Fleiri fréttir

Hafnar aðstoð Bandaríkjamanna

Fidel Castro, forseti Kúbu, hafnaði 50 þúsund dollara aðstoð frá Bandaríkjastjórn í gær eftir að fellibylurinn Dennis reið þar yfir um helgina. Castro ávarpaði þjóð sína og sagði að það væri alveg ljóst að Kúba myndi aldrei þiggja neina aðstoð frá Bandaríkjunum.

Lögreglumaður særðist í sprengingu

Einn lögreglumaður særðist lítillega þegar sprengja sprakk á kaffihúsi í menningarhúsi Ítalíu í Barcelona á Spáni í morgun. Sprengjan er sögð hafa verið heimatilbúin og hafði henni verið komið fyrir í kaffivél á staðnum.

Hafðist við á flugvelli í eitt ár

Fyrrverandi Keníabúi, sem hafðist við í meira en eitt ár á flugvellinum í Naíróbó, fékk breskan ríkisborgararétt í morgun. Maðurinn, Sanjay Shah, var viðstaddur sérstaka athöfn í breska sendiráðinu í Naíróbí og fær hann afhent breskt vegabréf innan viku.

75% Dana telja árás líklega

Fleiri Danir óttast að hryðjuverkaárás verði gerð í Danmörku en áður, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þrír af hverjum fjórum telja líklegt að Danmörk verði fyrir árás á næstu árum. Helmingur þjóðarinnar styður enn stríðið í Írak.

Albert settur inn í furstaembættið

Hátíðarhöld hófust í Monte Carlo í Mónakó í morgun í tilefni af innsetningu Alberts prins í embætti Mónakófursta en Rainier fursti, faðir hans, lést eftir langvarandi veikindi í apríl síðastliðnum.

London: Líklega sjálfsmorðsárásir

Breska fréttastöðin Sky hefur það eftir heimildum innan lögreglunnar að fjórir tilræðismenn í sprengjuárásunum í London í síðustu viku hafi látist í árásunum. Ýtir þetta undir þann grun að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða.

Grunur um að a.m.k. einn hafi dáið

Breska lögreglan er enn að reyna að komast að því hvort allir fjórir sprengjutilræðismennirnir í London í síðustu viku hafi látist í árásunum. Talsmaður lögreglunnar greindi frá þessu í beinni útsendingu á Sky-fréttastöðinni rétt í þessu. Sterkar vísbendingar eru um að a.m.k. einn þeirra hafi látist í sprengingunni við Aldgate-lestarstöðina.

Með 300 ketti á heimilinu

Rúmlega 300 kettir voru fjarlægðir af heimili eldri konu í Virginíufylki í Bandaríkjunum á dögunum. Um þriðjungur kattanna var dauður.

Tvennum sögum fer af mannfalli

Tvennum sögum fer af mannfalli í sjálfsmorðssprengjuárás í verslunarmiðstöð í Ísrael fyrr í dag. Meðlimur öryggisveitar á vettvangi segir að a.m.k. 30 hafi látist. Annar heimildarmaður segir aðeins þrjá hafa farist.

Enginn lýst ábyrgð á sprengingunni

Einn lögreglumaður særðist lítillega þegar sprengja sprakk við kaffihús menningarstofnunar Ítalíu í Barcelona á Spáni í morgun. Talið er að ítalskir stjórnleysingjar standi á bak við atvikið en enn sem komið er hefur enginn lýst ábyrgð á því.

Bendir allt til sjálfsmorðsárása

Talið er að fjórir tilræðismenn hafi verið meðal þeirra sem létu lífið í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum síðastliðinn fimmtudag. Breska lögreglan greindi frá þessu síðdegis og bendir allt til þess að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða.

Norskur fjársvikari fyrirfór sér

Norski fjársvikarinn Ole Christian Bach skaut sig í bifreið sinni á flótta undan sænsku lögreglunni á mánudagskvöld. Mikil umræða var um málið í skandinavískum fjölmiðlum í gær og hefur lögmaður Bach óskað eftir rannsókn á dauða hans.

Fyrrum forsætisráðherra í rannsókn

Saksóknarar í Rússlandi hófu á mánudag rannsókn á meintum fjársvikum Mikhail Kasyanov, sem var forsætisráðherra Rússlands árin 2000-2004. Eftir að Pútín Rússlandsforseti rak hann úr embætti á síðasta ári gerðist Kasyanov einn harðasti gagnrýnandi Pútins.

Sjálfsmorðsárás í Ísrael

Átján ára gamall Palestínumaður framdi sjálfsmorðssprengjuárás utan við verslunarmiðstöð í bænum Netanía í gær. Tvær konur létust og þrjátíu særðust í árásinni. Þetta er önnur sjálfsmorðsárásin síðan vopnahlé var samþykkt fyrir fimm mánuðum.

Húsleit hjá Intel

<font face="Helv">S</font>amkeppnisyfirvöld í Evrópu leituðu í gær óvænt samtímis á skrifstofum Intel í Bretlandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Intel er stærsti framleiðandi tölvuörgjörva í heiminum með 90 prósent markaðshlutdeild,

Líklega sjálfsmorðsárásir

Breska lögreglan rannsakar nú hvort fjórir meintir sjálfsmorðsárásarmenn hafi verið meðal þeirra látnu í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum. Í gærkvöld sagðist hún hafa sannanir fyrir því að í það minnsta einn sprengjumaður hafi látist og verið væri að kanna hvort svo hefði verið um þá alla.

Sprenging í verslunarmiðstöð

Sprenging varð í verslunarmiðstöð í bænum Netanya í Ísrael fyrir stundu. Að sögn útvarpsins á staðnum eru margir látnir. Nánari upplýsingar um sprenging<font face="Courier New">una</font> liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Öryggisgæsla í hámarki

Öryggisgæsla í London hefur enn verið hert og er nú í algjöru hámarki þar sem mennirnir sem frömdu hryðjuverkin á fimmtudaginn eru enn á lífi og undirbúa aðra árás. Þessu er haldið fram í breska dagblaðinu <em>Times</em> í morgun. 

Sjö Írakar myrtir í morgun

Hópur uppreisnarmanna myrti í morgun sjö írakska hermenn nærri höfuðborginni Bagdad. Uppreisnarmennirnir óðu inn í eftirlitsstöð hersins og skutu þar á allt sem fyrir varð. Fimm manns særðust í skotbardögunum sem stóðu í um hálfa klukkustund.

Falast eftir 130 milljarða aðstoð

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar að falast eftir ríflega tveggja milljarða dollara aðstoð, eða rúmlega 130 milljarða króna, frá Bandaríkjunum vegna fyrirhugaðs brottfluttnings frá Gasa ströndinni. Frá þessu greinir ísraelskt dagblað í morgun og þar segir jafnframt að stefnt sé að því að hefja brottfluttninginn strax í næsta mánuði.

Fellibylurinn Dennis geysist áfram

Fellibylurinn Dennis geysist nú um Suðausturströnd Bandaríkjanna á meira en fimmtíu metrum á sekúndu. Yfirvöld hafa hvatt nærri tvær milljónir manna til að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins. Nú þegar hafast um tíu þúsund manns við í neyðarskýlum og hótel á Suðausturströndinni eru þétt setin.

Bakijev kjörinn forseti Kirgistans

Kurmanbek Bakijev hefur verið kjörinn forseti Kirgistans. Þegar búið var að telja nærri öll atkvæði í morgun hafði Bakijev hlotið nærri áttatíu og níu prósent talinna atkvæða og því unnið kosningarnar með algjörum yfirburðum.

Pamplona: 4 töluvert slasaðir

Fjórir menn slösuðust töluvert í hinu árlega nautahlaupi í borginni Pamplona á Spáni í morgun. Meðal þeirra var einn öryggislögreglumaður sem var á vakt. Nautahlaupið fer fram dagana 7. til 14. júlí og er hluti af sumarhátíð í borginni.

22 námuverkamenn létust í Kína

Minnst tuttugu og tveir létust í sprengingu í kolanámu í vesturhluta Kína í nótt. Rúmlega sextíu manns eru enn fastir inni í námunni en þegar hefur tekist að bjarga sex námuverkamönnum út. Öryggi í kínverskum kolanámum er mjög ábótavant og í fyrra létust meira en sex þúsund manns vegna sprenginga í námum landsins.

Minnast hinna myrtu í Srebrenica

Þúsundir komu saman í bænum Srebrenica í Bosníu í morgun til að minnast þeirra átta þúsund karlmanna úr röðum múslima sem voru myrtir af Bosníu-Serbum í Bosníu-deilunni fyrir tíu árum.

Búið að ná öllum líkum

Búið er að ná öllum líkum úr neðanjarðarlestunum sem sprengdar voru í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum síðastliðinn fimmtudag. Öryggisgæsla hefur enn verið hert í borginni þar sem mennirnir sem frömdu hryðjuverkin í síðustu viku eru enn á lífi og eru taldir undirbúa aðra árás.

16 létust í gassprengingu

Sextán manns létu lífið þegar öflug gassprenging varð í verslun í bænum Ukhta í norðausturhluta Rússlands fyrir stundu. Verslunin er á tveimur hæðum og er önnur hæðin nánast ónýt.

Tveir létust á flugsýningu

Tvær litlar flugvélar flugu hvor á aðra á flugsýningu í Kanada í gær með þeim afleiðingum að báðir flugmennirnir létust samstundis. Flugvélarnar voru að líkja eftir orrustum í fyrri heimsstyrjöldinni en ekki vildi betur til en svo að önnur vélin flaug upp undir hina.

Mannskæðasta námuslys ársins

Að minnsta kosti 59 eru sagðir hafa látist í gassprengingu í kolanámu í Kína í morgun. Fyrst var talið að 22 hafi látist en kínverskir fjölmiðlar greindu frá því nú síðdegis að 37 lík til viðbótar hafi fundist ofan í námunni.

Londonárás: 52 látnir

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði á breska þinginu í dag að allt benti til þess að hryðjuverkaárásunum í London í síðustu viku hefðu verið skipulagðar af íslömskum öfgamönnum. Staðfest hefur verið að 52 létust í árásunum og eru 56 enn á spítala.

Eftirlýstur í 182 löndum

Norskur kaupsýslumaður, sem farið hefur huldu höfði í tæpt ár, fannst látinn í bíl sínum í Svíþjóð að því er fram kemur á netmiðlinum Nettavisen. Maðurinn hét Ole Christian Bach og hafði verið ákærður af efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar og var eftirlýstur í 182 löndum.

Ekki sá usli sem búist var við

Fellibylurinn Dennis olli ekki eins miklum usla og búist var við á suðausturströnd Bandaríkjanna í nótt og í morgun. Fjöldi heimila skemmdist í Flórída og Alabama þegar bylurinn gekk yfir á 190 kílómetra hraða á klukkustund þegar mest var en um tvær milljónir manna voru hvattar til að yfirgefa heimili sín.

Taugatitringur enn í London

Gríðarlegur taugatitringur er enn í London þótt lífið í borginni sé um það bil að komast í eðlilegt horf eftir hryðjuverkaárásirnar í síðustu viku. Öryggisgæsla hefur verið hert enn frekar.

Íbúum létt þrátt fyrir mikið tjón

Tjón af völdum fellibylsins Dennis hleypur á hundruðum milljarða. Íbúar telja sig hafa sloppið við það versta enda dró mátt úr fellibylnum rétt áður en hann gekk á land.

Kennsl borin á fyrstu líkin

Kennsl voru í gær borin á fyrstu lík fórnarlamba hryðjuverkanna í London á fimmtudag. Susan Levy 53 ára, tveggja barna móðir, lést í mannskæðustu árásinni, á Piccadilly-leiðinni þar sem 21 lét lífið. Eiginmaður hennar og sonur höfðu leitað hennar öllum stundum þar til þeim var tilkynnt um lát hennar.

Fjöldamorðanna í Srebrenica minnst

Um 50 þúsund manns tóku þátt í minningarathöfn um þá sem fórust í fjöldamorðum Bosníu-Serba á bosnískum múslimum í og við Srebrenica fyrir tíu árum.

Tíu ár frá fjöldamorðunum

Tugþúsundir minntust þess í Srebrenica í Bosníu í dag að tíu ár eru liðin frá því að átta þúsund íslamskir karlar og drengir voru myrtir á hrottalegan hátt af Bosníu-Serbum í Bosníustríðinu.

Árásarmennirnir breskir?

Leitin að þeim sem gerðu árásirnar í Lundúnum heldur áfram. Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúnaborgar, John Stevens, skrifar grein í dagblað í dag þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að yfirgnæfandi líkur séu á að árásarmennirnir séu breskir, en ekki útlendingar. Hann segir jafnframt að lögreglan hafi komið í veg fyrir átta árásir af sama tagi á undanförnum fimm árum. Þrjár hreyfingar íslamskra öfgamanna hafa gengist við tilræðunum í Lundúnum.

Sjálfsmorðsárás í Bagdad

Átján fórust og yfir fjörutíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Bagdad í morgun. Árásin var gerð á skráningarstöð nýliða fyrir írakska herinn. Þetta er mannskæðasta árásin í Írak í þessari viku, en vikan þykir raunar hafa verið hlutfallslega róleg.

Fellibylurinn Dennis í hámarki

Nærri einni og hálfri milljón hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín við Mexíkó-flóa í Bandaríkjunum, en hann hefur dýpkað mjög og er óttast að hann geti valdið gríðarlegri eyðileggingu.

Tvær kenningar um árásina

Margar kenningar eru á lofti varðandi árásirnar á Lundúni og ein er sú að hvítir málaliðar kunni að hafa framið hryðjuverkin fyrir al-Qaeda og að sami hópur sé að verki og í Madríd. Í gær bárust fregnir af því að Bretar hefðu beðið um að leitað yrði eftir Mohamed Guerbouzi, íslömskum fræðimanni með breskan og marokkóskan ríkisborgararétt, um alla Evrópu. Nú virðist sem hann hafi verið útilokaður sem leiðtogi hryðjuverkahópsins.

Ummæli múslímaprests olía á eld

Í viðtali við danska blaðið Politiken í gærkvöldi segir Troels Lund Poulsen, talsmaður utanríkismála annars stjórnarflokkanna í Danmörku, að með ummælum sínum hafi trúarleiðtoginn verið að réttlæta hryðjuverk. Að mati Poulsens er það ekki lögmætt viðhorf, eins og hann orðar það, að kenna Bandaríkjamönnum um, þannig bæti leiðtoginn olíu á eld öfgafullra múslima.

Viðbúnaðarstig í London hækkað

Leitin að þeim sem gerðu árásirnar í Lundúnum heldur áfram, en fyrrverandi lögreglustjóri Lundúna telur hryðjuverkamennina innlenda. Enn er reynt að bjarga líkum úr lestargöngum við King's Cross, við erfiðar aðstæður.

Fækkun í herliðum á næsta ári

Bandaríkjamenn og Bretar ætla að fækka um helming í herliði sínu fyrir mitt næsta ár, samkvæmt leyniskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins, sem lekið hefur verið í fjölmiðla.

Styrjaldarloka minnst í Lundúnum

Tugþúsundir manna tóku þátt í hátíðahöldum í Lundúnum í dag þar sem fórna þjóðarinnar í seinni heimsstyrjöldinni var minnst.  Elísabet Englandsdrottning og Tony Blair forsætisráðherra mættu til messu í Westminster Abbey í dag, ásamt hundruðum uppgjafa hermanna. Gríðarlegur mannfjöldi safnaðist saman við kirkjuna

Sjá næstu 50 fréttir