Fleiri fréttir 92 farast í flóði í Kína Nú er ljóst að í það minnsta 92 fórust í skyndilegu aurflóði sem féll á barnaskóla í Shalan, Heilongjiang-héraði í Kína á föstudag. 88 þeirra sem létust voru lítil börn sem komust ekki út úr kennslustofu sinni þegar flóðbylgjan skall á skólanum. 13.6.2005 00:01 Aoun kom sá og sigraði Þriðja og næstsíðasta umferð þingkosninganna í Líbanon var haldin í fyrradag. Flokkum maroníta og sjía vegnaði ágætlega en kosið var í austur- og miðhluta landsins. Flokkar sem börðust gegn áhrifum Sýrlandsstjórnar eru með sterk ítök á þessu landsvæði en fyrir fram var búist við því að þeir færu með öruggan sigur af hólmi. 13.6.2005 00:01 Blair og Pútín funda Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sótti Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, heim í gær. Niðurfelling skulda þróunarlandanna og umhverfismál voru þar ofarlega á baugi. Í kjölfar fundarins hélt svo Blair til Þýskalands þar sem hann hitti Gerhard Schröder, kanslara. 13.6.2005 00:01 Felldu 40 uppreisnarmenn í V-Írak Fjörutíu manns létust í loftárás Bandaríkjahers í Vestur-Írak í gær. Hernaðaryfirvöld segja mennina hafa verið uppreisnarmenn sem ógnuðu óbreyttum borgurum. Á svæðinu, sem er við landamæri Sýrlands, hefur andspyrna uppreisnarmanna verið gríðarleg. Bandaríkjamenn notuðu hvort tveggja flugvélar og þyrlur vð árásina. 12.6.2005 00:01 Franskri blaðakonu sleppt í Írak Franskri blaðakonu og íraskum ökumanni hennar hefur verið sleppt úr haldi mannræningja í Írak. Þeirra hefur verið saknað í fimm mánuði. Blaðakonunni Florence Aubenas var ásamt ökumanninum Hussein al-Saadi rænt fyrir utan hótel í Bagdad í byrjun janúar. Í mars sendu mannræningjar myndband af Aubenas sem sýndi hana illa á sig komna og biðja um hjálp. 12.6.2005 00:01 Lestarslys vegna sprengju á teinum Tólf manneskjur slösuðust í lestarslysi í Rússlandi í morgun. Lestin var á leið frá Tsjetsjeníu til Rússlands. Að sögn lestarstjórans sprakk sprengja á lestarteinunum sem varð þess valdandi að lestin fór út af sporinu. Enginn hefur enn lýst sig ábyrgan fyrir sprengjutilræðinu. 12.6.2005 00:01 Gruna uppreisnarmenn um tilræði Grunur leikur á að tsjetsjenskir uppreisnarmenn beri ábyrgð á sprengingunni á brautarteinum í Rússlandi í morgun sem varð þess valdandi að farþegalest fór út af sporinu. Fimmtán slösuðust, meðal annars 18 mánaða stúlkubarn sem hlaut alvarleg brunasár. Lestin var á leið frá Tsjetsjeníu til Moskvu. 12.6.2005 00:01 87 börn látin eftir flóð í Kína Björgunarmenn hafa fundið lík 87 barna sem drukknuðu þegar flóðbylgja reið yfir barnaskóla í Heilongjiang-héraði í norðaustur Kína í fyrrakvöld. Fjórir fullorðnir hafa fundist látnir eftir hamfarirnar en fjölda er saknað. Þá eru á þriðja tug á spítala eftir að hafa slasast í flóðinu; enginn þeirra er þó í lífshættu. 12.6.2005 00:01 Ítalir kjósa um frjósemislög Ítalir ganga nú til þjóðaratkvæðagreiðslu til að skera úr um hvort fella eigi úr gildi lög sem setja hömlur á frjósemisaðgerðir. Vatíkanið hefur tekið fullan þátt í kosningaherferðinni. 12.6.2005 00:01 20 Írakar teknir af lífi Lögregla í Bagdad greindi frá því í dag að hún hefði fundið lík af 20 mönnum sem teknir höfðu verið af lífi á skotæfingasvæði hersins í austurhluta borgarinnar. Líkin fundust á föstudag og samkvæmt lögreglunni virðast þau hafa verið í nokkurn tíma á staðnum þar sem þau fundust. Ekki er ljóst hverjir hinir látnu voru en fólkið hafði verið bundið og skotið í höfuðið af stuttu færi. 12.6.2005 00:01 Kona skipuð ráðherra í Kúveit Kona var í fyrsta sinn skipuð ráðherra í ríkisstjórn Kúveits í dag. Massouma al-Moubarak var skipuð ráðherra skipulagsmála en hún mun einnig stjórna þróunarmálum í stjórnsýslu Kúveits. Moubarak er stjórnmálafræðiprófessor við Kúveitháskóla en hún hefur lengi barist fyrir réttindum kvenna í landinu. Kúveit verður með þessu þriðja landið á Persaflóasvæðinu til að skipa konu í ríkisstjórn. 12.6.2005 00:01 Sprengjutilræði í Suðvestur-Íran Að minnsta kosti átta létust og 36 særðust, þar á meðal konur og börn, þegar fjórar sprengjur sprungu við stjórnarbyggingar í olíubænum Ahvaz í suðvesturhluta Írans í dag. Sprengjurnar sprungu á tveggja klukkustunda tímabili og mistókst sprengjusérfræðingum að aftengja fjórðu sprengjuna eftir að hinar þrjár höfðu sprungið. 12.6.2005 00:01 Ástralir bestu rúningsmennirnir Ástralar eru bestu rúningsmenn í heimi. Þetta varð ljóst eftir alþjóðlega rúningskeppni sem fram fór í Ástralíu í dag. Heimakonan Shannon Warness hafði þar betur en keppendur frá sextán öðrum löndum og hlaut í annað sinn hin eftirsóttu verðlaun gullni rúningsmaðurinn. Alls tóku 230 keppendur þátt í mótinu en þar skiptir hraðinn ekki einungis máli heldur einnig hversu vel verkið er unnið. 12.6.2005 00:01 Taka aftur upp dauðarefsingar Palestínumenn hafa tekið upp dauðarefsingar aftur en þeim hefur ekki verið beitt frá árinu 2002. Fjórir menn, sem dæmdir höfðu verið fyrir morð á Gasaströndinni, voru í dag teknir af lífi, þrír þeirra voru hengdir en einni leiddur fyrir aftökusveit. Palestínsk yfirvöld segja aftökurnar hluta af nýrri stefnu stjórnvalda sem reyni að koma í veg fyrir upplausn á sjálfsstæðurnarsvæðum Palestínumanna. 12.6.2005 00:01 Gengið gegn fátækt í 90 löndum Gengið er í dag í 90 löndum í heiminum til þess að safna fé til skólamáltíða í fátækustu ríkjum heims. Það er Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna sem stendur fyrir átakinu en það ber yfirskriftina Gangan um heiminn. Sjálfboðaliðar munu ganga um 5 kílómetra í löndunum 90 en um er að ræða árvissan viðburð. 12.6.2005 00:01 Þriðja umferð kosninga í Líbanon Þriðji hluti þingkosninga í Líbanon fer fram í dag en kosið er í mið- og austurhluta landsins. Úrslit í þessari umferð gætu ráðið miklu um stjórnarmyndun í landinu þar sem barist er um tæplega helming af 128 sætum á líbanska þinginu. Talið er að baráttan standi aðallega á milli kristinna og drúsa, en báðar fylkingar eru andsnúnar afskiptum Sýrlendinga af stjórnmálum í landinu. 12.6.2005 00:01 Óánægja með fuck og shit Höfundar nýjustu útgáfu dönsku orðabókarinnar hafa vakið nokkurt umtal þar í landi, ekki síst meðal málverndunarsinna. Ensku blótsyrðin fuck og shit hafa nefnilega verið tekin inn í bókina í fyrsta sinn og sýnist sitt hverjum. 12.6.2005 00:01 Snarpur skjálfti í S-Kaliforníu Snarpur skjálfti upp á 5,6 á Richter varð í Suður-Kaliforníu í dag. Hann átti upptök sín skammt frá Palm Springs og fannst bæði í Los Angeles og norðurhluta Mexíkós, en engar fréttir hafa borist af skemmdum eða slysum á fólki. 12.6.2005 00:01 Sprengjutilræði í Teheran Einn lét lífið þegar lítil sprengja sem falin hafði verið í ruslagámi sprakk í fjölfarinni götu í miðborg Teheran, höfuðborgar Írans, í dag. Ekki er ljóst hvort einhverjir hafi slasast en vitni segja sjúkrabíla hafa þust á vettvang. Þetta er annað tilræðið í Íran í dag en í morgun sprungu fjórar sprengjur við stjórnarbyggingar í olíubænum Ahvaz í suðvesturhluta landsins. 12.6.2005 00:01 Klofin stjórn vegna Guantanamo Ríkisstjórn Bandaríkjanna er klofin í afstöðu sinni til þess hvort loka eigi fangabúðunum á Guantanamo-flóa við Kúbu. Þetta sagði Duncan Hunter, þingmaður Repúblikanaflokksins, í viðtali við <em>Fox</em>-fréttastofuna í dag. 12.6.2005 00:01 Fundust í bíl á kafi í skurði Breska lögreglan fann í morgun lík af fjórum mönnum í bíl sem var á kafi í skurði á leiðinni á milli Cardiff og Newport í Wales. Svo virðist sem bílinn hafi kastast út af veginum og telur lögregla að um slys hafi verið að ræða og að það hafi orðið í gærkvöld. 12.6.2005 00:01 Kröfðust lausnar Khodorkovskís Um tvö þúsund manns mótmæltu við skrifstofur rússnesku öryggislögreglunnar í Moskvu í dag og kröfðust þess að olíujöfurinn Míkhaíl Khodorkovskí yrði látinn laus. Að þeirra mati er hann pólitískur fangi. Mikil hátíðarhöld fóru fram í Rússlandi í dag þar sem falli kommúnistastjórnarinnar árið 1991 var fagnað. 12.6.2005 00:01 Mannskæðustu árásir í áratug Einn lést og fjórir slösuðust í sprengingu í miðborg Teheran í Íran í gær nokkrum klukkustundum eftir að átta létust og 36 særðust í fjórum sprengingum sem ætlaðar voru byggingum ríkisstjórnarinnar í Suðvestur-Íran. 12.6.2005 00:01 Pink Floyd saman á ný Skipuleggjendur Live 8 tónleikanna í London sögðu í gær að breska rokksveitin Pink Floyd myndi koma aftur saman til að spila á tónleikunum sem fara fram í Hyde Park júlí. 12.6.2005 00:01 Fimm mánaða gíslingu lokið Franska blaðakonan Florence Aubenas kom heim til Frakklands í gær eftir fimm mánaða gíslingu í Írak ásamt aðstoðarmanni sínum. 12.6.2005 00:01 Fjórir teknir af lífi Palestínsk yfirvöld tóku aftur upp dauðarefsinguna í gær þegar fjórir fangar voru teknir af lífi. 12.6.2005 00:01 Skiptar skoðanir um afskriftir Skiptar skoðanir eru um hversu stórt skref var stigið með afskriftum skulda fátækustu þjóða Afríku við ríkustu þjóðir heims. Einnig þurfi að auka fjárframlög því að það verði enginn saddur af niðurfellingu skulda einni og sér. 12.6.2005 00:01 Fyrsti kvenráðherrann í Kúveit Kona hefur í fyrsta sinn í sögu Kúveit verið skipuð ráðherra í ríkisstjórn landsins, mánuði eftir að kúveiska þingið samþykkti að veita konum kosningarétt og kjörgengi í þingkosningum. 12.6.2005 00:01 Wolfowitz fagnar skuldasamningi Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóðabankans, bar í gær lof á sögulegt samkomulag sem náðst hefur um niðurfellingu skulda nokkurra fátækustu ríkja heims. Hann sagðist jafnframt vongóður um að samkomulag myndi takast bráðlega um að létta skuldabyrði Nígeríu, skuldugasta lands Afríku. 12.6.2005 00:01 Hvetja fólk til að hjóla Hundruð naktra hjólreiðamanna mótmæltu á götum London, höfuðborgar Englands, á laugardag og hvöttu fólk til að nota hjól. 12.6.2005 00:01 36 börn látast í flóðbylgju í Kína Þrjátíu og sex börn og tveir fullorðnir létu lífið þegar flóðbylgja skall á barnaskóla í norðausturhluta Kína í dag. Björgunarmenn leita enn fimm barna og tveggja fullorðinna en auk þess voru 15 börn og tveir kennarar fluttir á sjúkrahús. Atvikið átti sér stað í bænum Shalan í Heilongjiang-héraði og hefur Reuters-fréttastofan eftir starfsmanni á sjúkrahúsi, þangað sem farið var með hina slösuðu, að stærstur hluti bæjarins sé enn á kafi í eins metra djúpu vatni. 11.6.2005 00:01 Brundtland stöðvuð vegna vegabréfs Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, var í nóvember í fyrra stöðvuð við vegabréfaeftirlit á flugvellinum í Washington í Bandaríkjunum, að því er norska blaðið <em>Verdens Gang</em> greinir frá í dag. Henni var neitað að fara inn í landið þar sem vegabréf hennar uppfyllti ekki þar til gerð skilyrði. 11.6.2005 00:01 Sjálfsmorðsárás á lögreglustöð Tilræðismaður klæddur í lögreglubúning varð átta lögreglumönnum að bana og særði marga þegar hann sprengdi sig í loft upp í höfuðstöðvum lögreglunnar í Bagdad í morgun. Ellefu til viðbótar létust og tuttugu og níu særðust þegar bílsprengja sprakk á fjölfarinni götu í höfuðborginni. 11.6.2005 00:01 Vildi myrða ættingja vegna arfs Sautján ára stúlka kom fyrir rétt í Svíþjóð í gær, ákærð fyrir að reyna að myrða sex ættingja sína. Móðir hennar var myrt með hamri og faðirinn liggur í dái á sjúkrahúsi. Stúlkan vildi erfa peninga fjölskyldunnar. 11.6.2005 00:01 Langt frá samkomulagi um aðstoð Átta helstu iðnríki heims eru langt frá því að ná samkomulagi um hvernig eigi að aðstoða Afríku við að rísa upp úr fátækt og neyð. 11.6.2005 00:01 64 létust í flóði í Shalan í Kína Nú er ljóst að 62 börn og tveir fullorðnir létu lífið þegar flóðbylgja skall á barnaskóla í norðaustur Kína í dag. Frá þessu greinir Xinhua-fréttastofan. Flóðbylgjunni fylgdi skriða sem æddi í gegnum bæinn Shalan í Heilongjiang-héraði þar sem skólinn er. Dýpt vatnselgsins var allt að tveir metrar og segja vitni á staðnum að eins metra djúpt vatn sé í nánast öllum bænum. 11.6.2005 00:01 Felldu verkamenn í rútu Byssumenn myrtu tíu verkamenn og særðu þrjá þegar þeir skutu á rútu suður af Bagdad í morgun. Rútan var á leið frá bænum Hilla í Suður-Írak til höfuðborgarinnar þegar tveimur bílum var ekið upp að sitthvorri hlið rútunnar og hófu byssumennirnir skothríð í kjölfarið. Ástæður árásarinnar eru ókunnar. 11.6.2005 00:01 Samið um niðurfellingu skulda Átta helstu iðnríki heims hafa náð samkomulagi um að létta skuldum af fátækust ríkjum Afríku. Samkomulagið náðist á fundi fjármálaráðherra ríkjanna átta í Lundúnum en ekki hafði verið búist við því að af því yrði á næstu dögum. Ekki hefur verið gefið út hvað felst nákvæmlega í samningnum en rætt hefur verið um að undanförnu að fella niður skuldir að andvirði 40 milljarða dollara. 11.6.2005 00:01 Kom upp um skattsvikahring Spænska lögreglan hefur leyst upp alþjóðlegan skattsvikahring sem talinn er hafa svikið um 100 milljónir evra, tæplega 8 milljarða króna, út úr skattkerfi nokkurra Evrópulanda. Skattsvikararnir stofnuðu 95 fyrirtæki í sex Evrópusambandsríkjum og Bandaríkjunum sem þóttust selja hvert öðru tölvubúnað en með því fengu fyrirtækin endurgreidda skatta. 11.6.2005 00:01 Fella niður 2600 milljarða skuldir Átta helstu iðnríki heims hafa náð samkomulagi um að létta skuldum af fátækustu ríkjum Afríku að andvirði 2600 milljarðar króna. Samkomulagið náðist á fundi fjármálaráðherra ríkjanna í Lundúnum í dag en ekki hafði verið búist við því að það næðist á næstu dögum. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, sagði eftir að samningurinn var í höfn að allar skuldir 18 fátækustu ríkja heims yrðu afskrifaðar nær samstundis. 11.6.2005 00:01 Bílsprengjuárás á sendiráð Slóvaka Fjórir særðust þegar tilræðismaður sprengdi sig og pallbíl sinn í loft upp fyrir utan sendiráð Slóvakíu í Bagdad í Írak í dag. Maðurinn hugðist aka upp að sendiráðinu en var stöðvaður við hliðið fyrir utan sendiráðið og í kjölfarið sprengdi hann sig í loft upp. Nokkrir starfsmenn voru í sendiráðinu þegar sprengingin varð en engan þeirra sakaði. 11.6.2005 00:01 Svældu risarottu úr hreiðri sínu Lengsta og þyngsta rotta Danaveldis hefur safnast til feðra sinna, næstum helmingi stærri en meðalrotta. Hún var svæld úr hreiðri sínu undir verslunarmiðstöð í Hillerød á Norður-Sjálandi og reyndist vera 580 grömm á þyngd og 46 sentímetra löng að frátöldum halanum. 11.6.2005 00:01 Kanna hugsanlegan flugmiðaskatt Fjármálaráðherrar átta helstu iðnríkja heims sömdu í dag um það að kanna möguleika á því að koma á sérstökum skatti á flugmiða sem á að renna til hjálparstarfs í Afríku. Ákvörðunin var tekin á fundi ráðherranna í Lundúnum þar sem einnig var ákveðið að fella niður skuldir fátækustu ríkja Afríku. 11.6.2005 00:01 Rændu gesti á baðströnd í Portúgal Um fimm hundruð ungmenni hafa valdið óróleika meðal gesta á strönd í nágrenni Lissabon, höfuðborgar Portúgals, með því að fara ránshendi um eigur þeirra. Mikill fjöldi var á Carcavelos-ströndinni í gær þar sem Portúgalir fögnuðu þjóðhátíðardegi sínum en sú gleði var skammvinn þar sem ungmennin réðust gegn fólkinu og heimtuðu eigur þess. 11.6.2005 00:01 Rafsanjani nýtur mest fylgis Rafsanjani, fyrrverandi forseti Írans, nýtur mest fylgis fyrir forsetakosningar sem fram fara í landinu í næstu viku samkvæmt skoðanakönnun fréttastofunnar IRNA sem birt var í dag. 27,1 prósent landsmanna styður Rafsanjani, sem kýs aukin samskipti við Vesturlönd, en á eftir honum kemur annar umbótasinni, Mustafa Moin, með tæplega 19 prósenta fylgi. 11.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
92 farast í flóði í Kína Nú er ljóst að í það minnsta 92 fórust í skyndilegu aurflóði sem féll á barnaskóla í Shalan, Heilongjiang-héraði í Kína á föstudag. 88 þeirra sem létust voru lítil börn sem komust ekki út úr kennslustofu sinni þegar flóðbylgjan skall á skólanum. 13.6.2005 00:01
Aoun kom sá og sigraði Þriðja og næstsíðasta umferð þingkosninganna í Líbanon var haldin í fyrradag. Flokkum maroníta og sjía vegnaði ágætlega en kosið var í austur- og miðhluta landsins. Flokkar sem börðust gegn áhrifum Sýrlandsstjórnar eru með sterk ítök á þessu landsvæði en fyrir fram var búist við því að þeir færu með öruggan sigur af hólmi. 13.6.2005 00:01
Blair og Pútín funda Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sótti Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, heim í gær. Niðurfelling skulda þróunarlandanna og umhverfismál voru þar ofarlega á baugi. Í kjölfar fundarins hélt svo Blair til Þýskalands þar sem hann hitti Gerhard Schröder, kanslara. 13.6.2005 00:01
Felldu 40 uppreisnarmenn í V-Írak Fjörutíu manns létust í loftárás Bandaríkjahers í Vestur-Írak í gær. Hernaðaryfirvöld segja mennina hafa verið uppreisnarmenn sem ógnuðu óbreyttum borgurum. Á svæðinu, sem er við landamæri Sýrlands, hefur andspyrna uppreisnarmanna verið gríðarleg. Bandaríkjamenn notuðu hvort tveggja flugvélar og þyrlur vð árásina. 12.6.2005 00:01
Franskri blaðakonu sleppt í Írak Franskri blaðakonu og íraskum ökumanni hennar hefur verið sleppt úr haldi mannræningja í Írak. Þeirra hefur verið saknað í fimm mánuði. Blaðakonunni Florence Aubenas var ásamt ökumanninum Hussein al-Saadi rænt fyrir utan hótel í Bagdad í byrjun janúar. Í mars sendu mannræningjar myndband af Aubenas sem sýndi hana illa á sig komna og biðja um hjálp. 12.6.2005 00:01
Lestarslys vegna sprengju á teinum Tólf manneskjur slösuðust í lestarslysi í Rússlandi í morgun. Lestin var á leið frá Tsjetsjeníu til Rússlands. Að sögn lestarstjórans sprakk sprengja á lestarteinunum sem varð þess valdandi að lestin fór út af sporinu. Enginn hefur enn lýst sig ábyrgan fyrir sprengjutilræðinu. 12.6.2005 00:01
Gruna uppreisnarmenn um tilræði Grunur leikur á að tsjetsjenskir uppreisnarmenn beri ábyrgð á sprengingunni á brautarteinum í Rússlandi í morgun sem varð þess valdandi að farþegalest fór út af sporinu. Fimmtán slösuðust, meðal annars 18 mánaða stúlkubarn sem hlaut alvarleg brunasár. Lestin var á leið frá Tsjetsjeníu til Moskvu. 12.6.2005 00:01
87 börn látin eftir flóð í Kína Björgunarmenn hafa fundið lík 87 barna sem drukknuðu þegar flóðbylgja reið yfir barnaskóla í Heilongjiang-héraði í norðaustur Kína í fyrrakvöld. Fjórir fullorðnir hafa fundist látnir eftir hamfarirnar en fjölda er saknað. Þá eru á þriðja tug á spítala eftir að hafa slasast í flóðinu; enginn þeirra er þó í lífshættu. 12.6.2005 00:01
Ítalir kjósa um frjósemislög Ítalir ganga nú til þjóðaratkvæðagreiðslu til að skera úr um hvort fella eigi úr gildi lög sem setja hömlur á frjósemisaðgerðir. Vatíkanið hefur tekið fullan þátt í kosningaherferðinni. 12.6.2005 00:01
20 Írakar teknir af lífi Lögregla í Bagdad greindi frá því í dag að hún hefði fundið lík af 20 mönnum sem teknir höfðu verið af lífi á skotæfingasvæði hersins í austurhluta borgarinnar. Líkin fundust á föstudag og samkvæmt lögreglunni virðast þau hafa verið í nokkurn tíma á staðnum þar sem þau fundust. Ekki er ljóst hverjir hinir látnu voru en fólkið hafði verið bundið og skotið í höfuðið af stuttu færi. 12.6.2005 00:01
Kona skipuð ráðherra í Kúveit Kona var í fyrsta sinn skipuð ráðherra í ríkisstjórn Kúveits í dag. Massouma al-Moubarak var skipuð ráðherra skipulagsmála en hún mun einnig stjórna þróunarmálum í stjórnsýslu Kúveits. Moubarak er stjórnmálafræðiprófessor við Kúveitháskóla en hún hefur lengi barist fyrir réttindum kvenna í landinu. Kúveit verður með þessu þriðja landið á Persaflóasvæðinu til að skipa konu í ríkisstjórn. 12.6.2005 00:01
Sprengjutilræði í Suðvestur-Íran Að minnsta kosti átta létust og 36 særðust, þar á meðal konur og börn, þegar fjórar sprengjur sprungu við stjórnarbyggingar í olíubænum Ahvaz í suðvesturhluta Írans í dag. Sprengjurnar sprungu á tveggja klukkustunda tímabili og mistókst sprengjusérfræðingum að aftengja fjórðu sprengjuna eftir að hinar þrjár höfðu sprungið. 12.6.2005 00:01
Ástralir bestu rúningsmennirnir Ástralar eru bestu rúningsmenn í heimi. Þetta varð ljóst eftir alþjóðlega rúningskeppni sem fram fór í Ástralíu í dag. Heimakonan Shannon Warness hafði þar betur en keppendur frá sextán öðrum löndum og hlaut í annað sinn hin eftirsóttu verðlaun gullni rúningsmaðurinn. Alls tóku 230 keppendur þátt í mótinu en þar skiptir hraðinn ekki einungis máli heldur einnig hversu vel verkið er unnið. 12.6.2005 00:01
Taka aftur upp dauðarefsingar Palestínumenn hafa tekið upp dauðarefsingar aftur en þeim hefur ekki verið beitt frá árinu 2002. Fjórir menn, sem dæmdir höfðu verið fyrir morð á Gasaströndinni, voru í dag teknir af lífi, þrír þeirra voru hengdir en einni leiddur fyrir aftökusveit. Palestínsk yfirvöld segja aftökurnar hluta af nýrri stefnu stjórnvalda sem reyni að koma í veg fyrir upplausn á sjálfsstæðurnarsvæðum Palestínumanna. 12.6.2005 00:01
Gengið gegn fátækt í 90 löndum Gengið er í dag í 90 löndum í heiminum til þess að safna fé til skólamáltíða í fátækustu ríkjum heims. Það er Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna sem stendur fyrir átakinu en það ber yfirskriftina Gangan um heiminn. Sjálfboðaliðar munu ganga um 5 kílómetra í löndunum 90 en um er að ræða árvissan viðburð. 12.6.2005 00:01
Þriðja umferð kosninga í Líbanon Þriðji hluti þingkosninga í Líbanon fer fram í dag en kosið er í mið- og austurhluta landsins. Úrslit í þessari umferð gætu ráðið miklu um stjórnarmyndun í landinu þar sem barist er um tæplega helming af 128 sætum á líbanska þinginu. Talið er að baráttan standi aðallega á milli kristinna og drúsa, en báðar fylkingar eru andsnúnar afskiptum Sýrlendinga af stjórnmálum í landinu. 12.6.2005 00:01
Óánægja með fuck og shit Höfundar nýjustu útgáfu dönsku orðabókarinnar hafa vakið nokkurt umtal þar í landi, ekki síst meðal málverndunarsinna. Ensku blótsyrðin fuck og shit hafa nefnilega verið tekin inn í bókina í fyrsta sinn og sýnist sitt hverjum. 12.6.2005 00:01
Snarpur skjálfti í S-Kaliforníu Snarpur skjálfti upp á 5,6 á Richter varð í Suður-Kaliforníu í dag. Hann átti upptök sín skammt frá Palm Springs og fannst bæði í Los Angeles og norðurhluta Mexíkós, en engar fréttir hafa borist af skemmdum eða slysum á fólki. 12.6.2005 00:01
Sprengjutilræði í Teheran Einn lét lífið þegar lítil sprengja sem falin hafði verið í ruslagámi sprakk í fjölfarinni götu í miðborg Teheran, höfuðborgar Írans, í dag. Ekki er ljóst hvort einhverjir hafi slasast en vitni segja sjúkrabíla hafa þust á vettvang. Þetta er annað tilræðið í Íran í dag en í morgun sprungu fjórar sprengjur við stjórnarbyggingar í olíubænum Ahvaz í suðvesturhluta landsins. 12.6.2005 00:01
Klofin stjórn vegna Guantanamo Ríkisstjórn Bandaríkjanna er klofin í afstöðu sinni til þess hvort loka eigi fangabúðunum á Guantanamo-flóa við Kúbu. Þetta sagði Duncan Hunter, þingmaður Repúblikanaflokksins, í viðtali við <em>Fox</em>-fréttastofuna í dag. 12.6.2005 00:01
Fundust í bíl á kafi í skurði Breska lögreglan fann í morgun lík af fjórum mönnum í bíl sem var á kafi í skurði á leiðinni á milli Cardiff og Newport í Wales. Svo virðist sem bílinn hafi kastast út af veginum og telur lögregla að um slys hafi verið að ræða og að það hafi orðið í gærkvöld. 12.6.2005 00:01
Kröfðust lausnar Khodorkovskís Um tvö þúsund manns mótmæltu við skrifstofur rússnesku öryggislögreglunnar í Moskvu í dag og kröfðust þess að olíujöfurinn Míkhaíl Khodorkovskí yrði látinn laus. Að þeirra mati er hann pólitískur fangi. Mikil hátíðarhöld fóru fram í Rússlandi í dag þar sem falli kommúnistastjórnarinnar árið 1991 var fagnað. 12.6.2005 00:01
Mannskæðustu árásir í áratug Einn lést og fjórir slösuðust í sprengingu í miðborg Teheran í Íran í gær nokkrum klukkustundum eftir að átta létust og 36 særðust í fjórum sprengingum sem ætlaðar voru byggingum ríkisstjórnarinnar í Suðvestur-Íran. 12.6.2005 00:01
Pink Floyd saman á ný Skipuleggjendur Live 8 tónleikanna í London sögðu í gær að breska rokksveitin Pink Floyd myndi koma aftur saman til að spila á tónleikunum sem fara fram í Hyde Park júlí. 12.6.2005 00:01
Fimm mánaða gíslingu lokið Franska blaðakonan Florence Aubenas kom heim til Frakklands í gær eftir fimm mánaða gíslingu í Írak ásamt aðstoðarmanni sínum. 12.6.2005 00:01
Fjórir teknir af lífi Palestínsk yfirvöld tóku aftur upp dauðarefsinguna í gær þegar fjórir fangar voru teknir af lífi. 12.6.2005 00:01
Skiptar skoðanir um afskriftir Skiptar skoðanir eru um hversu stórt skref var stigið með afskriftum skulda fátækustu þjóða Afríku við ríkustu þjóðir heims. Einnig þurfi að auka fjárframlög því að það verði enginn saddur af niðurfellingu skulda einni og sér. 12.6.2005 00:01
Fyrsti kvenráðherrann í Kúveit Kona hefur í fyrsta sinn í sögu Kúveit verið skipuð ráðherra í ríkisstjórn landsins, mánuði eftir að kúveiska þingið samþykkti að veita konum kosningarétt og kjörgengi í þingkosningum. 12.6.2005 00:01
Wolfowitz fagnar skuldasamningi Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóðabankans, bar í gær lof á sögulegt samkomulag sem náðst hefur um niðurfellingu skulda nokkurra fátækustu ríkja heims. Hann sagðist jafnframt vongóður um að samkomulag myndi takast bráðlega um að létta skuldabyrði Nígeríu, skuldugasta lands Afríku. 12.6.2005 00:01
Hvetja fólk til að hjóla Hundruð naktra hjólreiðamanna mótmæltu á götum London, höfuðborgar Englands, á laugardag og hvöttu fólk til að nota hjól. 12.6.2005 00:01
36 börn látast í flóðbylgju í Kína Þrjátíu og sex börn og tveir fullorðnir létu lífið þegar flóðbylgja skall á barnaskóla í norðausturhluta Kína í dag. Björgunarmenn leita enn fimm barna og tveggja fullorðinna en auk þess voru 15 börn og tveir kennarar fluttir á sjúkrahús. Atvikið átti sér stað í bænum Shalan í Heilongjiang-héraði og hefur Reuters-fréttastofan eftir starfsmanni á sjúkrahúsi, þangað sem farið var með hina slösuðu, að stærstur hluti bæjarins sé enn á kafi í eins metra djúpu vatni. 11.6.2005 00:01
Brundtland stöðvuð vegna vegabréfs Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, var í nóvember í fyrra stöðvuð við vegabréfaeftirlit á flugvellinum í Washington í Bandaríkjunum, að því er norska blaðið <em>Verdens Gang</em> greinir frá í dag. Henni var neitað að fara inn í landið þar sem vegabréf hennar uppfyllti ekki þar til gerð skilyrði. 11.6.2005 00:01
Sjálfsmorðsárás á lögreglustöð Tilræðismaður klæddur í lögreglubúning varð átta lögreglumönnum að bana og særði marga þegar hann sprengdi sig í loft upp í höfuðstöðvum lögreglunnar í Bagdad í morgun. Ellefu til viðbótar létust og tuttugu og níu særðust þegar bílsprengja sprakk á fjölfarinni götu í höfuðborginni. 11.6.2005 00:01
Vildi myrða ættingja vegna arfs Sautján ára stúlka kom fyrir rétt í Svíþjóð í gær, ákærð fyrir að reyna að myrða sex ættingja sína. Móðir hennar var myrt með hamri og faðirinn liggur í dái á sjúkrahúsi. Stúlkan vildi erfa peninga fjölskyldunnar. 11.6.2005 00:01
Langt frá samkomulagi um aðstoð Átta helstu iðnríki heims eru langt frá því að ná samkomulagi um hvernig eigi að aðstoða Afríku við að rísa upp úr fátækt og neyð. 11.6.2005 00:01
64 létust í flóði í Shalan í Kína Nú er ljóst að 62 börn og tveir fullorðnir létu lífið þegar flóðbylgja skall á barnaskóla í norðaustur Kína í dag. Frá þessu greinir Xinhua-fréttastofan. Flóðbylgjunni fylgdi skriða sem æddi í gegnum bæinn Shalan í Heilongjiang-héraði þar sem skólinn er. Dýpt vatnselgsins var allt að tveir metrar og segja vitni á staðnum að eins metra djúpt vatn sé í nánast öllum bænum. 11.6.2005 00:01
Felldu verkamenn í rútu Byssumenn myrtu tíu verkamenn og særðu þrjá þegar þeir skutu á rútu suður af Bagdad í morgun. Rútan var á leið frá bænum Hilla í Suður-Írak til höfuðborgarinnar þegar tveimur bílum var ekið upp að sitthvorri hlið rútunnar og hófu byssumennirnir skothríð í kjölfarið. Ástæður árásarinnar eru ókunnar. 11.6.2005 00:01
Samið um niðurfellingu skulda Átta helstu iðnríki heims hafa náð samkomulagi um að létta skuldum af fátækust ríkjum Afríku. Samkomulagið náðist á fundi fjármálaráðherra ríkjanna átta í Lundúnum en ekki hafði verið búist við því að af því yrði á næstu dögum. Ekki hefur verið gefið út hvað felst nákvæmlega í samningnum en rætt hefur verið um að undanförnu að fella niður skuldir að andvirði 40 milljarða dollara. 11.6.2005 00:01
Kom upp um skattsvikahring Spænska lögreglan hefur leyst upp alþjóðlegan skattsvikahring sem talinn er hafa svikið um 100 milljónir evra, tæplega 8 milljarða króna, út úr skattkerfi nokkurra Evrópulanda. Skattsvikararnir stofnuðu 95 fyrirtæki í sex Evrópusambandsríkjum og Bandaríkjunum sem þóttust selja hvert öðru tölvubúnað en með því fengu fyrirtækin endurgreidda skatta. 11.6.2005 00:01
Fella niður 2600 milljarða skuldir Átta helstu iðnríki heims hafa náð samkomulagi um að létta skuldum af fátækustu ríkjum Afríku að andvirði 2600 milljarðar króna. Samkomulagið náðist á fundi fjármálaráðherra ríkjanna í Lundúnum í dag en ekki hafði verið búist við því að það næðist á næstu dögum. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, sagði eftir að samningurinn var í höfn að allar skuldir 18 fátækustu ríkja heims yrðu afskrifaðar nær samstundis. 11.6.2005 00:01
Bílsprengjuárás á sendiráð Slóvaka Fjórir særðust þegar tilræðismaður sprengdi sig og pallbíl sinn í loft upp fyrir utan sendiráð Slóvakíu í Bagdad í Írak í dag. Maðurinn hugðist aka upp að sendiráðinu en var stöðvaður við hliðið fyrir utan sendiráðið og í kjölfarið sprengdi hann sig í loft upp. Nokkrir starfsmenn voru í sendiráðinu þegar sprengingin varð en engan þeirra sakaði. 11.6.2005 00:01
Svældu risarottu úr hreiðri sínu Lengsta og þyngsta rotta Danaveldis hefur safnast til feðra sinna, næstum helmingi stærri en meðalrotta. Hún var svæld úr hreiðri sínu undir verslunarmiðstöð í Hillerød á Norður-Sjálandi og reyndist vera 580 grömm á þyngd og 46 sentímetra löng að frátöldum halanum. 11.6.2005 00:01
Kanna hugsanlegan flugmiðaskatt Fjármálaráðherrar átta helstu iðnríkja heims sömdu í dag um það að kanna möguleika á því að koma á sérstökum skatti á flugmiða sem á að renna til hjálparstarfs í Afríku. Ákvörðunin var tekin á fundi ráðherranna í Lundúnum þar sem einnig var ákveðið að fella niður skuldir fátækustu ríkja Afríku. 11.6.2005 00:01
Rændu gesti á baðströnd í Portúgal Um fimm hundruð ungmenni hafa valdið óróleika meðal gesta á strönd í nágrenni Lissabon, höfuðborgar Portúgals, með því að fara ránshendi um eigur þeirra. Mikill fjöldi var á Carcavelos-ströndinni í gær þar sem Portúgalir fögnuðu þjóðhátíðardegi sínum en sú gleði var skammvinn þar sem ungmennin réðust gegn fólkinu og heimtuðu eigur þess. 11.6.2005 00:01
Rafsanjani nýtur mest fylgis Rafsanjani, fyrrverandi forseti Írans, nýtur mest fylgis fyrir forsetakosningar sem fram fara í landinu í næstu viku samkvæmt skoðanakönnun fréttastofunnar IRNA sem birt var í dag. 27,1 prósent landsmanna styður Rafsanjani, sem kýs aukin samskipti við Vesturlönd, en á eftir honum kemur annar umbótasinni, Mustafa Moin, með tæplega 19 prósenta fylgi. 11.6.2005 00:01
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent