Erlent

Öflugur skjálfti við japanska eyju

Kröftugur jarðskjálfti sem mældist 7 stig á Richter reið yfir eyjuna Kyushu í Japan í morgun. Fjölmiðlar þar í landi segja eina konu, 75 ára gamla, hafa fundist látna en að að minnsta kosti 340 manns hafi slasast. Nokkur hús hafa hrunið og hundruð manna þurft að flýja heimili sín. Veðurstofa svæðisins gaf út flóðbylgjuviðvaranir en þær voru síðan dregnar til baka. Hins vegar er enn varað við að eftirskjálftar upp á allt að sex stig geti riðið yfir. Upptök skjálftans voru á grunnsævi um 900 kílómetra suðvestur af Tókýó en hans varð vart alla leið til Seúl, höfuðborgar Suður-Kóreu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×