Erlent

Fleiri látnir í námuslysi í Kína

Fimmtíu og níu námuverkamenn eru látnir og tíu er saknað eftir að sprengja reif í sundur námu í einu aðalnámuhéraði Kína seint í gær. Sprengingin varð í námu sem yfirvöld lokuðu á síðasta ári vegna þess að öryggismálum var ábótavant en eigendur námunnar höfðu opnað hana aftur í leyfisleysi. Þeir hafa nú verið handteknir. Nokkur þúsund námuverkamenn farast í Kína á ári hverju vegna sprenginga, flóða og hruns sem rekja má til hirðuleysis í rekstrinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×