Erlent

87 börn látin eftir flóð í Kína

Björgunarmenn hafa fundið lík 87 barna sem drukknuðu þegar flóðbylgja reið yfir barnaskóla í Heilongjiang-héraði í norðaustur Kína í fyrrakvöld. Fjórir fullorðnir hafa fundist látnir eftir hamfarirnar en fjölda er saknað. Þá eru á þriðja tug á spítala eftir að hafa slasast í flóðinu; enginn þeirra er þó í lífshættu. Um 350 nemendur voru í skólanum þegar ósköpin dundu yfir. Flóðbylgjan olli skemmdum á húsum í sjö þorpum ásamt því að eyðileggja ræktarland. Hátt í þrjú hundruð manns hafa látist í flóðum í Norður- og Suður-Kína undanfarna viku en þau má rekja til mikilla rigninga. Spáð er áframhaldandi úrkomu og því óttast yfirvöld frekari flóð þar sem nokkrar ár eru nærri því að flæða yfir bakka sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×