Fleiri fréttir

Fatah hefði betur

Hamas-samtökin ætla ekki að taka þátt í kosningum sem Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna og leiðtogi Fatha, hefur boðað til. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, greindi frá þessu í dag. Hann sagði ræðu forsetans frá í gær, þar sem hann tilkynnti um kosningar, aðeins hafa helt olíu á eldinn. Ný könnun sýnir að Fatah-hreyfingin hefði betur ef kosið yrði nú.

Dæmdir til dauða fyrir að bjarga ekki konu

Dómstóll á Srí Lanka hefur dæmt tvo menn til dauða fyrir að valda dauða konu þegar flóðbylgjan mikla skall á eynni annan dag jóla 2004. Myndbandsupptaka sýnir þegar þeir slíta af henni hálsfesti og skilja svo eftir í vatnsflaumnum.

300 handteknir í Kaupmannahöfn

Á þriðja hundrað manns voru handtekin þegar til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Grjóti og flöskum var kastað að lögreglu sem svaraði með því að skjóta táragasi á mannfjöldann.

Lögðu undir sig landbúnaðarráðuneytið

Loftið er lævi blandið á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna eftir að liðsmenn Fatah-hreyfingar Mahmoud Abbas lögðu undir sig landbúnaðarráðuneyti heimastjórnarinnar í morgun. Áhlaup Fatah kom í kjölfar árásar grímuklæddra byssumanna á æfingasvæði lífvarða Abbas í morgun en einn lét þar lífið. Abbas býr skammt frá ráðuneytinu og því segjast Fatah-menn hafa verið að tryggja öryggi hans með því að taka það yfir.

Felldur eftir að hafa traðkað 14 til bana í ár

Indverskir fílaveiðimenn felldu í gær stóran fílstarf sem sagður er hafa traðkað 14 manns til bana síðastliðið ár. Tarfurinn, sem heimamenn kalla Osama bin Laden, var orðinn sannkallaður ógnvaldur í Assam-héraði og því þótti ekki annað fært en að drepa hann.

Time: Internetið gjörbylt fjölmiðlun

Bandaríska tímaritið Time hefur valið "þig" sem mann ársins 2006 fyrir framlag þitt til að gerbylta allri fjölmiðlun í heiminum með hjálp internetsins. Að mati blaðsins hafa bloggsíður og vefsvæði á borð við You-tube breytt valdajafnvæginu í fjölmiðlun á kostnað stóru fyrirtækjanna.

Eldsvoði í brúðkaupsveislu

Í það minnsta 22 konur og börn týndu lífi í eldsvoða í brúðkaupsveislu í austanverðu Pakistan í gær, brúðurin þar á meðal. Eldurinn kviknaði í tjaldi þar sem veislan var haldin en karlkyns gestirnir voru í öðru tjaldi, eins og siður er á þessum slóðum, og sakaði því ekki.

Vesturveldin styðja Abbas

Sú ákvörðun Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, að boða til kosninga á heimastjórnarsvæðunum hefur almennt mælst vel fyrir á Vesturlöndum. Abbas boðaði til kosninga í gær eftir stigvaxandi átök liðsmanna Fatah og Hamas. Leiðtogar Hamas segja ákvörðun forsetans jafngilda valdaráni.

Átök í Kaupmannahöfn

Til óeirða kom í Kaupmannahöfn í nótt þegar mótmælaganga ungmenna fór úr böndunum. Undanfarna daga hafa ungmennin mótmælt á friðsamlegan hátt þeirri ákvörðun Eystri-Landsrétts að hópi húsatökumanna bæri að rýma hús sem kristið trúfélag hafði keypt fyrir nokkrum árum. Í gærkvöld kom hins vegar til óláta í miðborginni. Nokkrir liggja sárir og 300 manns voru færðir í fangageymslur.

Ákvörðun Abbas kölluð valdarán

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur boðað til þing- og forsetakosninga í þeirri von að þar með verði endi bundinn á valdabaráttu stríðandi fylkinga á heimastjórnarsvæðunum. Leiðtogar Hamas eru æfir yfir ákvörðuninni og kalla hana valdarán.

Rændu hálsfesti af drukknandi konu

Dómstóll á Srí Lanka hefur dæmt tvo menn til dauða fyrir að valda dauða konu þegar flóðbylgjan mikla skall á eynni annan dag jóla 2004. Myndbandsupptaka sýnir þegar þeir slíta af henni hálsfesti og skilja svo eftir í vatnsflaumnum.

Sleppt eftir vist í Guantanamo fangabúðunum

Sjö Afganar komu til heimalands síns í dag eftir nokkurra ára vist í Guantanamo fangabúðunum á Kúbu. Á fréttamannafundi í dag lýstu þeir yfir sakleysi sínu og reiði gagnvart bandarískum stjórnvöldum.

Vonast til að yfirlýsing Abbas lægi öldur

Stjórnvöld í Bandaríkjunum vonast til þess að yfirlýsing Mahmoud Abbas forseta Palestínu, um boða fljótlega til kosninga, lægi öldu ofbeldis sem ríkt hefur á svæði og stuðli að friði.

Bjó yfir leynilegum upplýsingum

Alexander Litvinenko, fyrrverandi njósnari hjá KGB, var myrtur vegna leynilegra upplýsinga sem hann hafði komist yfir um valdamikla stjórnendur í Rússlandi.

Blair róaði Erdogan

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna ákváðu á fundi sínum í gær að gera hlé á aðildarviðræðum við Tyrkland en ítrekuðu þó að dyr sambandsins myndu áfram standa nýjum ríkjum opnar. Tony Blair forsætisráðherra Bretlands reyndi í morgun að sefa tyrkneska ráðamenn en þeir eru afar vonsviknir yfir ákvörðuninni.

Abbas boðar kosningar

Mahmoud Abbas forseti Palestínu sagði í ræðu nú í morgun að Hamas-samtökin bæru ábyrgð á róstunum sem nú ríkja á heimastjórnarsvæðunum. Hann hótaði að leysa ríkisstjórnina frá völdum og lét að því liggja að þing- og forsetakosningar væru á næsta leiti.

Lítt gefnir fyrir sopann

Þingmenn á norska stórþinginu eru reglusamir í meira lagi, ef marka má frétt dagblaðsins Aftenposten. Þar kemur fram að á síðasta ári hafi ölsala í mötuneyti þinghússins verið svo lítil að hún jafngildi því að hver þingmaður hafi drukkið sem svarar fjórum matskeiðum af bjór á árinu.

Aftökum í Flórída frestað

Jeb Bush, ríkisstjóri í Flórída og bróðir George Bush Bandaríkjaforseta, hefur fyrirskipað að öllum aftökum í ríkinu verði frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan er misheppnuð aftaka með eitursprautu á Angel Nievez Diaz fyrr í vikunni en hún tók rúman hálftíma í stað fimmtán mínútna.

Hermönnum verði fjölgað

Breska ríkisútvarpið hefur eftir ónafngreindum embættismanni í Washington að á næsta ári muni líklegast George Bush Bandaríkjaforseti fjölga hermönnum í Írak til að reyna til þrautar að koma böndum á ofbeldið í landinu.

Bréfin frá Bandaríkjunum biðu í 7 ár

Rússneskir bréfberar hafa hafist handa við að bera út fjögur og hálft tonn af bréfum og pökkum sem voru send frá Bandaríkjunum árið 1999. Ríkisrekin póstþjónustan í Rússlandi segir bið bréfanna ekki sína sök heldur skellir skuldinni á hafnaryfirvöld í Finnlandi, þar sem gámurinn með póstinum "gleymdist" í 7 ár.

Hetjutenórinn ber við lágum blóðsykri

Roberto Alagna, tenórinn frægi sem hljóp af sviðinu á La Scala óperunni í miðri aríu þegar áhorfendur bauluðu á hann, ber því við að hann þjáist af lágum blóðsykri og hafi því ekki getað klárað atriðið eða sýninguna. Hann ætlar að kæra óperuna fyrir að hafa rekið sig úr sýningunni.

Ólga um nýjan ráðherra í Danmörku

Sama dag og Carina Christensen er skipuð í embætti neytendaráðherra í Danmörku í stað Lars Barfoeds, sem sagði af sér á miðvikudaginn, er búið að ata hana auri í dönsku blöðunum. Vinnueftirlitið hefur gert athugasemdir við húsgagnaverksmiðju sem hún rekur og samkeppnisaðili hefur stefnt fyrirtækinu fyrir iðnstuld.

Bin Laden kampavín í glösin um áramótin

Perúskir bruggarar hafa skipt út andliti jólavínsins á flöskunum: í staðinn fyrir að jólasveinninn brosi framan í fólk er álíka skeggjaður karl en ekki jafn góðlegur kominn í staðinn. Og nafnið hans stendur líka á flöskunum: Bin Laden Kampavín! Yfirvöld hafa hins vegar hellt niður kössum af Osama-drykknum og segja hann óhæfan til manneldis.

Gerviskinnið var ekta í Macy's

Dýraverndunarsamtök ásaka stórverslunina Macy's í New York um að selja úlpu með þvottabjarnarskinni á hettunni með því að merkja hana á vefsíðu sinni á þann veg að loðkraginn væri gerviskinn. Samtökin sögðust hafa keypt slíka úlpu og séð þá að á miða í henni stæði "ekta þvottabjarnarskinn".

Unnustan stal senunni

Vilhjálmur Bretaprins útskrifaðist í dag úr Sandhurst-herskólanum á Englandi. Unnusta hans, Kate Middleton, vakti mikla athygli við athöfnina.

"Talíbanalög" bönnuð í Pakistan

Hæstiréttur í Pakistan bannaði í dag lög sem höfðu verið sett í norðvesturhluta landsins, þar sem samsteypa bókstafstrúaðra múslima ráða ríkjum. Með frumvarpinu átti að lögfesta íslamskt siðferði í héraðinu. Dómstóllinn bannaði fylkisstjóranum að skrifa undir lögin, en þau ganga einnig gegn hófsemisstefnu Musharrafs forseta.

Hávaxinn bjargar höfrungum

Hávaxnasti maður í heimi, Bao Xishun, gerði sér lítið fyrir í gær og bjargaði lífi tveggja höfrunga í dýragarði í Kína.

Prodi slapp með skrekkinn

Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, kom óvinsælu fjárlagafrumvarpi fyrir komandi ár í gegnum ítalska þingið í kvöld. Ef þingmenn hefðu fellt frumvarpið hefði Prodi þurft að segja af sér. Ítalska ríkisstjórnin stefnir á að herða sultaról og koma skuldum ríkisins á réttan kjöl á næsta ári. Það verður erfitt verkefni, enda alltaf óvinsælt að taka sparnaðarákvarðanir.

Dyrum ESB hallað

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna ákváðu á fundi sínum í morgun að gera hlé á aðildarviðræðum við Tyrkland en ítrekuðu þó að dyr sambandsins myndu áfram standa nýjum ríkjum opnar.

Rambað á barmi borgarastyrjaldar

Liðsmenn Hamas-samtakanna saka Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, um að reyna að koma af stað stríði á heimastjórnarsvæðunum. Fjöldi manna hefur særst í átökum á milli Hamas og Fatah-hreyfingar forsetans undanfarinn sólarhring og í nótt var skotið á bíl Ismails Haniyehs, forsætisráðherra.

Enn einnar vændiskonu saknað í Ipswich

Enn einnar stúlku er saknað í Ipswich á Suðaustur-Englandi, þar sem svo virðist sem óhugnanlegur raðmorðingi leiti til fordæmis Kobba kviðristu og herji á vændiskonur. Síðan 2. desember hafa fimm kvenmannslík fundist á víðavangi á Suffolk-svæðinu, allt vændiskonur sem hafa horfið sporlaust af götunum.

Ætla bara að ráðast á eþíópísku hermennina

Leiðtogi Íslömsku bardagasveitanna í Sómalíu, segist ekki hafa í hyggju að ráðast á bráðabirgðaríkisstjórn Austur-Afríkuríkisins, heldur eingöngu "innrásarsveitir" grannríkisins Eþíópíu. Hassan Dahir Aweys, sjeik, kallaði ásakanir Bandaríkjamanna á þá leið að samtök hans séu í raun leppsamtök Al Kaída í Sómalíu, innantómt raus.

Ávirðingar hlaðast upp á nýjan ráðherra

Carina Christensen, hinn nýi fjölskyldu- og neytendaráðherra Danmerkur, náði ekki að klára einn dag í embætti áður en fjölmiðlar voru búnir að grafa upp meintar ávirðingar á hana. Christensen, sem er 34 ára gömul á og rekur húsgagnaverksmiðju á Fjóni.

Flotadeild til höfuðs flóttamönnum

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa samþykkt að stofna sérstaka flotadeild til þess að koma í veg fyrir að ólöglegir inn flytjendur frá Afríku nái að suðurströndum aðildarríkjanna. Einnig verður stofnuð viðbragðssveit landamæravarða sem hægt er að senda á vettvang með litlum fyrirvara.

Offita að setja Bretland á hausinn

Læknar í bresku heilbrigðisþjónustunni segja að sívaxandi offita þjóðarinnar, geti gert þjónustuna gjaldþrota á næstu árum. Samkvæmt nýjustu tölum er offita meiri í Bretlandi en nokkru öðru Evrópuríki. Þar er einn af hverjum fimm fullorðnum of þungur, og læknarnir segja að það geti farið upp í einn af hverjum þremur, ef ekkert verði að gert.

Í værum svefni

Breskur kaupsýslumaður hefur verið dæmdur til 180 klukkustunda samfélagsþjónustu og til að greiða sjötíu og fimm þúsund króna sekt fyrir að tefja lestarsamgöngur í grennd við borgina Epsom í suðurhluta landsins.

Forsetakosningar í Rússlandi 2. mars 2008

Ákveðið hefur verið að flýta forsetakosningum sem fram eiga fara í Rússlandi 2008 um viku. Það er gert vegna þess að almennan frídag ber upp á daginn fyrir kosningarnar.

Svaf vært á teinunum

Breskur maður á yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm eftir að hann sofnaði á lestarteinum fyrr á þessu ári.

Átök á milli Hamas og Fatah á heimastjórnarsvæðum í morgun

Liðsmenn Hamas saka Fatah-hreyfinguna um að hafa sýnt Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, banatilræði við landamærin að Gaza í gærkvöld. Til átaka kom á milli liðsmanna Hamas og Fatah á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna í morgun.

Auglýsa með nafni eftir manni vegna morða á vændiskonum

Breska lögreglan hefur auglýst, með nafni, eftir eiganda BMW bifreiðar, í tengslum við morðin á fimm vændiskonum í Ipswich. Maðurinn er einn af þúsundum farandverkamanna frá Austur-Evrópu sem koma til Suffolk ár hvert til þess að vinna í landbúnaði. Hann hefur ekki sést síðan á miðvikudag.

Óttast grímulaust stríð milli Hamas og Fatah

Palestínumenn úr Hamas og Fatah samtökunum hafa í morgun barist bæði á Gaza ströndinni og Vesturbakkanum. Hamas sakar Fatah um að hafa í gær reynt að myrða Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestinsku ríkisstjórnarinnar. Einn lífvarða hans féll í átökunum.

Kona nýr neytendaráðherra Danmerkur

Nýr ráðherra fjölskyldu- og neytendamála, í Danmörku, verður hin 34 ára gamla Carin Christensen, sem kemur úr röðum íhaldsmanna. Christensen er sögð í miklu uppáhaldi hjá flokksforystunni, og eiga góðan frama fyrir sér í stjórnmálum.

Sjá næstu 50 fréttir