Fleiri fréttir

Haniyeh kominn aftur til Gaza

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, er nú kominn yfir Rafha-landamærin og aftur inn á Gaza-svæðið eftir heimsókn til Egyptalands. Hann fékk ekki að hafa heim með sér gífurlegar fjárhæðir frá helstu bakhjörlum Palestínumanna en takmark ferðalagsins var að ná í fjárstuðning til Palestínumanna.

Bandaríska LÍÚ styður Íslendinga gegn botnvörpubanni

Forseti Bandalags bandarískra útgerðarmanna tekur undir sjónarmið Íslendinga þegar þeir lögðust gegn algjöru botnvörpubanni á úthöfunum í bréfi til Washington Post. Þetta kemur fram á vef LÍÚ í dag. John Connelly segir í bréfinu að bannið hafi ekki verið samþykkt einfaldlega vegna þess að það hafi verið slæm niðurstaða.

Vilja banna aftökur með lyfjum

Andstæðingar dauðarefsingar kröfðust þess í dag að Hæstiréttur Flórída hætti að dæma fólk til dauða með banvænni lyfjasprautu eftir að dauðastríð dæmds morðingja tók 34 mínútur eftir slíka aftöku í gær. Sprauta þurfti manninn tvisvar en hann engdist engu að síður í rúman hálftíma, meðan flestir gefa upp öndina á nokkrum mínútum.

Risi bjargar höfrungum í Kína

Hávaxnasti maður heims bjargaði í dag lífi tveggja höfrunga sem höfðu gleypt plaststykki. Bao Xishun var kallaður til þar sem hann var sá eini sem hafði nógu langar hendur til þess að teygja sig niður í maga höfrunganna. Bao er 2,36 metrar á hæð og hendurnar á honum hvor um sig 1,06 metrar. Höfrungarnir braggast vel eftir inngrip Baos.

Fé leitar þangað sem fjölmiðlar eru

Janfvirði 1200 milljarða íslenskra króna var veitt til hjálparstarfs víða um heim í fyrra, samkvæmt nýrri hamfaraskýrslu Alþjóða Rauða krossins. Fénu er misskipt, að mati skýrsluhöfunda. Sem dæmi hafi ekki nægilega miklu fé verið veitt til hjálparstarfs í Malaví og segir íslenskur sendifulltrúi matvælaverkefnis Rauða krossins þar að fé leiti þangað sem fjölmiðlar séu.

Haniyeh fær ekki að koma heim með peninga

Ísraelsk yfirvöld hafa lokað landamærum Gaza að Egyptalandi og þannig komið í veg fyrir að Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, komist heim. Hann mun hafa í fórum sínum margar milljónir bandaríkjadala sem á að nota til að rétta af fjárhag heimastjórnarinnar. Það vilja Ísraelar ekki.

Flugöryggi á Kastrup rannsakað

Tvö nýleg atvik á Kastrup-flugvelli sem næstum því enduðu með flugslysi eru kveikjan að rannsókn á flugstjórn og rekstri flugvallarins. Flugumferðareftirlitið danska mun fara ofan í saumana á flugvellinum. Síðan í september hefur tvisvar munað 15 metrum eða minna að tvær farþegavélar rækjust saman.

Ban Ki-moon sver embættiseið

Ban Ki-moon sór í dag embættiseið sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann tekur formlega við embættinu af Kofi Annan um áramótin. Ban Ki-moon var áður utanríkisráðherra Suður-Kóreu en sagði því starfi nýverið lausu. Hann er fyrsti Asíubúinn sem gegnir þessu starfi síðan U Thant dró sig í hlé árið 1971.

Líklega myrtar í bíl

Breska lögreglan hefur upplýst að lík vændiskvennanna fimm, sem þegar hafa fundist, hafi öll verið nakin, að frátöldum skartgripum þeirra. Talið er líklegast að þær hafi verið kæfðar eða kyrktar. Greinileg merki um kyrkingu fundust á hálsi að minnsta kosti einnar stúlku.

Forsætisráðherrann fær ekki að hafa með sér peninga

Ísraelar ætla ekki að hleypa Ismail Haniyev, forsætisráðherra Palestínumanna, aftur inn í landið, með milljarða króna fjárhagsaðstoð sem hann hefur safnað erlendis, á undanförnum vikum. Til að hindra endurkomu hans hafa þeir lokað Rafha landamærastöðinni á landamærum Gaza og Egyptalands.

Eyrarsundsbrúin annar ekki umferð

Umferð um Eyrarsundsbrúna milli Danmerkur og Svíþjóðar er svo miklu meiri en gert var ráð fyrir að það horfir til vandræða. Svíar vilja skipa nýja Eyrarsundsnefnd til þess að taka á málinu. Danir hafa þegar ákveðið að bæta við vögnum sín megin frá.

Demokratar að missa meirihluta í öldungadeildinni

Demokratar í Bandaríkjunum bíða nú með öndina í hálsinum eftir að sjá hvort þeir missa meirihluta sinn í öldungadeild þingsins, á nýjan leik. Tim Johnson, öldungadeildarþingmaður, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir skurðaðgerð á heila.

Forsætisráðherra stöðvaður á landamærunum

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, var ekki hleypt inn á Gaza svæðið, í dag, þegar hann kom úr nokkurra vikna heimsókn erlendis frá. Búist er við að hann hafi með sér milljónir dollara í fjárhagsaðstoð við ríkisstjórn sína. Óljóst er hvort Ísraelar hleypa honum inn í landið, með peningana.

Tony Blair í yfirheyrslu hjá Scotland Yard

Breska lögreglan Scotland Yard hefur yfirheyrt Tony Blair, forsætisráðherra, við rannsókn á hneykslismáli sem snýst um mútugreiðslur fyrir aðalstitla. Talsmaður Blairs segir að hann hafi verið kallaður sem vitni, en ekki haft réttarstöðu sakbornings.

Tuttugu trúarbragðaglæpir á mánuði í Danmörku

Danska lögreglan segir að þar í landi séu framin tuttugu afbrot í mánuði, sem eru trúarlegs eðlis, allt frá heiðursmorðum til ýmiskonar þvingana. Óttast er að ungar konur séu neyddar til þess að fremja sjálfsmorð. Danir hafa af þessu áhyggjur, en tölurnar koma ekki á óvart.

Eiturlyfjafíkn var óttanum yfirsterkari

Þótt mikill ótti ríki meðal vændiskvenna í Ipswich, eftir morðin á fimm starfssystrum þeirra, halda þær áfram að falbjóða sig á götum úti. Lögreglan hefur aukið eftirlit í hverfi þeirra, en virðist ekki geta komið í veg fyrir að þær haldi áfram starfi sínu.

Er morðinginn á bláum BMW?

Breska lögreglan leitar nú að feitlögnum manni á bláum BMW sem er sagður hafa tekið eina af myrtu vændiskonunum í Ipswich upp í bílinn hjá sér og ekið með hana á brott. Lögreglan segist hafa býsnin öll af upplýsingum til þess að vinna úr.

Verður að vara við þunglyndislyfjum

Matvæla- og lyfjanefnd Bandaríkjanna ákvað í kvöld að þunglyndislyf skuli merkt með viðvörunum þess efnis að notkun þeirra geti aukið sjálfsvígshugsanir hjá notendum undir 25 ára aldri. Fyrir stendur á pakkningum lyfjanna að börnum og unglingum sé hættara við slíkum hugleiðingum með notkun lyfsins. Lyfin sem um ræðir eru meðal annarra Zoloft og Prozac.

Brúðkaupsplönin að bráðna

Brúðkaupsplönin hafa verið sett á ís hjá nýsjálensku pari sem langar að gifta sig á ísjaka undan ströndum Nýja-Sjálands. Í fyrsta lagi er of hættulegt að lenda á ísjaka nógu lengi til að gifta hjónaleysin, þeir kollsteypast ótt og títt. Önnur hindrunin er lagaleg: væntanlegur lendingarstaður verður að vera innan við 12 sjómílur frá strönd landsins.

Kastró í þátíð

Kúbverjar tala nú æ oftar um leiðtogann veika Fídel Kastró í þátíð, enda hefur hann ekki sést opinberlega frá því í júlílok. Þjóðin hefur ekki fengið að vita hvað ami að leiðtoga hennar eða hvar hann dveljist. Kastró, sem hefur verið við völd í tæplega hálfa öld, sá sér ekki fært að koma fram opinberlega við hátíðarhöld vegna síns eigin áttræðisafmælis nýverið.

Guantanamo-fangi tapaði máli

Salim Ahmed Hamdan, fangi í Guantanamo-fangabúðunum, sem vann mikilvægan dómssigur fyrir hæstarétti Bandaríkjanna í júní, tapaði í dag máli sínu gegn ríkinu. Alríkisdómari vísaði frá kröfunni um að varðhald hans í Guantanamo væri ólöglegt. Dómarinn vísaði í nýlega undirrituð lög um hryðjuverkamenn.

Fangelsisdyrnar lokast á eftir Skilling

Fyrrum framkvæmdastjóri bandaríska orkufyrirtækisins Enron, sem fór á hausinn með háum hvelli árið 2001, hóf fangavist sína í dag í alríkisfangelsinu í Waseca í Minnesota. Hann er dæmdur í 24ra ára fangelsi fyrir hlut sinn í bókhaldssvindli og lygum að hluthöfum fyrirtækisins sem margir áttu allt sitt sparifé í Enron-bréfum.

Danskur ráðherra segir af sér

Lars Barfoed hefur sagt af sér sem fjölskyldu- og neytendaráðherra Danmerkur, stuttu eftir að Danski þjóðarflokkurinn lýsti andstöðu við hann sem ráðherra og þar með er meirihluti þingmanna andsnúinn honum. Hann tilkynnti afsögn sína á blaðamannafundi sem hann boðaði til í kvöld.

Forseti Kenía afþakkar launahækkun

Forseti Kenía, Mwai Kibaki, hafnaði í dag launahækkun sem þingið hafði boðið honum sem hefði nær þrefaldað launaupphæð hans. Kibaki á fyrir umfangsmiklar eignir og viðskiptafyrirtæki og er margfaldur milljónamæringur, í þjóðfélagi þar sem margir þegna hans draga fram lífið á minna en einum Bandaríkjadal á dag.

Verðlaunafé boðið fyrir upplýsingar

Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að raðmorðingja sem hefur myrt fimm vændiskonur nærri Ipswich á tæpum mánuði. Blaðið News of the World hefur heitið jafnvirði rúmlega þrjátíu milljóna íslenskra króna í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku og hafa um tvö þúsund ábendingar þegar borist lögreglu.

Ísraelar brjóta vopnahlé á Gaza

Ísraelskir hermenn drápu palestínskan byssumann í dag, í fyrsta skipti síðan vopnahlé á Gaza milli Palestínumanna og Ísraela var samþykkt þann 26. nóvember síðastliðinn. Maðurinn var skotinn rétt við landamæragirðingu sjálfstjórnarsvæðisins. Hann var meðlimur í Fatah-hreyfingu Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínumanna.

Samkynhneigðir njóti verndar í Færeyjum

Færeyska lögþingið samþykkti í dag að samkynhneigðir skuli njóta lagaverndar gegn háði og ofsóknum. Frumvarpið fer til þriðju umræðu í næstu viku þar sem fastlega er búist við að það verði samþykkt. Sams konar frumvarp var fellt með yfirgnæfandi meirihluta á síðasta ári. Færeyingar hlutu bágt fyrir þá afgreiðslu og málið var meðal annars tekið upp á síðasta þingi Norðurlandaráðs.

Curbishley nýr þjálfari West Ham

Alan Curbishley hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham sem er í eigu Eggerts Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.

Saka Frakka um ódæðisverk í Rúanda

Stjórnvöld í Rúanda hafa sakað franska hermenn um nauðganir og pyntingar í þjóðarmorðinu sem þar var framið árið 1994. Þau fullyrða einnig að Frakkar hafi þjálfað stjórnarherinn og lagt honum til stórskotalið. Frakkar segja hermenn sína ekkert rangt hafa gert.

Lögregla í Ipswich hefur fengið yfir 2000 símtöl vegna morða

Lögregla í Suffolk á Englandi hefur fengið hefur yfir 2000 símtöl frá almenningi í kjölfar þess að hún fann tvö lík í gær sem talin eru af tveimur vændiskonum sem saknað hefur verið. Talið er að raðmorðingi gangi laus í landinu en á skömmum tíma hafa fimm vændiskonur fundist látnar nærri Ipswich.

800 þúsund Írakar í Sýrlandi

Sýrland hefur tekið á móti meira en 800 þúsund flóttamönnum frá Írak, síðan innrásin var gerð í landið árið 2003. Flóttamennirnir fá dvalarleyfi sín endurnýjuð árlega ef þeir hafa fastar tekjur, eiga eignir í Sýrlandi eða hafa skráð börn sín í sýrlenska skóla.

Berlingske Officin segir upp 350 manns

Útgáfufyrirtækið Berlingske Officin hyggst segja upp 350 starfmönnum á næstu tveimur árum en það jafngildir áttunda hverjum starfsmanna. Þetta er gert vegna fjárhagsvanda félagsins.

Mikill áhugi á lýtalækninganámi í Danmörku

Umsóknum læknanema um framhaldsnám í lýtalækningum hefur fjölgað mikið í Danmörku undanfarin ár sem meðal annars má rekja til góðra atvinnuhorfa. Frá þessu greinir Nyhedsavisen.

Góðar löggur

Níu af hverjum tíu kvörtunum um framferði breskra lögregluþjóna, sem bornar voru fram á síðasta ári voru tilefnislausar, að mati sjálfstæðrar rannsóknarnefndar sem fær slíkar kvartanir til meðferðar. Kvörtunum fjölgar þó sífellt, og eru lögregluþjónum þyrnir í augum.

Samkynhneigðir unnu sigur á færeyska lögþinginu

Færeyska lögþingið hefur samþykkt, með 17 atkvæðum gegn 13, að samkynhneigðir skuli njóta lagaverndar gegn háði og ofsóknum. Samskonar frumvarp var fellt með yfirgnæfandi meirihluta á síðasta ári.

Gagnrýnir fjölgun í öryggissveitum

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, gagnrýndi í dag Mahmoud Abbas, forseta, fyrir að fjölga í liði öryggissveita á Gaza ströndinni. Hann sagði að rétta leiðin til þess að koma í veg fyrir ofbeldi væri að virða sigur Hamas í þingkosningunum, sem skiluðu þeim til valda.

Stefnir í stríð í Sómalíu

Allt stefnir í alvarleg stríðsátök í Sómalíu eftir að íslamskir skæruliðar umkringdu borgina Baidoa í suð-vestur Sómalíu í morgun. Þar hefur bráðabirgðastjórn landsins hreiðrað um sig. Stjórnvöld í Eþíópíu viðurkenna að þau hafa flutt hergögn til stjórnvalda síðustu daga auk þess sem liðsmenn í eþíópíska hernum eru sagðir bíða átekta, tilbúnir til átaka ef látið verði sverfa til stáls.

Leitar logandi ljósi að raðmorðingja

Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að raðmorðingja sem hefur myrt fimm vændiskonur nærri Ipswich á Englandi. Óttast er að ódæðismaðurinn fremji annað morð áður en lögregla hefur hendur í hári hans.

Að minnsta kosti 17 fallnir í árásum í Írak í morgun

Að minnsta kosti sautján hafa fallið í tveimur bílsprengjuárásum í Írak í morgun. Tíu létust og 25 særðust þegar bílsprengja sprakk í úthverfi sjía í Bagdad-borg í morgun nærri stað þar sem verkamenn koma saman og leita vinnu.

Lofar Bandaríkjamönnum persónuvernd á ný

Verðandi formaður laganefndar bandaríska þingsins lofaði í dag að berjast gegn því sem hann kallaði tilhneigingu Georges Bush til þess að fótum troða réttindi bandarískra þegna, í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum.

Morðingi Hariris var ekki líbanskur

Rannsóknarlögreglumenn á vegum Sameinuðu þjóðanna telja sig hafa dregið upp nokkuð grófa mynd af sjálfsmorðssprengjumanni sem myrti Rafik Hariri í gífurlegri sprengingu, út frá einni tönn og 33 ofurlitlum, skaðbrunnum húðflipum. Rannsóknarnefndin segir hann hafa verið á þrítugsaldri og að hann hafi ekki verið líbanskur.

Ísraelar virða enn vopnahléð á Gaza

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í kvöld að Ísraelar hefðu ekki í hyggju að svara fyrir sig þó að Palestínumenn hafi skotið um 20 eldflaugum frá Gaza eftir að vopnahlé komst á þar þann 26. nóvember. Vopnaðir hópar á Gaza segja nýlegar árásir Ísraelshers gegn skæruliðum á Vesturbakka Jórdanar brot á vopnahlénu, þó það sé einungis í gildi á Gaza.

Sjá næstu 50 fréttir