Erlent

Pamplona: 4 töluvert slasaðir

Fjórir menn slösuðust töluvert í hinu árlega nautahlaupi í borginni Pamplona á Spáni í morgun. Meðal þeirra var einn öryggislögreglumaður sem var á vakt. Nautahlaupið fer fram dagana 7. til 14. júlí og er hluti af sumarhátíð í borginni. Á hverjum degi er sex 500 kílóa nautum sleppt lausum í miðborg Pamplona og hlaupa þúsundir manna með nautunum, í þeirri von að sleppa undan hornum þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×