Fleiri fréttir

Fékk betri einkunn en Karl

Vilhjálmur prins hefur útskrifast með meistaragráðu í landafræði. Prinsinn útskrifaðist með afar háa einkunn í faginu og hærri en faðir hans, Karl Bretaprins, fékk á sínum tíma

Tímamót í sögu fátækustu þjóðanna

Auðugustu ríki heims samþykktu í gær að fella niður 2.600 milljarða skuld átján fátækustu ríkja heims. Enn á þó eftir að semja um frekari þróunaraðstoð og ljúka við viðskiptasamning sem kemur þróunarríkjunum til góða.

Flóðbylgjan allt að 25 m há

Sjávarskaflinn sem olli gífurlegum hamförum í Suðaustur-Asíu um jólin var 25 metra hár þar sem hann var hæstur. Í fyrstu vísindalegu skýrslunni um flóðbylgjuna, sem gefin hefur verið út, er þetta staðfest. Hana gerði sérfræðingur við háskólann í Suður-Karólínu sem mældi hæð flóðbylgjunnar út frá skemmdum á trjám, mannvirkjum, hólum og hæðum.

Gasflutningabíll og lest óku saman

Ótrúlegt þykir að enginn skuli hafa látist eða slasast er gasflutningabíll og farþegalest lentu í hörðum árekstri í norðurhluta Frakklands í gær. Gasflutningabíllinn bilaði þegar hann var að fara yfir járnbrautarteina og náði bílstjórinn að forða sér áður en lestin lenti á honum.

Íhaldsflokkur stærstur í Svíþjóð

Íhaldsflokkurinn er stærsti flokkurinn í Svíþjóð samkvæmt skoðanakönnun sem sænska blaðið <em>Dagens Industri</em> lét gera. Flokkurinn nýtur næstum helmingi meira fylgis en í kosningunum árið 2002. Jafnaðarmenn, sem verið hafa öflugasti stjórnmálaflokkurinn í Svíþjóð um mjög langt skeið, njóta tæplega 32 prósenta fylgis en Íhaldsflokkurinn hefur tveggja og hálfs prósents forskot.

Enn mikil flóð í Kína

Að minnsta kosti 225 manns hafa farist eftir mikil flóð í suðurhluta Kína að undanförnu. Björgunaraðgerðir fara fram bæði dag og nótt en heilu þorpin hafa þurrkast út á svæðinu. Flóðin hafa haft áhrif á yfir 17 milljónir manna og hafa um 140 þúsund heimili eyðilagst vegna þeirra.

Kastaði sprengju inn í skólastofu

Að minnsta kosti fimmtíu manns slösuðust er nemandi í japönskum menntaskóla henti flösku sem innihélt sprengjuefni inn í bekkjarstofu skóla síns í morgun. Drengurinn, sem er 18 ára, hefur verið handtekinn. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp hvers konar efni voru í flöskunni en sjónarvottar segja að um nokkurs konar mólotovkokkteil hafi verið að ræða.

Hæstaréttardómari verður forseti

Eduardo Rodriguez, forseti Hæstarréttar Bólivíu, hefur verið skipaður forseti landsins til bráðabirgða en stefnt er að því að halda forsetakosningar í landinu innan fimm mánaða. Vonast er til að með þessu muni mótmælum í höfuðborg landsins, La Paz, ljúka en almenningur hefur krafist þess að auðlindir landsins verði þjóðnýttar.

Sprengja sprakk í Zaragoza

Sprengja sprakk skammt frá flugvellinum í Zaragoza á Spáni fyrir stundu og er ljóst að hryðjuverkasamtök aðskilnaðarsinna úr röðum Baska, ETA, komu henni fyrir. Áður en sprengjan sprakk barst viðvörun frá ETA. Engar fregnir hafa borist af skemmdum eða mannskaða.

Lýsa vantrausti á Schröder 1. júlí

Vantrausti verður lýst á Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, þann 1. júlí næstkomandi. Það er fyrsta skrefið í átt að þingkosningum í haust en allt bendir til þess að Schröder tapi þeim.

Handtöku Mladic að vænta

Ríkisstjórn Serbíu veit um felustað Ratkos Mladic, stríðsglæpamanns og yfirmanns hers Bosníu-Serba í borgarastríðinu fyrir áratug. Handtöku er að vænta, samkvæmt fréttum serbneskra fjölmiðla. Þrýstingur á stjórnvöld í Serbíu og Bosníu hefur verið stóraukinn í von um að þau afhendi stríðsglæpamenn.

Gleymdist í varðhaldi

Tuttugu og fjögurra ára gamall karlmaður frá Gíneu-Bissá sat í 22 daga í fangelsi í Danmörku án þess að eiga að vera þar vegna þess að lögreglan gleymdi honum. Dómari úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald í byrjun maí og átti það að renna út þann átjánda þess mánaðar. Honum var hins vegar fyrst slepp í gær, 9. júní, og skýring fangelsismálayfirvalda er sú að danska lögreglan hafi gleymt máli mannsins.

Plássið minnkar í flugvélum

Það er lítið pláss á almennu farrými hjá flestum flugfélögum og miðað við nýjustu breytingar er hætt við að munurinn á farþegaflutningum og hreinum gripaflutningum snarminnki á næstunni.

Fundu lík af 16 Írökum

Lík af 16 Írökum fundust í dag í vesturhluta Íraks en flest bendir til að fólkið hafi verið tekið af lífi. Líkin fundust á tveimur stöðum nærri bænum Qaim í Anbar-héraði og hafði höfuðið verið höggvið af tveimur þeirra. Ekki er vitað hvaðan fólkið er en ólíklegt er talið að um sé að ræða hluta af þeim 22 hermönnum sem uppreisnarmenn rændu í fyrradag þegar hermennirnir héldu frá herstöð í Qaim.

Fangelsuð fyrir dýraníðingsskap

Bresk kona var í dag dæmd til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir illa meðferð á dýrum, en hún hélt alls 271 gæludýr á heimili sínu. Það blasti við ófögur sjón þegar dýraverndaryfirvöld tóku hús á hinni 55 ára Rosalind Gregson í Preston á Englandi en á heimilinu voru 246 hundar sem flestir voru í búrum sem staflað hafði verið hvert ofan á annað.

Afagengi dæmt fyrir bankarán

Þýskur dómstóll dæmdi í dag þrjá eldri menn í níu til tólf ára fangelsi fyrir fjölmörg bankarán á 16 ára tímabili. Mennirnir hafa gengið undir nafninu afagengið í þýskum fjölmiðlum, en þeir eru á aldrinum 64-74 ára. Þeir rændu alls 14 banka á tímabilinu og höfðu meira en eina milljón evra, um 80 milljónir króna, upp úr krafsinu en þeir notuðu bæði skammbyssur og gervihandsprengjur til þess að hræða bankastarfsmenn.

Cantoni kemur heim

Ítalski hjálparstarfsmaðurinn Clementina Cantoni sneri í dag til heimalands síns en henni var í gær sleppt úr haldi mannræningja í Afganistan. Cantoni lenti á Ciampino-flugvelli í Róm nú síðdegis og var Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, meðal þeirra sem tóku á móti henni, en heimkoman var sýnd í beinni útsendingu í ítölsku sjónvarpi.

Klósettsýning í Tælandi

Tælensk stjórnvöld hafa nú hrundið af stað herferð til að bæta hreinlæti á opinberum salernum landsins. Herferðin er til að bæta almennt ástand klósetta til að mæta alþjóðlegum kröfum vegna klósettaheimssýningarinnar sem haldin verður í Bankok á næsta ári.

NATO krefst rannsóknar

Norður-Atlantshafsbandalagið hefur krafist alþjóðlegrar rannsóknar á voðaverkunum sem urðu í Andijan í austurhluta Úsbekistan fyrir um mánuði síðan.

Konungleg brúarvígsla

Konungar Noregs og Svíþjóðar vígðu við hátíðlega athöfn í gær nýja brú milli landanna. Á miðri brúnni, sem liggur yfir Svínasund suður af Óslófirði, afhjúpuðu konungarnir minnismerki í formi tveggja útréttra handa, tákn fyrir vináttu grannlandanna þegar rétt 100 ár eru liðin síðan Norðmenn slitu ríkjasambandinu við Svíþjóð.

Deilt um greiðslur til ESB

Eins og stjórnarskrárkreppan sé ekki nóg, deila leiðtogar Evrópusambandsins líka innbyrðis um hve mikið hver eigi að borga til sambandsins.

Danska lögreglan í vafa

Danska lögreglan er ekki sannfærð um að samtök, sem segjast hafa kveikt í bíl ráðherra innflytjendamála í Danmörku í gær, standi að baki verknaðinum. Enginn hefur enn verið handtekinn eftir að kveikt var í bíl Rikke Hvilshöj en rannsókn lögreglunnar beinist nú að ákveðnum manni sem dæmdur hefur verið fyrir svipað ódæði.

Eiga mjög öflug kjarnorkuvopn

Norður-Kórea á kjarnorkuvopn, nógu öflug til að verjast Bandaríkjunum. Þetta hefur bandaríska sjónvarpsstöðin ABC fengið staðfest en fréttamenn stöðvarinnar hafa fengið leyfi til að fara til landsins og hyggjast senda þaðan fréttaskýringaröð næstu vikuna.

Mótmælendur drepnir í Eþíópíu

Að minnsta kosti 22 féllu og yfir 40 særðust þegar eþíópískar öryggissveitir skutu á mótmælendur í höfuðborg landsins, Addis Ababa, í morgun en vitni segja mörg fórnarlambanna hafa mótmælt friðsamlega. Mótmælaaðgerðir hafa verið uppi í landinu undanfarna daga í kjölfar birtingar úrslita þingkosninganna sem fram fóru í landinu þann 15. maí.

Ætlaði að sprengja upp spítala

Hópur fólks sem er sagður tengjast hryðjuverkasamtökunum Al-Qaida ætlaði að sprengja upp spítala og stórmarkaði í Bandaríkjunum. Þetta segir alríkislögreglan þar í landi sem segist þó hafa komið upp um málið eftir að hún handtók 22 ára gamlan mann í síðustu viku sem tengdist hópnum.

Útiloka ekki lokun Guantanamo

Bandarísk stjórnvöld útiloka ekki að fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu verði lokað. Rekstur búðanna hefur verið gagnrýndur harkalega en þar eru nú 540 fangar sem sumir hafa setið inni í rúm þrjú ár, án þess að hafa verið ákærðir.

Diez verður líklega forseti

Í dag mun forseti þingsins í Bólivíu, Hormando Vaca Diez, líklega taka við embætti forseta landsins, mörgum til mikillar gremju, en slæmt ástand ríkir í landinu eftir að mótmælendur úr röðum frumbyggja tóku á sitt vald olíulindir BP og Repsoil í austurhluta landsins.

Juncker áhyggjufullur vegna ESB

Forsætisráðherra Lúxemborgar, Jean Claude Juncker, hefur miklar áhyggjur af framtíð Evrópusambandsins. Á ráðstefnu sem haldin verður dagana 16.-17. júní átti umræðuefnið upphaflega að snúast um efnahag sambandsins en þar sem Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrá sambandsins, sem ætti að taka gildi í júlí 2006, ekki alls fyrir löngu verða þau mál í brennidrepli.

Brottflutningur frá Gasa löglegur

Brottflutningur Ísraelsmanna frá Gasa og fjórum stöðum á Vesturbakkanum er löglegur samkvæmt dómi hæstaréttar Ísraels í dag. Andstaða við brottflutninginn fer þó stigmagnandi meðal almennings í Ísrael.

Sprengjuhótun í dönskum barnaskóla

Rýma varð barnaskóla í Kolding í Danmörku í morgun eftir að sprengjuhótun barst. Fjögur hundruð og fjörutíu nemendum og kennurum var samstundis vísað úr byggingunni en leit lögreglu að sprengjunni bar engan árangur.

Vilja viðhalda barnakvóta

Stjórnvöld í Kína vilja enn viðhalda þeirri umdeildu reglu að hjón eignist aðeins eitt barn, enda hafi það sýnt sig síðustu áratugi að hún skili góðum árangri. Forstjóri nefndar sem fer með fjölskyldumál í landinu, Pan Giiyu, heldur því fram að ef stjórnvöld hefðu ekki gripið til þessa ráðs þá væru Kínverjar nú 300 milljónum fleiri.

Keyrði á ofsahraða undir flugvélar

Ökumaður fólksbifreiðar setti allt á annan enda á Alþjóðaflugvellinum á Kýpur í dag þegar hann ók bifreiðinni inn á flugbraut vallarins. Starfsmenn í flugturninum komu auga á bifreiðina sem var ekið undir kyrrstæðar farþegaflugvélar á ofsahraða og síðan inn á flugbrautina. Við yfirheyrslu kom í ljós að ökumaðurinn, sem er þrítugur Grikki, var á flótta.

Kýr handtekin fyrir manndráp

Lögreglan í Ojo-héraði í Nígeríu, skammt frá borginni Lagos, handtók kú eftir að hún hafði drepið rútubílstjóra sem var að létta á sér í vegarkanti og sært nokkra vegfarendur til viðbótar. Kýrin er fagurlega hyrnd og beitti hornunum fyrir sig í einhverri brjálsemi sem kom yfir hana.

Kreppa hjá frönskum sósíalistum

Franski Sósíalistaflokkurinn sem áður réði lögum og lofum í frönskum stjórnmálum er nú skyndilega í mikilli kreppu.

Allsherjarverkfall í Simbabve

Tveggja daga allsherjarverkfall hófst í Simbabve í gær. Til verkfallsins var boðað til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnar Robert Mugabe, sem hefur nú látið handtaka meira en þrjátíu þúsund fátæka íbúa landsins fyrir litlar sem engar sakir.

Landtökumenn burt af Gaza

Hæstiréttur Ísraels úrskurðaði í gær að fyrirhugaður brottflutningur Ísraelsstjórnar á landtökumönnum frá Gaza-svæðinu væri lögmætur.

Öryggisverðir í Írak rannsakaðir

Sextán bandarískir einkaöryggisverðir sæta nú rannsókn fyrir að hafa skotið á bandaríska landgönguliða og óbreytta íraska borgara í Fallujah í síðasta mánuði.

Vafasömum lögum aflétt í Sýrlandi

Baath-flokkurinn í Sýrlandi, sem hefur öllu ráðið þar áratugum saman, hefur ákveðið að aflétta neyðarlögum sem hafa verið í gildi í fjörutíu og tvö ár. Þau leyfa yfirvöldum að handtaka borgara og rétta yfir þeim án rökstuðnings eða sjáanlegrar ástæðu. Lögin munu nú aðeins ná yfir brot á lögum sem varða þjóðaröryggi.

Fá að nýju fjárhagsaðstoð

Serbía og Svartfjallaland fá nú að nýju fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að tólf eftirlýstir stríðsglæpamenn frá Serbíu hafa verið framseldir til alþjóðadómstólsins í Haag á þessu ári. Nú er vonast til þess að Ratko Mladic, sem leiddi serbneska herinn í borgarastríðinu á árunum 1992-1995, verði loksins handtekinn og framseldur.

Herafli NATO ófullnægjandi

Atlantshafsbandalagið viðurkenndi í dag að alvarlegur fjárskortur kæmi í veg fyrir að hersveitir á vegum bandalagsins gætu brugðist skjótt við ef neyðarástand kæmi upp. Eingöngu þrjár af Evrópusambandsþjóðunum tuttugu og fimm hafa mætt kröfum um að verja tveimur prósentum þjóðartekna sinna til varnarmála. Þetta eru Frakkland, Bretland og Grikkland.

Ítalskur gísl látinn laus

Clementina Cantoni, ítalski hjálparstarfsmaðurinn sem var rænt í afgönsku höfuðborginni Kabúl fyrir þremur vikum, var í gær látin laus, heil á húfi.

Líkur sagðar á framsali Mladic

Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba, kann að verða framseldur til stríðsglæpadómstólsins í Haag bráðlega, að því er aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna lét hafa eftir sér í gær. Hann boðaði ennfremur að Bandaríkjastjórn hygðist aflétta frystingu tíu milljóna dala greiðslu til uppbyggingar í Serbíu og Svartfjallalandi.

Dáin í yfir tvö ár

Jarðneskar leifar fjögurra manna af þremur kynslóðum sömu fjölskyldu hafa fundist í íbúð í Moskvu, þar sem líkin lágu í að minnsta kosti í tvö ár uns lögreglu var gert viðvart vegna vangreiddra reikninga.

Ræddu hvarf 3000 manna í Kosovo

Embættismenn Kosovo Albana og Serba funduðu í Pristina í Kosovo í dag þar sem ætlunin var að ræða hvarf þriggja þúsunda manna í Kosovo á stríðstímum. Þetta er þriðji fundurinn þar sem Sameinuðu þjóðirnar reyna að fá þessar fyrrum stríðandi fylkingar til að ná lendingu um framtíð Kososvo.

Lýsir stuðningi við Aron Pálma

Bandaríkjamaðurinn Scott Smith lýsir yfir stuðningi við baráttuna um frelsi Arons Pálma Ágústssonar sem dvelur í stofufangelsi í Texas.

Sjá næstu 50 fréttir