Blair og Pútín funda 13. júní 2005 00:01 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sótti Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, heim í gær. Niðurfelling skulda þróunarlandanna og umhverfismál voru þar ofarlega á baugi. Í kjölfar fundarins hélt svo Blair til Þýskalands þar sem hann hitti Gerhard Schröder, kanslara. Fundur Blairs og Pútíns í gær er liður í ferð þess fyrrnefnda fyrir leiðtogafund átta helstu iðnríkja heims í Gleneagles, Skotlandi, sem haldinn verður í byrjun júlímánaðar. Þar hyggst Blair berjast fyrir því að þróunaraðstoð við Afríkuríkin verði tvöfölduð og ná samkomulagi um að spornað verði við gróðurhúsaáhrifum. Leiðtogarnir tveir ræddu þessi mál í bænum Novo-Ogaryovo, skammt utan við Moskvu í gær og virtist fara vel á með þeim. Ekki er langt síðan að Rússar skrifuðu undir Kyoto-bókunina og skuldbundu sig þar með til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því vonast Bretar til að Rússar verði þeim drjúgur bandamaður í því að sannfæra Bandaríkjamenn um að bregðast verði við hlýnun jarðar með einhverjum hætti. Hins vegar hefur verið grunnt á því góða á meðal þjóðanna á síðustu misserum, meðal annars vegna Íraks og sökum þess að Bretar hafa veitt andstæðingum Pútíns hæli í landinu, til dæmis auðjöfrinum Boris Berezovsky og Akhmed Zakayev, hægri handar Aslan Maskadovs, fyrrum leiðtoga Tsjetsjena. Þeir Pútín og Blair ræddu við blaðamenn að loknum fundinum og voru málefni fyrrum Sovétlýðveldanna þar til umræðu en róstusamt hefur verið þar undanfarna mánuði, eins og atburðirnir í Úkraínu, Kirgisistan og Úsbekistan eru dæmi um. Pútín sagði að Rússland og Vesturveldin ættu að vinna saman að því að gera þennan heimshluta stöðugri en ekki keppast um áhrif í honum. Síðdegis hélt Blair svo til Berlínar til fundar við Gerhard Schröder, kanslara. Í dag eru svo fyrirhugaðir fundir við leiðtoga Lúxemborgar og Frakklands. Þær viðræður munu hins vegar öðru fremur snúast um þær ógöngur sem Evrópusambandið er komið í eftir úrslit þjóðaratkvæðagreiðslna í Frakklandi og Hollandi um stjórnarskrársáttmála ESB. Erlent Fréttir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sótti Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, heim í gær. Niðurfelling skulda þróunarlandanna og umhverfismál voru þar ofarlega á baugi. Í kjölfar fundarins hélt svo Blair til Þýskalands þar sem hann hitti Gerhard Schröder, kanslara. Fundur Blairs og Pútíns í gær er liður í ferð þess fyrrnefnda fyrir leiðtogafund átta helstu iðnríkja heims í Gleneagles, Skotlandi, sem haldinn verður í byrjun júlímánaðar. Þar hyggst Blair berjast fyrir því að þróunaraðstoð við Afríkuríkin verði tvöfölduð og ná samkomulagi um að spornað verði við gróðurhúsaáhrifum. Leiðtogarnir tveir ræddu þessi mál í bænum Novo-Ogaryovo, skammt utan við Moskvu í gær og virtist fara vel á með þeim. Ekki er langt síðan að Rússar skrifuðu undir Kyoto-bókunina og skuldbundu sig þar með til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því vonast Bretar til að Rússar verði þeim drjúgur bandamaður í því að sannfæra Bandaríkjamenn um að bregðast verði við hlýnun jarðar með einhverjum hætti. Hins vegar hefur verið grunnt á því góða á meðal þjóðanna á síðustu misserum, meðal annars vegna Íraks og sökum þess að Bretar hafa veitt andstæðingum Pútíns hæli í landinu, til dæmis auðjöfrinum Boris Berezovsky og Akhmed Zakayev, hægri handar Aslan Maskadovs, fyrrum leiðtoga Tsjetsjena. Þeir Pútín og Blair ræddu við blaðamenn að loknum fundinum og voru málefni fyrrum Sovétlýðveldanna þar til umræðu en róstusamt hefur verið þar undanfarna mánuði, eins og atburðirnir í Úkraínu, Kirgisistan og Úsbekistan eru dæmi um. Pútín sagði að Rússland og Vesturveldin ættu að vinna saman að því að gera þennan heimshluta stöðugri en ekki keppast um áhrif í honum. Síðdegis hélt Blair svo til Berlínar til fundar við Gerhard Schröder, kanslara. Í dag eru svo fyrirhugaðir fundir við leiðtoga Lúxemborgar og Frakklands. Þær viðræður munu hins vegar öðru fremur snúast um þær ógöngur sem Evrópusambandið er komið í eftir úrslit þjóðaratkvæðagreiðslna í Frakklandi og Hollandi um stjórnarskrársáttmála ESB.
Erlent Fréttir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira