Erlent

36 börn látast í flóðbylgju í Kína

Þrjátíu og sex börn og tveir fullorðnir létu lífið þegar flóðbylgja skall á barnaskóla í norðausturhluta Kína í dag. Björgunarmenn leita enn fimm barna og tveggja fullorðinna en auk þess voru 15 börn og tveir kennarar fluttir á sjúkrahús. Atvikið átti sér stað í bænum Shalan í Heilongjiang-héraði og hefur Reuters-fréttastofan eftir starfsmanni á sjúkrahúsi, þangað sem farið var með hina slösuðu, að stærstur hluti bæjarins sé enn á kafi í eins metra djúpu vatni. Alls voru rúmlega 350 börn á aldrinum 6-14 ára í skólanum þegar flóðbylgjan skall á honum. Miklar rigningar hafa verið í Kína undanfarna daga og hafa þær valdið flóðum sem hafa kostað á þriðja hundrað manns lífið. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×