Erlent

42 látnir í námuslysi í Kína

42 eru látnir og 27 námuverkamenn eru innilokaðir í kolanámu í norðurhluta Kína eftir gassprengingu í námunni í gær. Fjórir eigendur námunnar eru í haldi lögreglu en þeim var skipað í nóvember í fyrra að loka henni þar sem kröfur um öryggi voru ekki uppfylltar. Hættulegustu námur heims eru í Kína. Samkvæmt opinberum tölum létust um 6000 þar í landi í fyrra vegna námaslysa en aðrar heimildir segja rétta tölu vera nálægt 20.000 manns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×