftöku Saddams?

Bandarískar sjónvarpsstöðvar velta nú fyrir sér hvernig þær eigi að haga fréttaflutningi sínum af aftöku Saddams Hussein um helgina. Búist er við því að aftkan verði tekin upp á myndband og hugsanlega sýnd í sjónvarpi í Írak. Fundað var sérstaklega um fyrirhugaðan fréttaflutning hjá að minnsta kosti tveimur bandarísku sjónvarpsstöðvanna í gær. ABC og CBS sögðust ekki ætla að sjónvarpa aftökunni í heild.

Neyðarfundur til að semja um gasverð

Hvítrússnesk neyðarsendinefnd fer til Moskvu um hádegið í dag, til að reyna að komast að samkomulagi um gasverð fyrir áramót. Ef ekki næst að semja mun rússneska fyrirtækið Gazprom skrúfa fyrir gas til Hvítrússa en þeir munu í staðinn loka leiðslum sem liggja um landið yfir til viðskiptavina fyrirtækisins í Evrópu.

Saddam tekinn af lífi án tafar

Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sagði í dag að aftöku Saddams Hússeins yrði ekki frestað, né yrði dómurinn endurskoðaður. Þetta eru fyrstu orð hans um málið eftir að kröfu Saddams um áfrýjun var hafnað. Háttsettur embættismaður innan íraska varnarmálaráðuneytisins sagði í morgun að Saddam yrði ekki líflátinn fyrr en eftir mánuð, í fyrsta lagi.

Hvít-Rússar búast við lausn á gasdeilunni fyrir 1. janúar

Hvíta-Rússland býst við því að deilan við Rússa um verðið á gasi þeim til handa verði leyst fyrir 1. janúar næstkomandi. Rússar hafa sagt að þeir muni skrúfa fyrir gasið ef samkomulag hefur ekki náðst fyrir þann tíma en þeir vilja fá hærra verð fyrir það. Hvít-Rússar hafa á móti sagst ætla að loka flutning gass til Evrópu ef í harðbakkann slær.

Lögregla í Rio eykur viðbúnað

Lögreglan í Rio de Janeiro munt tvíefla viðbúnað vegna áramótafagnaðar í borginni eftir að glæpagengi réðust á strætisvagna og lögreglustöðvar í borginni í dag og myrtu að minnsta kosti 18 manns. Sjö brunnu til dauða og nærri tveir tugir særðust alvarlega í árásinni en lögreglan kenndi eiturlyfjagengjum um hana.

Ekvador deilir á aðgerðir Kólumbíu gegn eiturlyfjaframleiðslu

Forseti Ekvadors, Rafael Correa, fór að landamærum Kólumbíu í dag til þess að skoða áhrif eitrana sem Kólumbíustjórn stendur fyrir til þess að drepa kókólaufaræktun en kókaín er unnið úr þeim. Forseti Kólumbíu, Alvaro Uribe, segir aðgerðirnar nauðsynlegar í baráttunni gegn fíkniefnum en Correa segir þær sýndarmennsku eina.

Arbour varar við of miklum flýti í máli Saddams

Yfirmaður mannréttindamála Sameinuðu þjóðanna, Louise Arbor, sagði í dag að írösk yfirvöld ættu að flýta sér varlega í að uppfylla dauðadóminn yfir Saddam Hússeins þar sem málsmeðferðin hefði ekki verið fyllilega sanngjörn en íraskir embættismenn sögðu í dag að Saddam yrði líklega líflátinn fyrir áramót.

Apple í vandræðum vegna kaupréttarákvæða

Steve Jobs, forstjóri Apple Computer, fékk kauprétt að hlutabréfum í fyrirtækinu fyrir allt að 7.5 milljónir dollara, eða sem nemur um 535 milljónum íslenskra króna, án þess að hafa tilskilin leyfi frá stjórn fyrirtækisins.

Herlög verða sett í Sómalíu á laugardaginn

Forsætisráðherra Sómalíu, Mohamed Al Gedi, skýrði frá því í kvöld að þing landsins myndi lýsa yfir herlögum frá og með laugardeginum og að þau myndu standa í þrjá mánuði.

Auglýst eftir ferðafélaga á E-bay

Breskur maður hefur auglýst til sölu á Ebay lúxusferð fyrir tvo til Jamaíka og er verðið aðeins brot af upprunalegu verði, eða um 90 þúsund krónur í stað 335 þúsund króna. Sá böggull fylgir þó skammrifi að aðeins konur geta keypt ferðina og þær verða að fara með þeim sem selur hana.

Bandaríkin vilja þrýsta á stjórnvöld í Myanmar

Bandarísk yfirvöld hafa heitið því að leggja aukinn kraft í að koma á framfæri tillögu innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem mundi setja þrýsting á herstjórnina í Myanmar um að taka upp lýðræðislegri stjórnarhætti og bæta ástand í mannréttindamálum þar í landi.

Danskir múslimar berjast í Sómalíu

Forsætisráðherra Sómalíu skýrði frá því í dag í viðtali við norska blaðið Nettavisen að fjölmargir stríðsmenn uppreisnarmanna í Sómalíu séu norskir, sænskir eða danskir ríkisborgarar.

Tvær milljónir í Mecca

Tvær milljónir múslima streymdu út úr borginni Mecca í dag við upphaf Haj pílagrímsfararinnar undir árvökulum augum lögreglu í Sádi Arabíu sem vonast til þess að koma í veg fyrir hvers konar troðning eða ofbeldi. Ferðin til Mecca er samkvæmt Íslam ein af undirstöðum trúarinnar og hana verða allir sem geta að fara.

Edwards ætlar í forsetaframboð

John Edwards, sem var varaforsetaefni John Kerry í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2004, hefur lýst því yfir að hann muni sækjast eftir tilnefningu demókrata sem forsetaefni flokksins fyrir forsetakosningarnar sem munu fara fram árið 2008.

Aftaka Saddams verður tekin upp

Síðustu andartök í lífi Saddams Hússeins verða tekin upp á myndband af írösku stjórninni en þetta staðfesti fréttamaður CBS í dag en allt ferlið, frá undirritun dómsskjala til hengingarinnar, verði fest á filmu. Aðalöryggisráðgjafi Íraka sagði að dagsetningin myndi ekki vera gerð opinber til þess að komast hjá óeirðum.

Bush segir samráð ganga vel

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri á góðri leið með að undirbúa nýja stefnu fyrir Írak. Bush, sem ætlar sér að kynna hina nýju stefnu í næsta mánuði, hitti í dag Condoleezzu Rice, Dick Cheney, Robert Gates og fleiri háttsetta aðila innan stjórnarinnar til þess að ræða málefni Íraks og hugsanlegar breytingar sem hægt væri að gera á stefnu Bandaríkjanna þar.

Ísbirnir í útrýmingarhættu vegna bráðnunar íss

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt til að ísbirnir verði settir á válista yfir dýr sem eru í útrýmingarhættu. Mikil ísbráðnun við norðurskautið veldur því að heimkynni bjarnanna eru nú óðum að hverfa.

Eþíópíumenn komnir inn í Mogadishu

Stjórnarher Sómalíu, með fulltingi eþíópískra hersveita, gekk fylktu liði inn í Mogadishu, höfuðborg landsins í dag, nokkrum klukkustundum eftir að íslamskir uppreisnarmenn yfirgáfu hana. Upplausn virðist ríkja í borginni og þúsundir landsmanna eru á vergangi vegna átakanna. 140 er saknað eftir að báti flóttamanna hvolfdi í dag.

Sömu áramótaheit um allan heim

Betra jafnvægi í leik og starfi, gera meiri líkamlegar æfingar og að forðast stórslysasambönd eru á meðan þeirra áramótaheita sem eru hvað vinsælust um allan heim þessi áramótin. Alþjóðlega rannsóknarfyrirtækið ACNielsen tók fólk tali í 46 löndum og komst að því að allt frá Bandaríkjunum til Víetnam vildi fólk helst að vinna þess myndi verða í minna hlutverki á komandi ári.

Bretar borga bandamönnum lánið

Bretar skýrðu frá því í dag að næstkomandi föstudag myndu þeir klára að borga þau lán sem þeir hefðu tekið við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Lánin fengu þeir frá Bandaríkjunum og Kanada á aðeins tvö prósent vöxtum en heildarupphæðin sem Bretar hafa borgað til baka nemur alls 9.5 milljörðum dollara, eða um 678 milljörðum íslenskra króna.

Kjöt af einræktuðum dýrum hæft til manneldis

Fæðu- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna sagði frá því í dag að það byggist við því að leyfa sölu og neyslu á kjöti úr einræktuðum dýrum. Dýrin sem um ræðir eru naut, svín og geitur en kjöt úr einræktuðu sauðfé er ekki enn talið hæft til manneldis.

Forstjóri IKEA talar af sér

Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA talaði af sér þegar hann hélt ræðu á jólahátíð verslanakeðjunnar, í síðustu viku. IKEA hefur það fyrir sið að segja ekki frá hagnaðinum en Kamprad upplýsti að á síðasta ári hefði hann verið um 250 milljarðar króna.

Varað við hundaæði í New York

Heilbrigðisyfirvöld í New York hafa ráðlagt fólki að fara varlega í kringum flækingshunda og ketti, og einnig þvottabirni. Ástæðan er ótti við hundaæði. Á Staten eyju utan við Manhattan hafa í ár fundist þrjátíu og fimm dýr sem voru smituð af hundaæði. Það er á móti aðeins einu smituðu dýri á árinum 1997 til 2005.

Liechtenstein stækkar

Smáríkið Liechtenstein hefur stækkað um hálfan ferkílómetra, eftir nýjar mælingar á landamærum þess. Það þýðir að ríkið er 160 ferkílómetrar. Til samanburðar má geta þess að Ísland er rúmir 104 þúsund ferkílómetrar.

Írakar flýja heimili sín

Meira en 108 þúsund Írakar hafa yfirgefið heimili sín og látið skrá sig sem flóttamenn, á síðustu þrjátíu dögum, að sögn yfirvalda þar í landi. Hátt í hálf milljón manna hefur flúið að heiman síðan sprengjuárás var gerð á Samarra bænahúsið fyrir ári.

Flytja gerendur í einelti milli skóla

Skólayfirvöld í Svíþjóð ætla að breyta reglum þannig að hægt verði að flytja gerendur í einelti nauðungarflutningum í aðra skóla. Stefnt er að því að skólar geti gripið til þessa úrræðis strax á næsta ári.

Fjöldamorðum stjórnað úr fangelsum

Að minnsta kosti ellefu manns létu lífið í árásum glæpagengja í Ríó de Janeiro, í Brasilíu, í morgun. Talið er að glæpamenn í Bangu fangelsinu hafi fyrirskipað árásirnar.

Einn af forstjórum Yukos grunaður

Rannsóknin á morðinu á fyrrverandi KGB-manninum Alexander Litvinenko hefur tekið óvænta stefnu eftir að rússneskir saksóknarar greindu frá því að Leonid Nevzlin, einn af forstjórum olíurisans Yukos, lægi undir grun.

Bíða í röðum eftir að fá að hengja Saddam

Tölvupóstur dynur nú á ríkisstjórn Íraks, frá landflótta Írökum, sem bjóðast til að verða böðlar Saddams Hussein, þegar hann verður hengdur í næsta mánuði. Margir sjálfboðaliðanna misstu ættingja eða vini meðan Saddam stjórnaði landinu.

Heather Mills fær ekki eyri

Fyrirsætan fyrrverandi Heather Mills mun ekki ríða feitum hesti frá skilnaðinum við Sir Paul McCartney, ef lögfræðingar hans fá einhverju um ráðið. Þeir hafa lagt fram rök fyrir því að Mills eigi ekki að fá eyri við skilnaðinn.

Múslimar lagðir af stað í pílagrímsferð

Áætlað er að þrjár milljónir múslima séu lagðir af stað frá borginni Mekka í Sádiarabíu í hina árlegu pílagrímsferð Hajj, sem er ein af fimm stoðum íslams. Miklar öryggisráðstafanir eru í kringum gönguna til að reyna að koma í veg fyrir troðning eins og þann sem varð 400 manns að bana í síðustu göngu í janúar.

Lík sex manna hafa fundist eftir þyrluslys

Óttast er að sjö manns hafi farist í þyrluslysi við Morecambe-flóa í Lancashire-héraði á Englandi í gærkvöldi. Lík sex manna hafa fundist á svæðinu en leit stendur enn yfir af þeim sjöunda.

Upplausn í Mógadisjú

Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, er stjórnlaus eftir að íslamskir uppreisnarmenn sem ráðið hafa borginni flýðu undan hersveitum ríkisstjórnarinnar í morgun. Hópur sem tengist al-Kaída skorar nú á fylgismenn sína að halda til Sómalíu og aðstoða trúbræður sína í stríðinu. Borgarbúar fagna nú stjórnarhermönnum sem eru að koma inn til borgarinnar.

Dæmdur fyrir mörg þúsund nauðganir

Norskur maður hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga fósturdóttur sinni mörgþúsund sinnum. Árásirnar hófust þegar hún var tólf ára og stóðu þartil hún var tvítug. Maðurinn er 46 ára gamall.

10 ára bann fyrir skáksvindl

Indverskur skákmaður hefur verið dæmdur í tíu ára keppnisbann fyrir að svindla á stórmótum í heimalandi sínu. Hann var kominn alla leið á landsmótið í skák, þegar upp um hann komst.

Mogadishu á valdi stjórnarinnar

Stjórnarherinn í Sómalíu er búinn að ná höfuðborginni Mogadishu á sitt vald á ný. Uppreisnarsveitir Íslamska dómstólaráðsins hertóku borgina þann 5. júní en yfirgáfu borgina í nótt og í morgun eftir að stjórnarherinn náði bænum Jowhar, skammt norðan við höfuðborgina, á sitt vald í gær.

Flugrán í Prag

Farþegavél frá rússneska flugfélaginu Aeroflot nauðlenti í Prag rétt upp úr 10 í morgun þegar hún var á leið til Genfar, eftir að farþegi krafðist þess að flugvélin breytti af stefnu sinni. Maðurinn var yfirbugaður þar en ekki er víst að brotaviljinn hafi verið einbeittur til flugráns, þar sem fréttastofa BBC segir manninn hafa verið drukkinn.

Sjá næstu 50 fréttir