Erlent

Notuðu lík í árekstrartilraunum

Tækniháskólinn í Graz í Austurríki notaði mannslík í staðinn fyrir hefðbundnar dúkkur í árekstrartilraunum sem hann gerði fyrir Evrópusambandið í tæplega áratug. Fjölmiðlar í Austurríki hafa flett ofan af þessu og hefur þetta valdið miklu fjaðrafoki í landinu. Komið hefur í ljós að réttarmeinadeild háskólans notaði um 20 lík sem lágu þar til krufningar til að kanna hvaða áhrif árekstrar og ákeyrslur bifreiða hefðu á mannslíkamann. Hermann Steffan, forstöðumaður Umferðaröryggisráðs Austurríkis, hefur sagt í austurríska sjónvarpinu að hann sé þess ekki fullviss að leitað hafi verið samþykkis ættingja hinna látnu áður en líkin voru notuð í tilraunirnar sem stóðu frá miðjum síðasta áratug fram til ársins 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×