Erlent

Brundtland stöðvuð vegna vegabréfs

Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, var í nóvember í fyrra stöðvuð við vegabréfaeftirlit á flugvellinum í Washington í Bandaríkjunum, að því er norska blaðið Verdens Gang greinir frá í dag. Henni var neitað að fara inn í landið þar sem vegabréf hennar uppfyllti ekki þar til gerð skilyrði. Brundtland, sem er 66 ára, var haldið í lokuðu herbergi í tæpa klukkustund og fékk hún hvorki að hringja né fara á salernið. Hún var á leiðinni á ráðstefnu vestan hafs þegar þetta gerðist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×