Erlent

Handtökur í Madríd-tilræðismáli

Breska lögreglan greindi frá því á laugardag að hún hefði handtekið mann sem eftirlýstur var á Spáni vegna gruns um að hafa verið viðriðinn lestarsprengjutilræðið í Madríd fyrir ári, sem kostaði 191 mann lífið. Hinn grunaði, Moutaz Almallah Dabas, er spænskur ríkisborgari af sýrlenskum uppruna. Spænska lögreglan handtók á föstudag bróður hans, Mohannad Almallah Dabas, grunaðan um að eiga þátt í að fá herskáa múslima í lið með hryðjuverkamönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×