Erlent

Húsleit hjá Intel

Samkeppnisyfirvöld í Evrópu leituðu í gær óvænt samtímis á skrifstofum Intel í Bretlandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Intel, sem er stærsti framleiðandi tölvuörgjörva í heiminum með 90 prósent markaðshlutdeild, hefur í fjögur ár verið undir smásjá samkeppnisyfirvalda vegna ásakana um samkeppnishamlandi viðskiptahætti. Þessar húsleitir koma aðeins hálfum mánuði eftir að samkeppnisaðilinn Advanced Micro Devices lagði fram kærur á hendur Intel bæði í Japan og Bandaríkjunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×