Fleiri fréttir Ekki bólar enn á stjórnarskrá Ekkert bólar enn á stjórnarskrá Íraks, en hún á að liggja fyrir í dag. Í síðustu viku gáfu írakskir þingmenn sér viku til viðbótar til að ná sáttum um drög að stjórnarskrá og virðist sem að þeir hafi um fátt annað að velja í dag en að framlengja frestinn um aðra viku. 22.8.2005 00:01 Ráðgátan um píanómanninn leyst Píanómaðurinn svokallaði sem fannst holdvotur á strönd í Bretlandi fyrir fjórum mánuðum, hefur nú loks leyst frá skjóðunni og er farinn heim til Þýskalands. 22.8.2005 00:01 Deilt um stjórnarskrá í Írak Ekkert bólar enn á stjórnarskrá Íraks en hún á að liggja fyrir í dag. Fréttaskýrendur segja hægt að lengja frestinn eða leysa upp þingið og efna til nýrra kosninga. 22.8.2005 00:01 Portúgalar berjast enn við elda Flugvélar sem notaðar eru til þess að berjast við skógarelda steyma nú til Portúgals, en stjórnvöld þar hafa beðið um aðstoð, þar sem þau ráði ekki lengur við eldana. Flugvélar frá Frakklandi og Spáni eru komnar til landsins, og fleiri eru á leiðinni, meðal annars frá Kanada. 22.8.2005 00:01 Herskáir prestar reknir frá Evrópu Herskáir prestar múslima eru nú reknir frá Evrópu, hver af öðrum. Innanríkis- og dómsmálaráðherrar Frakklands, Ítalíu, Þýskalands og Bretlands gerðu með sér samkomulag um að ráðast þannig strax að rótum vandans, án þess að bíða eftir því að Evrópusambandið, sem heild, tæki afstöðu í málinu. 22.8.2005 00:01 Réttarhöldum frestað Héraðsréttur í Boksburg frestaði í gær máli yfir parinu sem grunað er um að hafa myrt Gísla Þorkelsson í Suður-Afríku. Þau Willie Theron 28 ára og Desiree Oberholzer 43 ára eiga að mæta aftur fyrir rétti 5. september. 22.8.2005 00:01 Vildu selja ungling fyrir krakk Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur komið upp um par í Ohio-ríki sem ætlaði að selja 15 ára stúlku í skiptum fyrir pakka af krakki. Nota átti stúlkuna í vændi. 22.8.2005 00:01 Hollenska hænsnfugla undir þak Yfirvöld í Hollandi ætla að leggja bann við því að bændur hafi hænsnfugla sína utandyra í því skyni að sporna gegn útbreiðslu á fuglaflensu. 22.8.2005 00:01 Millilandaflug hefst til Basra Flugvél frá útlöndum lenti í fyrsta skipti í fimmtán ár í Basra, nærststærstu borg Íraks, í gær en þá komst millilandaflug á að nýju eftir langt hlé, við mikinn fögnuð heimamanna, að því er AP-fréttastofan skýrir frá. 22.8.2005 00:01 Varafréttastjóri TV 2 segir af sér Varafréttstjóri sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 í Danmörku hefur sagt starfi sínu lausu, eftir að hún hleypti í gegn fréttapistli um innflytjendagengi, sem ekki var fótur fyrir. 22.8.2005 00:01 Saklausir fá engar bætur Fangar í Bandaríkjunum sem hafa ranglega verið dæmdir fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki eiga í miklum erfiðleikum með að sækja bætur frá ríkinu. 22.8.2005 00:01 Fyrsti gifti prestur Spánar Kaþólski biskupinn á spænsku eyjunni Teneríf á Kanaríeyjum hefur skipað giftan, tveggja barna föður í embætti prests á eyjunni. 22.8.2005 00:01 100 þúsund manna borg í hættu Þúsundir slökkviliðsmanna og enn fleiri íbúar Portúgal unnu hörðum höndum við að ráða niðurlögum skógarelda sem geisa víða um landið. Hundrað þúsund manna borg er í hættu og ríkisstjórnin hefur beðið nágrannaþjóðir um hjálp. </font /></b /> 22.8.2005 00:01 Vélina skorti eldsneyti Fall á loftþrýstingi og eldsneytisskortur varð til þess að kýpverska flugvélin, sem hrapaði norður af Aþenu í Grikklandi fyrr í mánuðinum þegar 121 farþegar og áhöfn létust, missti afl. 22.8.2005 00:01 Brasilíumenn yfirheyra nefnd Tveir háttsettir brasilískir embættismenn komu til Lundúna í gær til að yfirheyra rannsóknarnefndina sem rannsakar drápið á Jean Charles de Menezes. 22.8.2005 00:01 Brasilísk stjórnvöld vilja svör Ian Blair kveðst nú ekki hafa vitað að brasilíumaðurinn Jean Charles De Menezes hefði verið blásaklaus fyrr en sólarhring eftir að hann var skotinn á neðanjarðarlestarstöð í misgripum fyrir hryðjuverkamann. 22.8.2005 00:01 Farfuglar smitleið fuglaflensu Rússneskir farfuglar frá Síberíu þar sem fuglaflensa geisar munu verða á vegi íslenskra farfugla í vetur. Allar líkur eru á að flensan berist í kjölfarið hingað til lands í vor. 22.8.2005 00:01 Tekist á um stjórnarskrá Borgarastríð blasir við þvingi Sjítar og Kúrdar sína útgáfu af írakskri stjórnarskrá í gegnum þingið, þvert á vilja Súnníta. 22.8.2005 00:01 Róttækar björgunaraðgerðir Árekstrar mannskepnunnar og tignarlegra kattardýra valda því að bengal-tígrisdýrin eru í útrýmingarhættu. Grípa á til róttækra aðgerða til að sporna við þessari þróun. 22.8.2005 00:01 Stjórnarskrárdrög lögð fram í Írak Drög að nýrri stjórnarskrá Íraks voru kynnt íraska þinginu í gær, þrátt fyrir mótmæli minnihluta súnnía. "Við höfnum stjórnarskrárdrögunum sem lögð voru fram því samþykki okkar vantaði," sagði Nasser al-Janabi, fulltrúi súnnía. 22.8.2005 00:01 Brottflutning lokið á Gaza Brottflutningi landnema gyðinga á Gaza lauk í gær, en Ísraelsher mætti ekki andstöðu þegar farið var inn í Netzarim, síðustu landnemabyggðina, síðdegis í gær. 22.8.2005 00:01 Neitar að hafa vitað af sakleysi Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, neitar því að hafa vitað að Brasilíumaðurinn sem lögreglan skaut til bana á neðanjarðarlestarstöð fyrir mánuði, hafi verið saklaus, fyrr en sólarhring síðar. Fjölskylda hins látna krefst þess að lögreglustjórinn segi af sér, það geti hreinlega ekki verið að lögreglustjórinn hafi gefið opinberar yfirlýsingar um málið án þess að vera kunnugt um staðreyndir. 21.8.2005 00:01 Einingartákni stolið í Sviss Sögulegu 80 kílóa tákni um einingu svissnesku þjóðarinnar hefur verið stolið. Um er að ræða heljarinnar grjóthnullung sem kallaður er Unspunnenstein. Steinaræningjarnir hafa enn ekki sett fram kröfur um lausnargjald, en talið er að þjófarnir séu frönskumælandi íbúar Júrafjalla sem krefjast þess að þeirra svæði verði hluti af frönskumælandi Júrakantónununni en ekki Bernarkantónu þar sem þýska er ráðandi. 21.8.2005 00:01 Íbúar í Júrafjöllum grunaðir Unspunnenstein, sögulegu áttatíu kílóa tákni um einingu svissnesku þjóðarinnar hefur verið stolið. Lögregla telur hóp frönskumælandi íbúa Júrafjalla vera að verki. 21.8.2005 00:01 Ísraelsher mætir mótstöðu Ísraelski herinn er nú að brjóta sér leið inn í síðustu landnemabyggðirnar á Gaza-ströndinni og á Vesturbakkanum sem á að rýma. Hann hefur mætt töluverðri mótstöðu sums staðar og hefur þurft að nota jarðýtur til að ryðja frá brennandi haugum af dekkjum og heyi sem íbúar hafa hlaðið fyrir framan hliðin að byggðunum. 21.8.2005 00:01 Hátt í milljón við messu páfa Allt að ein milljón ungmenna frá tæplega tvö hundruð löndum hlýddi á útimessu Benedikts sextánda páfa í Marienfeld í Þýskalandi í dag. Messan var lokapunktur fyrstu heimsóknar Benedikts til annars lands og brýndi hann fyrir ungdómnum að í trúnni sé ekki hægt að velja og hafna. 21.8.2005 00:01 Þyrla hafi ekki verið skotin niður Rannsókn á tildrögum þess að þyrla með sautján spænska friðargæsluliða innanborðs hrapaði í Afganistan á þriðjudaginn hefur leitt í ljós að útilokað er að hún hafi verið skotin niður. Allir sem um borð voru létust og var útför þeirra gerð í Madríd í gær. Háttsettur talibanaleiðtogi hafði áður lýst því yfir að skæruliðar talibana hefðu grandað þyrlunni en gat ekkert sýnt því til sönnunar. 21.8.2005 00:01 Ljón drápu konu í Zimbabwe Japönsk kona lést eftir að hópur ljóna réðst á hana í dýrargarði nærri Harare, höfuðborg Zimbabwe, í dag. Konan, sem starfaði í sendiráði Japana í landinu, var í garðinum ásamt fimm samstarfsmönnum og hafði farið inn fyrir ljónagirðingu ásamt starfsmanni garðsins. Þegar konan hugðist svo fara út fyrir girðinguna aftur réðst eitt ljónanna á hana og nokkur önnur fylgdu svo í kjölfarið. 21.8.2005 00:01 Portúgal leitar til ESB vegna elda Portúgalar hafa beðið Evrópusambandið um aðstoð vegna skógarelda sem eyðilagt hafa á annað hundrað þúsund hektara landsvæðis á síðustu vikum. Yfirvöld í Portúgal glíma nú við mestu þurrka sem um getur í landinu frá því að skráningar hófust og hafa þeir gert slökkviliðsmönnum mjög erfitt fyrir. 21.8.2005 00:01 Sprengja sprakk nærri sendiráðsbíl Tveir starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Afganistan særðust lítillega þegar vegsprengja sprakk nærri bílalest þeirra við höfuðborgina Kabúl í dag. Talsmaður sendiráðsins vildi ekki greina frá því hverjir hefðu særst og neitaði að svara því hvor sendiherrann sjálfur, Ronald Neumann, hefði verið í bílalestinni. 21.8.2005 00:01 Óbreyttir borgarar falla í valinn Nokkur fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið í árásum í Írak síðasta sólarhringinn. Í gærkvöld myrtu byssumenn fimm manna fjölskyldu í bænum Samarra, en heimilisfaðirinn mun hafa starfað sem vörður hjá lyfjaverksmiðju í bænum. Þá lést sex ára barn þegar flugskeyti lenti á heimili þessi í bænum Seeniya og einn óbreyttur borgari lést þegar vegsprengja sprakk nærri bíl hans í bæ suður af Bagdad. 21.8.2005 00:01 Saka BBC um nornaveiðar Múslímaráð Bretlands, stærstu samtök múlíma í Bretlandi, saka breska ríkissjónvarpið um að standa fyrir nornaveiðum gegn múlímum í fréttaskýringarþættinum <em>Panorama</em> sem sýna á í kvöld. Þar er vilji Múslímaráðsins til að takast á við öfgasinna í samfélögum múslíma dreginn í efa. 21.8.2005 00:01 Discovery loks til Flórída Geimferjan Discovery er nú loks komin aftur til Flórída þaðan sem hún lagði af stað síðla júlímánaðar áleiðis til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Eins og kunnugt er lenti ferjan í allnokkrum vandræðum við flugtak á Canarveral-höfða á Flórída þegar gat kom á einangrun hennar og var jafnvel óttast að hún myndi farast þegar hún kæmi aftur til jarðar. 21.8.2005 00:01 Fundu lík við leit að strák Breska lögreglan, sem leitað hefur 11 ára skosks drengs síðustu daga, greindi frá því í dag að hún hefði fundið lík án þess þó að tilgreina hvort það væri af drengnum. Rory Blackhall hvarf á fimmtudagsmorgun eftir að móðir hans hafði keyrt hann í skólann og hófst í kjölfarið umfangsmikil leit á því svæði sem hann sást síðast, en hann býr í Livingstone. Ekki liggur fyrir hvort einhver liggur undir grun um að hafa numið Blackhall á brott. 21.8.2005 00:01 Hafi 48 stundir til að leysa deilu Breska flugfélagið British Airways hefur fengið frest fram á þriðjudagskvöld til að leysa deilu sína Gate Gourmet, flugeldhúsfélagið sem sér flugfélaginu fyrir mat, að öðrum kosti verður Gate Gourmet gjaldþrota. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni innan flugeldhúsfélagsins í dag. 21.8.2005 00:01 Vilja flytja dýr frá Afríku Vísindamenn við Cornell-háskóla í New York hafa komið fram með nýja hugmynd til þess að bjarga dýrategundum í Afríku sem eru í útrýmingarhættu. Þeir leggja til að t.d. ljón, fílar og kameldýr verði flutt til Bandaríkjanna og komið fyrir á sléttum landsins. 21.8.2005 00:01 Sneru aftur og stálu rifflum Tveir ísraelskir landnemar, sem fluttir höfðu verið á brott frá Shirat Hayam landnemabyggðinni á Gaza-svæðinu, sneru þangað aftur í dag, stálu rifflum af ísraelskum hermönnum og hafa nú lokað sig af inni í byggingu í landnemabyggðinni. Samkvæmt ísraelsku sjónvarpi höfðu mennirnir fengið leyfi hjá hernum til að snúa aftur til heimilis síns til að sækja föggur sínar en gripu þá tækifærið og rændu rifflunum. 21.8.2005 00:01 Átök á Gasaströndinni í dag Til nokkurra átaka kom milli landnema og ísraelskra hermanna í dag, þegar þeir síðarnefndu hófu að rýma síðustu landnemabyggðir gyðinga á Gasaströndinni og Vesturbakkanum, sem ríkisstjórn Ariels Sharons hefur ákveðið að skuli víkja. Húsin verða rifin áður en Palestínumenn fá yfirráð yfir landinu en þeir mega nýta byggingarefnið sem eftir verður. 21.8.2005 00:01 Á brattann að sækja fyrir Benedikt Heimsókn Benedikts páfa sextánda til Þýskalands lauk í dag með útimessu fyrir framan um eina milljón ungmenna sem komin voru alls staðar að úr heiminum til að berja nýja páfann augum. Honum þótti takast ágætlega upp, en það er mál manna að það sé á brattann að sækja fyrir Benedikt að ávinna sér viðlíka vinsældir meðal æskunnar og forveri hans Jóhannes Páll annar naut. 21.8.2005 00:01 Kínverjar ná stjórn á svínaveiki Yfirvöld í Kína segjast hafa náð stjórn á sjúkdómi sem dregið hefur 38 til dauða í suðvesturhluta landsins. 21.8.2005 00:01 Dönum fer að fækka Danir eru deyjandi þjóð ef marka má niðurstöður rannsóknar Kaupmannahafnarháskóla. Útreikningarnir sem taka mið af nýjum tölum frá Hagstofu Danmerkur sýna að fjöldi Dana nái að öllum líkindum hámarki þegar á næsta ári 21.8.2005 00:01 Breskra hermanna minnst Karl Bretaprins fór í gær fyrir hátíðlegri athöfn til að minnast þess að sextíu ár eru liðin frá því að Japan gafst upp í síðari heimsstyrjöldinni en það markaði einnig lok hennar. Athöfnin var tileinkuð þeim hermönnum sem börðust fyrir hönd Breta í Austurlöndum fjær. 21.8.2005 00:01 Bréf frá Saddam birtist í blöðum Bréf Saddams Hussein til óþekkts vinar var birt í tveimur dagblöðum í Jórdaníu um helgina. Þar heitir Saddam því að hann muni fórna sjálfum sér fyrir málstað Palestínu og Íraks. Eftir því sem næst verður komist barst bréfið í gegnum Alþjóða Rauða Krossinn til gamals vinar Saddams sem búsettur er í Jórdaníu. 21.8.2005 00:01 Slökkviliðsstjóri kveikir í Yfirmaður slökkviliðs á Spáni hefur verið handtekinn grunaður um að kveikja fimmtán af þeim fjölmörgu skógareldum sem geysað hafa í Galicia-héraðinu á norðvesturhluta landsins að undanförnu. 21.8.2005 00:01 Slösuðust eftir lendingu Níu farþegar slösuðust eftir nauðlendingu farþegaflugvélar ástralska flugfélagsins Qantas á flugvellinum í Osaka í Japan. 21.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ekki bólar enn á stjórnarskrá Ekkert bólar enn á stjórnarskrá Íraks, en hún á að liggja fyrir í dag. Í síðustu viku gáfu írakskir þingmenn sér viku til viðbótar til að ná sáttum um drög að stjórnarskrá og virðist sem að þeir hafi um fátt annað að velja í dag en að framlengja frestinn um aðra viku. 22.8.2005 00:01
Ráðgátan um píanómanninn leyst Píanómaðurinn svokallaði sem fannst holdvotur á strönd í Bretlandi fyrir fjórum mánuðum, hefur nú loks leyst frá skjóðunni og er farinn heim til Þýskalands. 22.8.2005 00:01
Deilt um stjórnarskrá í Írak Ekkert bólar enn á stjórnarskrá Íraks en hún á að liggja fyrir í dag. Fréttaskýrendur segja hægt að lengja frestinn eða leysa upp þingið og efna til nýrra kosninga. 22.8.2005 00:01
Portúgalar berjast enn við elda Flugvélar sem notaðar eru til þess að berjast við skógarelda steyma nú til Portúgals, en stjórnvöld þar hafa beðið um aðstoð, þar sem þau ráði ekki lengur við eldana. Flugvélar frá Frakklandi og Spáni eru komnar til landsins, og fleiri eru á leiðinni, meðal annars frá Kanada. 22.8.2005 00:01
Herskáir prestar reknir frá Evrópu Herskáir prestar múslima eru nú reknir frá Evrópu, hver af öðrum. Innanríkis- og dómsmálaráðherrar Frakklands, Ítalíu, Þýskalands og Bretlands gerðu með sér samkomulag um að ráðast þannig strax að rótum vandans, án þess að bíða eftir því að Evrópusambandið, sem heild, tæki afstöðu í málinu. 22.8.2005 00:01
Réttarhöldum frestað Héraðsréttur í Boksburg frestaði í gær máli yfir parinu sem grunað er um að hafa myrt Gísla Þorkelsson í Suður-Afríku. Þau Willie Theron 28 ára og Desiree Oberholzer 43 ára eiga að mæta aftur fyrir rétti 5. september. 22.8.2005 00:01
Vildu selja ungling fyrir krakk Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur komið upp um par í Ohio-ríki sem ætlaði að selja 15 ára stúlku í skiptum fyrir pakka af krakki. Nota átti stúlkuna í vændi. 22.8.2005 00:01
Hollenska hænsnfugla undir þak Yfirvöld í Hollandi ætla að leggja bann við því að bændur hafi hænsnfugla sína utandyra í því skyni að sporna gegn útbreiðslu á fuglaflensu. 22.8.2005 00:01
Millilandaflug hefst til Basra Flugvél frá útlöndum lenti í fyrsta skipti í fimmtán ár í Basra, nærststærstu borg Íraks, í gær en þá komst millilandaflug á að nýju eftir langt hlé, við mikinn fögnuð heimamanna, að því er AP-fréttastofan skýrir frá. 22.8.2005 00:01
Varafréttastjóri TV 2 segir af sér Varafréttstjóri sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 í Danmörku hefur sagt starfi sínu lausu, eftir að hún hleypti í gegn fréttapistli um innflytjendagengi, sem ekki var fótur fyrir. 22.8.2005 00:01
Saklausir fá engar bætur Fangar í Bandaríkjunum sem hafa ranglega verið dæmdir fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki eiga í miklum erfiðleikum með að sækja bætur frá ríkinu. 22.8.2005 00:01
Fyrsti gifti prestur Spánar Kaþólski biskupinn á spænsku eyjunni Teneríf á Kanaríeyjum hefur skipað giftan, tveggja barna föður í embætti prests á eyjunni. 22.8.2005 00:01
100 þúsund manna borg í hættu Þúsundir slökkviliðsmanna og enn fleiri íbúar Portúgal unnu hörðum höndum við að ráða niðurlögum skógarelda sem geisa víða um landið. Hundrað þúsund manna borg er í hættu og ríkisstjórnin hefur beðið nágrannaþjóðir um hjálp. </font /></b /> 22.8.2005 00:01
Vélina skorti eldsneyti Fall á loftþrýstingi og eldsneytisskortur varð til þess að kýpverska flugvélin, sem hrapaði norður af Aþenu í Grikklandi fyrr í mánuðinum þegar 121 farþegar og áhöfn létust, missti afl. 22.8.2005 00:01
Brasilíumenn yfirheyra nefnd Tveir háttsettir brasilískir embættismenn komu til Lundúna í gær til að yfirheyra rannsóknarnefndina sem rannsakar drápið á Jean Charles de Menezes. 22.8.2005 00:01
Brasilísk stjórnvöld vilja svör Ian Blair kveðst nú ekki hafa vitað að brasilíumaðurinn Jean Charles De Menezes hefði verið blásaklaus fyrr en sólarhring eftir að hann var skotinn á neðanjarðarlestarstöð í misgripum fyrir hryðjuverkamann. 22.8.2005 00:01
Farfuglar smitleið fuglaflensu Rússneskir farfuglar frá Síberíu þar sem fuglaflensa geisar munu verða á vegi íslenskra farfugla í vetur. Allar líkur eru á að flensan berist í kjölfarið hingað til lands í vor. 22.8.2005 00:01
Tekist á um stjórnarskrá Borgarastríð blasir við þvingi Sjítar og Kúrdar sína útgáfu af írakskri stjórnarskrá í gegnum þingið, þvert á vilja Súnníta. 22.8.2005 00:01
Róttækar björgunaraðgerðir Árekstrar mannskepnunnar og tignarlegra kattardýra valda því að bengal-tígrisdýrin eru í útrýmingarhættu. Grípa á til róttækra aðgerða til að sporna við þessari þróun. 22.8.2005 00:01
Stjórnarskrárdrög lögð fram í Írak Drög að nýrri stjórnarskrá Íraks voru kynnt íraska þinginu í gær, þrátt fyrir mótmæli minnihluta súnnía. "Við höfnum stjórnarskrárdrögunum sem lögð voru fram því samþykki okkar vantaði," sagði Nasser al-Janabi, fulltrúi súnnía. 22.8.2005 00:01
Brottflutning lokið á Gaza Brottflutningi landnema gyðinga á Gaza lauk í gær, en Ísraelsher mætti ekki andstöðu þegar farið var inn í Netzarim, síðustu landnemabyggðina, síðdegis í gær. 22.8.2005 00:01
Neitar að hafa vitað af sakleysi Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, neitar því að hafa vitað að Brasilíumaðurinn sem lögreglan skaut til bana á neðanjarðarlestarstöð fyrir mánuði, hafi verið saklaus, fyrr en sólarhring síðar. Fjölskylda hins látna krefst þess að lögreglustjórinn segi af sér, það geti hreinlega ekki verið að lögreglustjórinn hafi gefið opinberar yfirlýsingar um málið án þess að vera kunnugt um staðreyndir. 21.8.2005 00:01
Einingartákni stolið í Sviss Sögulegu 80 kílóa tákni um einingu svissnesku þjóðarinnar hefur verið stolið. Um er að ræða heljarinnar grjóthnullung sem kallaður er Unspunnenstein. Steinaræningjarnir hafa enn ekki sett fram kröfur um lausnargjald, en talið er að þjófarnir séu frönskumælandi íbúar Júrafjalla sem krefjast þess að þeirra svæði verði hluti af frönskumælandi Júrakantónununni en ekki Bernarkantónu þar sem þýska er ráðandi. 21.8.2005 00:01
Íbúar í Júrafjöllum grunaðir Unspunnenstein, sögulegu áttatíu kílóa tákni um einingu svissnesku þjóðarinnar hefur verið stolið. Lögregla telur hóp frönskumælandi íbúa Júrafjalla vera að verki. 21.8.2005 00:01
Ísraelsher mætir mótstöðu Ísraelski herinn er nú að brjóta sér leið inn í síðustu landnemabyggðirnar á Gaza-ströndinni og á Vesturbakkanum sem á að rýma. Hann hefur mætt töluverðri mótstöðu sums staðar og hefur þurft að nota jarðýtur til að ryðja frá brennandi haugum af dekkjum og heyi sem íbúar hafa hlaðið fyrir framan hliðin að byggðunum. 21.8.2005 00:01
Hátt í milljón við messu páfa Allt að ein milljón ungmenna frá tæplega tvö hundruð löndum hlýddi á útimessu Benedikts sextánda páfa í Marienfeld í Þýskalandi í dag. Messan var lokapunktur fyrstu heimsóknar Benedikts til annars lands og brýndi hann fyrir ungdómnum að í trúnni sé ekki hægt að velja og hafna. 21.8.2005 00:01
Þyrla hafi ekki verið skotin niður Rannsókn á tildrögum þess að þyrla með sautján spænska friðargæsluliða innanborðs hrapaði í Afganistan á þriðjudaginn hefur leitt í ljós að útilokað er að hún hafi verið skotin niður. Allir sem um borð voru létust og var útför þeirra gerð í Madríd í gær. Háttsettur talibanaleiðtogi hafði áður lýst því yfir að skæruliðar talibana hefðu grandað þyrlunni en gat ekkert sýnt því til sönnunar. 21.8.2005 00:01
Ljón drápu konu í Zimbabwe Japönsk kona lést eftir að hópur ljóna réðst á hana í dýrargarði nærri Harare, höfuðborg Zimbabwe, í dag. Konan, sem starfaði í sendiráði Japana í landinu, var í garðinum ásamt fimm samstarfsmönnum og hafði farið inn fyrir ljónagirðingu ásamt starfsmanni garðsins. Þegar konan hugðist svo fara út fyrir girðinguna aftur réðst eitt ljónanna á hana og nokkur önnur fylgdu svo í kjölfarið. 21.8.2005 00:01
Portúgal leitar til ESB vegna elda Portúgalar hafa beðið Evrópusambandið um aðstoð vegna skógarelda sem eyðilagt hafa á annað hundrað þúsund hektara landsvæðis á síðustu vikum. Yfirvöld í Portúgal glíma nú við mestu þurrka sem um getur í landinu frá því að skráningar hófust og hafa þeir gert slökkviliðsmönnum mjög erfitt fyrir. 21.8.2005 00:01
Sprengja sprakk nærri sendiráðsbíl Tveir starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Afganistan særðust lítillega þegar vegsprengja sprakk nærri bílalest þeirra við höfuðborgina Kabúl í dag. Talsmaður sendiráðsins vildi ekki greina frá því hverjir hefðu særst og neitaði að svara því hvor sendiherrann sjálfur, Ronald Neumann, hefði verið í bílalestinni. 21.8.2005 00:01
Óbreyttir borgarar falla í valinn Nokkur fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið í árásum í Írak síðasta sólarhringinn. Í gærkvöld myrtu byssumenn fimm manna fjölskyldu í bænum Samarra, en heimilisfaðirinn mun hafa starfað sem vörður hjá lyfjaverksmiðju í bænum. Þá lést sex ára barn þegar flugskeyti lenti á heimili þessi í bænum Seeniya og einn óbreyttur borgari lést þegar vegsprengja sprakk nærri bíl hans í bæ suður af Bagdad. 21.8.2005 00:01
Saka BBC um nornaveiðar Múslímaráð Bretlands, stærstu samtök múlíma í Bretlandi, saka breska ríkissjónvarpið um að standa fyrir nornaveiðum gegn múlímum í fréttaskýringarþættinum <em>Panorama</em> sem sýna á í kvöld. Þar er vilji Múslímaráðsins til að takast á við öfgasinna í samfélögum múslíma dreginn í efa. 21.8.2005 00:01
Discovery loks til Flórída Geimferjan Discovery er nú loks komin aftur til Flórída þaðan sem hún lagði af stað síðla júlímánaðar áleiðis til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Eins og kunnugt er lenti ferjan í allnokkrum vandræðum við flugtak á Canarveral-höfða á Flórída þegar gat kom á einangrun hennar og var jafnvel óttast að hún myndi farast þegar hún kæmi aftur til jarðar. 21.8.2005 00:01
Fundu lík við leit að strák Breska lögreglan, sem leitað hefur 11 ára skosks drengs síðustu daga, greindi frá því í dag að hún hefði fundið lík án þess þó að tilgreina hvort það væri af drengnum. Rory Blackhall hvarf á fimmtudagsmorgun eftir að móðir hans hafði keyrt hann í skólann og hófst í kjölfarið umfangsmikil leit á því svæði sem hann sást síðast, en hann býr í Livingstone. Ekki liggur fyrir hvort einhver liggur undir grun um að hafa numið Blackhall á brott. 21.8.2005 00:01
Hafi 48 stundir til að leysa deilu Breska flugfélagið British Airways hefur fengið frest fram á þriðjudagskvöld til að leysa deilu sína Gate Gourmet, flugeldhúsfélagið sem sér flugfélaginu fyrir mat, að öðrum kosti verður Gate Gourmet gjaldþrota. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni innan flugeldhúsfélagsins í dag. 21.8.2005 00:01
Vilja flytja dýr frá Afríku Vísindamenn við Cornell-háskóla í New York hafa komið fram með nýja hugmynd til þess að bjarga dýrategundum í Afríku sem eru í útrýmingarhættu. Þeir leggja til að t.d. ljón, fílar og kameldýr verði flutt til Bandaríkjanna og komið fyrir á sléttum landsins. 21.8.2005 00:01
Sneru aftur og stálu rifflum Tveir ísraelskir landnemar, sem fluttir höfðu verið á brott frá Shirat Hayam landnemabyggðinni á Gaza-svæðinu, sneru þangað aftur í dag, stálu rifflum af ísraelskum hermönnum og hafa nú lokað sig af inni í byggingu í landnemabyggðinni. Samkvæmt ísraelsku sjónvarpi höfðu mennirnir fengið leyfi hjá hernum til að snúa aftur til heimilis síns til að sækja föggur sínar en gripu þá tækifærið og rændu rifflunum. 21.8.2005 00:01
Átök á Gasaströndinni í dag Til nokkurra átaka kom milli landnema og ísraelskra hermanna í dag, þegar þeir síðarnefndu hófu að rýma síðustu landnemabyggðir gyðinga á Gasaströndinni og Vesturbakkanum, sem ríkisstjórn Ariels Sharons hefur ákveðið að skuli víkja. Húsin verða rifin áður en Palestínumenn fá yfirráð yfir landinu en þeir mega nýta byggingarefnið sem eftir verður. 21.8.2005 00:01
Á brattann að sækja fyrir Benedikt Heimsókn Benedikts páfa sextánda til Þýskalands lauk í dag með útimessu fyrir framan um eina milljón ungmenna sem komin voru alls staðar að úr heiminum til að berja nýja páfann augum. Honum þótti takast ágætlega upp, en það er mál manna að það sé á brattann að sækja fyrir Benedikt að ávinna sér viðlíka vinsældir meðal æskunnar og forveri hans Jóhannes Páll annar naut. 21.8.2005 00:01
Kínverjar ná stjórn á svínaveiki Yfirvöld í Kína segjast hafa náð stjórn á sjúkdómi sem dregið hefur 38 til dauða í suðvesturhluta landsins. 21.8.2005 00:01
Dönum fer að fækka Danir eru deyjandi þjóð ef marka má niðurstöður rannsóknar Kaupmannahafnarháskóla. Útreikningarnir sem taka mið af nýjum tölum frá Hagstofu Danmerkur sýna að fjöldi Dana nái að öllum líkindum hámarki þegar á næsta ári 21.8.2005 00:01
Breskra hermanna minnst Karl Bretaprins fór í gær fyrir hátíðlegri athöfn til að minnast þess að sextíu ár eru liðin frá því að Japan gafst upp í síðari heimsstyrjöldinni en það markaði einnig lok hennar. Athöfnin var tileinkuð þeim hermönnum sem börðust fyrir hönd Breta í Austurlöndum fjær. 21.8.2005 00:01
Bréf frá Saddam birtist í blöðum Bréf Saddams Hussein til óþekkts vinar var birt í tveimur dagblöðum í Jórdaníu um helgina. Þar heitir Saddam því að hann muni fórna sjálfum sér fyrir málstað Palestínu og Íraks. Eftir því sem næst verður komist barst bréfið í gegnum Alþjóða Rauða Krossinn til gamals vinar Saddams sem búsettur er í Jórdaníu. 21.8.2005 00:01
Slökkviliðsstjóri kveikir í Yfirmaður slökkviliðs á Spáni hefur verið handtekinn grunaður um að kveikja fimmtán af þeim fjölmörgu skógareldum sem geysað hafa í Galicia-héraðinu á norðvesturhluta landsins að undanförnu. 21.8.2005 00:01
Slösuðust eftir lendingu Níu farþegar slösuðust eftir nauðlendingu farþegaflugvélar ástralska flugfélagsins Qantas á flugvellinum í Osaka í Japan. 21.8.2005 00:01