Erlent

Brottflutning lokið á Gaza

Brottflutningi landnema gyðinga á Gaza lauk í gær, en Ísraelsher mætti ekki andstöðu þegar farið var inn í Netzarim, síðustu landnemabyggðina, síðdegis í gær. Landnemarnir kvöddu með tárum og voru svo fluttir á braut í brynvörðum bílum. Þar með lauk um fjörutíu ára landnámi á svæðinu, byggðirnar hafa verið taldar draga úr friðarhorfum í Miðausturlöndum. Í tilefni dagsins hringdi Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, í Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels og ræddust þeir við í um fimm mínútur. Samtal þeirra er það fyrsta í tvo mánuði. Báðir hétu þeir því að vinna áfram að friði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×