Erlent

Löggan flúði upp á þak

Um tíu þúsund lýðræðissinnar ruddust inn í lögreglustöð í borginni Jalal-Abad í Kirgisistan og ráku starfsmenn stjórnarráðsins á brott til að mótmæla vafasömum kosningaúrslitum þar í landi í síðasta mánuði. Lögreglumenn þurftu að flýja upp á þak stöðvarinnar þar sem þeir skutu úr byssum sínum út í loftið eftir að múgurinn hóf að kasta steinum að þeim. Stjórnvöld í landinu segjast vera tilbúin að semja við mótmælendurna, sem hafa krafist þess að Askar Akajev forseti segi af sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×